Dagfari - 01.02.1979, Blaðsíða 6

Dagfari - 01.02.1979, Blaðsíða 6
HRINGBORÐSUMRÆBTJR UM KTŒIARATKVÆÐI Ritncfnd Dagfara hcfur fcngið nokkra herstöðvaandstæðinga til að ræöa þjóðar- atkvæðagreiðslu um herinn og NATO. I’átttakendur eru: Bragi Guðhrandsson, Guðmundur Georgsson, Hallgrímur Hróðmarsson, Jónas Jónsson og l>- orsteinn Vilhjálmsson. Haukur: Ég vil byrja á að spyrja hvort þið teljið að herstöðvaandstæðingar eigi að beita sér fyrir kröfu um þjóðaratkvæði um herinn og NATOogef svo væri, hvort þið telduð að samtökin ættu líka að hefja baráttu fyrir þjóðaratkvæði um úrsögn úr NATO? Hallgrimur: Ég er mjög fyljgandi þjóð- aratkvæði og hef alltaf ímyndað mér, að ef farið yrði út í svona atkvæðagreiðslu yrði það lagt upp í þrennu lagi, og menn ættu að krossa við þann möguleika sem þeim þætti eðlilegastur, það er: ísland úr NATO og herinn burt, Island í NATO og herinn burt og í þriðja lagi tsland í NATO og herinn hér, meðan ástandið er óbreytt í heimsmálunum. Ég trúi því varla að her- námssinnar vildu hafa þriðja möguleik- anna þannig, að afdráttarlaust væri óskað eftir hersetu. Þeir hljóta að segja sem svo að þetta sé bara tímabundið ástand. Jónas: Ég dreg í efa að það sé rétt fyrir herstöðvaandstæðinga að leggja aðal- áherslu á það núna að fá í gegn þjóðarat- kvæðagreiðslu um herinn og NATO. Það eru nokkur atriði sem valda því að ég dreg gildi þessarar kröfu í efa. Ég tel að her- stöðvaandstæðingar eigi að beita öllum tækjum sem þeir hafa til að vinna málstað sínum fylgi, og til að fá fram raunveruleg- an vilja fólksins. Ég er viss um að það eru miklu fleiri andstæðir hernum hér á landi en kemur fram á yfirborðinu. Þetta gæti virst mæla með þjóðaratkvæðagreiðslu en þó er ég ekki viss um það. Þjóðin hefur ekki reynslu af þjóðaratkvæðagreiðslum, við vitum ekki hvernig þau kaup gerast. Áróðursstríðið á undan, gæti orðið til þess að fólk fengi áhuga, en hitt er eins líklegt að þeir hefðu betur sem mestan máttinn hafa I áróðrinum. Ég get látið mér detta í hug að fylgjendur hersins tækju upp á því allt I einu að efna til þjóðaratkvæða- greiðslu I þeim tilgangi beint að fá frið á eftir. Þeir réðu þá spurningunum og ég tel mjög mikilvægt, hvernig spurningarnar verða orðaðar. Til þess að fá fram þjóðaratkvæða- greiðslu, þurfum við auðvitað að vinna jarðveginn geysilega, fá þá sem eru á móti en hafa hingað til ekki látið uppi skoðanir sínar til að láta þær í Ijós. Það er eiginlega hið sama og að við vinnum sigur I valda- baráttunni - ef við fáuni alla þá sem eru á móti hernum til að láta það I Ijós og láta afstöðu sína ráða, t.d. í kosningum. Ég vil benda á að þetta veltur eiginlega á afstöðu tveggja stjórnmálaflokka, Fram- sóknar- og Alþýðuflokks, því hinir tveir eru ákveðnir í sinni afstöðu. Ef þessir tveir flokkar fara inn á okkar braut, þá erum við á vissan hátt búnir að sigra I málinu og þetta þyrfti að gcrast, áður en óhætt væri að fara út i þjóðarat- kvæðagreiðslu. Þorsteinn: Ég er hlynntur því að Sam- tök herstöðvaandstæðinga taki þessa ákvörðun og leggi í baráttu fyrir þjóðarat- kvæðagreiðslu eins og nú standa sakir. Ég vil að vísu undirstrika að mér finnst það æskilegt að það væri sem niest sam staða um það innan samtakanna. Ég teldi það miður, ef slík ákvörðun yrði tekin með naurnum meirihluta I samtökunum — árangurinn yrði þá væntanlega eftir því. Ég er nú ekki sammála Hallgrími um það hvernig spurningarnar yrðu settar fram — ég tel að þetta séu eiginlega tvær spurningar sem menn svari með jái eða neii: Á herinn að fara eða ekki, og á ísland að fara úr NATO eða ekki. Það eru þá fjórir möguleikar á svörum. Fjórði mögu- leikinn sem Hallgrímur nefndi ekki cr til, að ísland fari úr NATO en herinn sitji kyrr. Þessi möguleiki var m.a. til umræðu I sambandi við landhelgismálið, svo þetta verður að leggja upp sem tvær spurningar. Ég hef hins vegar taktískar efasemdir um hvort rétt sé að hafa spurningarnar tvær, eða réttara sagt hvort Samtökin ættu að berjast fyrir þvi að þær verði tvær. Samtökin hljóta náttúrulega að berjast fyrir því að herinn fari og Island segi sig úr NATO, en ekki er þar með sagt að SHA eigi að berjast fyrir því að báðar spurning- arnar veðri lagðar fyrir I þjóðaratkvæða- greiðslu. Ég geri ráð fyrir að spurningin um að ísland færi úr NATO fcngi færri at- kvæði en hin. Það er frá mínum sjónarhóli ekki endilega æskilegt að draga frani, að það séu færri sem vilja úrsögn úr NATO, en hinir sem vilja hcrinn burt. Þetta er hins vegar ckkert úrslitaatriði fyrir mér. Menn geta spáð á þennan eða hinn veg- inn um árrangur af svona atkvæða- greiðslu, m.a. er Ijóst að árangur fer mikið eftir þvi hvenær þetta ber að, hvernig ástandið er bæði innan lands og utan. Við höfum reynslu af þessu í sambandi við landhelgismálið. Við hefðum fengið meira fylgi ef þjóðaratkvæðagreiðsla hefði verið þá en ef hún t.d. væri núna. Hins vegar held ég að þessar hugleiðingar um styrk skipti ekki öllu máli. Við ákveðum

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.