Dagfari - 01.02.1979, Blaðsíða 13

Dagfari - 01.02.1979, Blaðsíða 13
eií>in varnarliAi og cinnig art fá þá til aft samþykkja þVáingarmciri ráðstafanir til varnar cigin landi, cinkum Keflavíkurflug- vallarsvæði, cins og NATO KANN AÐ TELJA NAUÐSYNLEGT”. Mcð þcssum orðum segja Bandarikja- menn einu sinni cnn að þeir séu ekki hér til að vcrja íslendinga, íslendingar gcti reynt að verja sig sjálfir, en komi þeir sér upp varnarliði skapist frekari möguleikar. Þá hefur hernaðarhugarfar verið mótað sem Bandarikjamenn geti notfært sér i frekari kröfum til bctri hernaðaraðstöðu. Náðu hvatningar og óskir Bandaríkja- manna til islenskra ráðamanna á þessum tíma? Litum á dæmi tveggja stjórnmála foringja. í útvarpsræðu sem Bjarni Bene- diktsson hélt á tveggja ára afmæli Atlants- hafsbandalagsins 4. apríl 1951 hvetur hann til að koma islenskum her á fót. Og í áramótagrcin I Morgunblaðinu 31. dcs. 1952segir hann m.a.: „------Hitt er annað mál að fleiri og flciri eru að komast á þá skoðun að okkur sæmi ekki að treysta eingöngu á aðra um varnir landsins, ef við viljum í raun og sannleika vcra sjálfstæð þjóð”. Hermanni Jónassyni verður sennilega hugsað lil verkfallanna i desember og tiðra yfirlýsinga Bandarikjamanna um þörf á að berja niður slík ótiðindi, þegar hann skrif- ar i áramótagrein i Timanum 31. des. 1952: „Vald þjóðarinnar þarf að tryggja gegn ofbeldismönnum með sérstöku þjóðvarn- arliði. Hvernig liði þessu verður háttað er enn athugunarefni. En sennilega væri hagkvæmt að láta það einnig taka i sínar hendur þá varðgæslu að mestu sem erlent lið annast nú hér á landi”. Máttur auðsins En innræting sjónarmiða Bandaríkja manna fer ekki einungis fram á hernaðar- sviðinu, heldur einnig á sviði efnahags mála. beir segja i skýrslum: „En við höfunt í stefnu okkar margvis lega aðstoð. Þannig höfum við ekki aðcins veitt efnahagsaðstoð að tilstuðlan Efna hagsstofnunarinnar (ECA), heldur höfunt við ntcð þvi að veita slíka hjálp tekið sér stakt tillit crflAlcika i stjórnmálum scrn ógna tilvcru rikisstjórnarinnar vcgna ástands í cfnahagsmálum”. Á Alþingi 1951 Itafði Hannibal Valdi marsson gcfið þær upplýsingar að skilyrði fyrir aukafrantlagi frá Efnahagsstofnun að upphæð 100 milljónir (samkvæmt gengi 1951) væri að rikisstjórnin tryggði að cng ar kauphækkanir yrðu. Á þessunt árum var vinna á Keflavíkaurflugvelli ntjög að aukast, og því nauðsynlegt fyrir Banda ríkjamenn að halda kaupi lágu. Aðeins aflar í skýrslunt kemur frant að aðalárásarefni kommúnista fyrir utan Kcflavikurflugvöll sé hin veika staða ríkis stjórnarinnar i efnahagsmálum. Banda- rikjamenn vilja hvetja stjórnina til aðsýna raunsæi og „stiga ófýsileg stjórnmála- skref, en nauðsynleg efnahagsspor”. Og þeir líta björtunt augunt til samsteypu- stjórnar Framsóknar og íhalds sem felldi gengið um 42%, en 1949 hafði það verið fellt unt 30%, hvort tveggja að vilja Bandarikjantanna. Áðurnefnd yfirlýsing unt leit að mark aði fyrir islenskan fisk í Vestur-þýskalandi skýtur aftur upp kolli, en nú i óvæntu samhengi: „Við höfum nýlega reynt að hjálpa íslendingum í viðleitni þeirra að ná hagkvæmunt verslunarsamningi, en höf- unt starfaó innan ntarka þcirrar stcfnu að cfnahagsmál Þjóðvcrja skuli vcra i þcirra höndum”. Hér kemur eðli efnahagsíhlut- unar og Marshallaðstoðar skýrt í Ijós. Að áliti Bbandarikjamanna þarf hið vanþró- aða, kapitalíska ríki ísland ntikla aðstoð, og bandarikst fjárntagn hefur þar hlutverk að vinna, en bandarísk fjárfesting í Vest- ur-Þýskalandi ekki girnileg, enda fuglinn Fönix nýrisinn úr ösku sinni í nýrri dýrð. Þráhyggja íslendinga Þá er það þessi þjóðernishyggja sent stöðugt bögglast fyrir brjóstum banda- riskra ráðamanna á þessum árum. Skýrslur: „En þó að Islcndingar hafi opin- berlcga tengst nánar lýðræðisrikjunum með aðild að Atlantshafssamningnum og með inngöngu i Evrópuráðið, þá cr til- hnciging íslcndinga til cinangrunar og þjóðcrnishyggja cnn ábcrandi cinkcnni i hcgðun þcirra og cr stöðug hindrun nánari samskipta Íslcndinga og Bandarikja- rnanna”. Svo mæla þeir sem lýstu hátiðlega yfir að hafa engin afskipti af innanríkismálum Íslcndinga og virða sjálfstæði þeirra. Verkalýðssamtök á Norður- löndum senda fulltrúa Lengi hafði tiðkast fyrir þennan tíma að gestir frá verkalýðssamtökum á Norður löndum kæmu á Alþýðusambandsþing og ávörpuðu þau. Ólafur R. Einarsson rann- sakaði skjöl varðandi íslenska verkalýðs sögu i dönskum söfnuni i vor scnt leið, og i viðtali við Þjóðviljanum 9.júni síðastlið inn kentur fram að 1954 hafi Hans 13 Rasmussen, oft nefndur „den stærke smed” formaður sambands danskra rnálm- iðnaðarmanna verið á þingi norrænna málmiðnaðarmanna í Reykjavík og ræddi við Alþýðuflokksmenn og taldi nauðsyn- legt að veita Alþýðuflokknum fjárstuðn- ing vegna væntanlegra kosninga til ASÍ- þings. Kai Nissen einn af leiðtogum danskrar verkalýðshreyfingar á þessum árum, sat Alþýðuflokksþing 1954 og komst ásamt Norðmanninum Rolf Ger- hardsen að sömu niðurstöðu, að Alþýðu flokkurinn fékk fjárstuðning frá danska og norska flokknunt til að vinna gegn kommúnistum og brölti Hannibals (sem var þá i uppreisn gegn forystu Alþýðu- flokksins). Þetta fé var notað i kosninga- baráttunni til ASÍ-þings 1954, en dugði ekki til að hindra „valdatöku Hannibals”. Godtfredsen „verkalýðsfull- trúi" 1954 hittir Kai Nissen bandarískan sendifulltrúa i verkalýðsmálum, Godtfred- sen að nafni, en Godtfredsen var þá ný- kontinn úr tveggja mánaða dvöl á íslandi. 1 skýrslu um viðtal Kai Nissen við Godt- fredsensegirm.a.: „Godtfredsen hefur við fyrri heimsókn til íslands fyrir tveim árum útvegað Marshallpeninga, þannig að hægt væri að senda út minni háttar fréttablað frá Al þýðusambandinu, og þessi hjálp virkar enn (1954). Godtfredsen sá einnig svo uni að „Þrælabúðir Stalíns” voru prentaðar og sendar út rétl fyrir Alþýðusambandsþing fyrir tveim árum. Hann kannar nú mögu- leikana á að veita stuðning í gegnum „pro duktivitets-udvalg” sem nýlega hefur verið stofnað, þannig að á þann hátt verði mögulegt að veita upplýsingar sem.mikil þörf cr á til að konia kommúnistunum á undanhald”. Ljóst er því að sú „ráðstöfun” Banda ríkjamanna að hvetja verkalýðsleiðtoga á Norðurlöndum til að koma til íslands og vcita mikilsverða aðstoð hefur verið fram kvæntd og samtimis er hér sendifulltrúi í verkalýðsmálum til að bera fé í hægri ntcnn sem réðu forystu ASÍ á þessum árum, ogeinnig til að hafa áhrif á kosning- ar til ASÍ-þings.

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.