Dagfari - 01.02.1979, Blaðsíða 20

Dagfari - 01.02.1979, Blaðsíða 20
20 Rafn Gudmundsson: ISLAND GEGN NATÓ Það er ekki langt síðan forseti Banda- ríkjanna hét Johnson. Hann er nú dauður og flestum gleymdur þótt hann sé einn af mestu illvirkjum okkar tíma. Hann tók hundinn sinn upp á eyrunum og varð frægur af en lét ekki þar við sitja, hann lét með köldu blóði myrða tugi af ekki hundr- uð þúsunda varnarlausra Víetnama og varð af enn frægari, hann klappaði Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra íslands á kollinn, en án þess að það yrði þeim félög- um til nokkurs verulegs vegsauka. Þetta tvennt siðasttalda: að steypa log- andi napalm yfir vamarlaust fólk í þeim tilgangi að steikja það lifandi og sýna það lítillæti að gefa gaum að íslenskum for- sætisráðherra, kann í fljótu bragði að virð- ast óskylt, en er það alls ekki, ef nánar er að gáð. Hvort tveggja tjáir einlæga um hyggju forsetans fyrir hinu kapítaliska markaðskerfi sem hann var einskonar for- stjóri yfir. í fyrra tilfellinu örvæntingar- fullar tilraunir til þess að kúga til undir- gefni þá fátæku og réttlausu sem sáu sínum málum betur borgið með öðrum hætti en þeim, að vera þrælar umboðs- manna heimskerfis auðvaldsins, í seinna tilfellinu sennilega alveg einlæg velþókn- un á því sem Bjarni Benediktsson hafði unnið sem sýslumaður þessa sama kerfis. Ég nefni þetta hér í byrjun til þess að undirstrika við hvað er að eiga þegar reka skal herinn úr landi. Það er samá hernað ar- og auðvaldsófreskjan og vopnað hefur Shan af tran, styður Sómósa í Níkaragúa með ráðum og dáð, heldur lifinu i Smith stjórninni í Zimbabwe, beitir öllum ráðum til þess að létta Suður-Afríkustjórn róður inn, stendur að baki górillustjórnanna í Suður-Ameriku og þannig mætti lengi telja. 1 baráttunni gegn hersetunni á íslandi hefur trúlega alltof litill gaumur verið gcf- inn að þessum staðreyndum og margir herstöðvaandstæðingar beinlínis gengið með mynd Moggans af „vamarliðinu” sem meinleysis greyjum sidragandi skip- brotsmcnn úr sjó um borð í þyrlur sínar ætlaðar til manndrápa. Þó hefur skilningurinn á eðli bandaríska hersins sem alþjóðlegs kúgunartækis alltaf verið einn af snörustu þáttum herstöðva- andstöðunnar og baráttunnar gegn Nato aðildinni. Þótt margir hafi trúað þvi og trui því enn að bandaríska hernum sé dreift um allar jarðir, eða bandalög gerð við ein- hverja þorpara um að hlaupa í skarðið fyrir hann, vegna Rússa þá er það aöeins yfirskyn og réttlæting. Fremsta og raunar eina hlutverkið er að viðhalda markaðs- kerfi auðvaldsins. En það heitir ekki svo; — af Rússum stafar hættan og reyndar einni og annarri óþjóð í þróunarlöndun- um, en þar er nú oftast vaskur flokkur málaliða vopnaður og reiðubúinn að sjá til þess að ekkert fari úrskeiðis. Oft eru þar Rússar með í spilinu. Þess vegna er um þá njósnað, fylgst með, eftir þeim hlustað um þá spurt, athugaðir, stúderaðir, á þeim tékkað — og menn passa sig á þeim. En herinn er á Islandi af fleiri ástæðum en þessum heimspólitísku sem minnst er á hér að framan, sjálft hernaðarbáknið lýtur eigin lögmálum og aflar sér tckna. Þótt mörg skip rússneska flotans sigli hvergi nema á skrifstofum Pentagon þá er hann einn af mjólkurkúm báknsins og henni og beitt á íslandsmiðum. Frá Keflavík er skyggnst um eftir þessum flota — ekki fá þeir annað séð sem það gcra en að flotinn sé bæði mikill og illvigur. Svo er Nato ráð- herrum hóað saman og þeim sýnt hve al- varlegt ástandið er og þcim sagt að þeir vcrði nú að skaka fram peninga. Annars geti hann staðið á bæjarhellunni, þegar minnst varir; — Rússinn skítblankur, Ijótur og leiðinlegur, illa skæddur og klæddurgömlum móði. Enn er það eitt scm stuðlar að hersct unni á Islandi og það er yfirstéttin i land inu, sem auðvitað vill fyrir Itvern mun standa í skjóli bandaríkjahers, nteð þær stofnanir sem notaðar eru til þess að hirða afraksturinn af striti alþýðunnar: Inn og útflutningsverslunina, álverið, Coldwatcr, Flugleiðir, Eimskip, Aðalverktaka og allt hvað þeir heita máttarstólpar efnahagslífs- ins. Auk þess sem vel hefur gefist að tvinna saman andófið gegn hinum „vitis- rauðu klóm i austri” og óaflátanlegri varn- arbaráttu „vinnuveitenda” gegn þeim óvinum samfélagsins, sem heimta meira kaup en það sem hagrannsóknarstjóri og seðlabankastjóri hafa reiknað út með vin- samlegri aðstoð sérfræðinga Alþjóðabank- ans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ekki skulum við loka augunum fyrir þeim möguleika að Rússar bruggi okkur launráð — þótt ekkert bendi til þess nema álit bandariska hersins. Þá vaknar spurn- ingin hver varnarmáttur Keflavíkurstöðv arinnar sé — „ef til styrjaldar kemur” eins og frasinn hljóðar, rétt ewins og ekki sé styrjaldarástand í í Libanon, Namibiu, Ar- gentínu eða á Norður-lrlandi: ég minnist þess ekki að hafa heyrt neinn halda því fram að kanar í Keflavik geti varið landið fyrir árás Rússa enda Ijóst af frantansögðu að það er alls ckki hlutverk þeirra. Hins vegar er herstöðin ógnun við heimsfriðinn sem svo er nefndur. Þvi þótt Einar Ágústsson vilji ekki öðru trúa en því að engin kjarnorkuvorp séu í Keflavik, þá er eins vist að Rússar trúi því ekki og bcini þvi hingað sinum varnar-, gagnárásar og árásarvopnum. Þetta er ástæða nóg til þess að gera allt til þess að koma hernum úr landi en hitt er þó mikilvægara og gcrir hersetuna að þvi hápólitíska máli sem hún er, að hersctan hindrar eðlilega þróun ís- lcnsks samfélags. Mest ber á þvi á sviði efnahags- og menningarmála. Þetta er öllum Ijóst og illur grunur hægri manna um að eitthvað voðalegt gerist (Stalin! Gúlag! Prag!), ef herinn fari er auðvitað tjáning á óttanum um að yfirstéttin missi forréttindi sín. Af þessu hygg ég að baráttan gegn her- setunni og baráttan fyrir alþýðustjóm verði að haldast í hendur og að sigur verði

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.