Dagfari - 01.02.1979, Blaðsíða 8
8
Bragi: Almenningur hugsar ákaflega
lítið um pólitík alla jafna, fólk hugsar unt
sitt einkalif og þess háttar, en ekki unt
pólitík nema við einstök tækifæri. Her
stöðvaandstæðingar myndu standa betur
að vígi ef til þjóðaratkvæðagreiðslu kæmi.
Þeir hafa öll vopnin í hendi sér. Þeir eru
miklu betur undirbúnir en andstæðingam-
ir.
Jónas: Mér dettur i hug að ef við
hefðum eina spurningu, mundi fylgja
henni tímasetning?
Bragi: Já, það er varla hægt að koma
hernum úr landi í einni svipan svoeinhver
tímamörk yrðu að vera. Það er vel hugsan-
legt að hafa þau í spurningunni.
Þorsteinn: Eins mætti hugsa sér að í
samþykkt Alþingis yrði þess getið hvenær
brottför hersins yrði framkvæmd, ef hún
hlyti samþykki.
Guðmundur: Mig langar til að vikja að
eins að því sem Jónas minntist á áðan,
hvort krafan um þjóðaratkvæðagreiðslu
yrði til að efla starfsemina, áður en
ákvörðun um hana yrði tekin, eða bara
eftir að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði ákveð
in. Ég var einn af flutningsmönnum tillög-
unnar um þjóðaratkvæðagrciðslu á lands-
fundinum, og þótti slæmt hversu illa hann
var sóttur. Ég hafði svo hugsað mér
dæmið þannig, að miðnefnd beitti sér af
alefli fyrir því að kynna þetta mál sem
allra best, meðal allra starfshópa og út um
allt land, áður en mikið væri farið aðsetja
þessa kröfu fram opinberlega, og tryggð
yrði samstaða um hana. Það er stundum
sagt að ef þessi krafa um þjóðaratkvæða-
greiðslu næði fram að ganga, og tillagan
um brottför hersins felld, þá væri búið að
festa málið. En ég held að það yrði veru
legur sigur ef við lengjum eitthvert fylgi
að marki umfram það sem þingfylgi gefur
tilefni til að ætla. Það myndi ýta við fram-
sókn og krötunum sem yrðu að hugsa
þessi mál út frá sínu kjörfylgi.
Jönas: Já, og kannski kollvarpa stefnu
Alþýðuflokksins.
Bragi: Ef hægt er að tala um að hann
hafi stefnu.
Jónas: Hann er alveg hreinn á móti
okkur.
Guðmundur: En það eru menn þar i
flokki, sem lýst hafa yfir stuðningi við
málstað okkar og jafnvel i þingliði
flokksins. Það virðist nú vera þannig á
þeim bæ að menn megi gera bara það sem
þeim sýnist.
Þorsteinn: Það er reyndar gömul hefð í
Alþýðuflokknum að ungkratarnir séu á
móti hernum.
Jónas: Svo aftur sé vikið að þvi, að hér
er ekki hefð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu,
ekki er gert ráð fyrir henni i lögum. Það
mundi breyta afstöðu minni ef það breytt-
ist og ég er þvi fylgjandi. Þá væri væntan-
lega auðveldara að koma kröfunni fram.
En heldur þykir mér leiðinlegt að hafa
þetta mál í spyrðu með öli og prestskosn-
ingum.
Guömundur: En hvaða líkur er þá til
þess eins og þing er samsett nú að koma
þessu i gegn?
Hallgrimur: Það er mjög ólíklegt, það
eru mjög skiptar skoðanir hjá Alþýðu-
bandalaginu um þetta mál og hinir flokk-
arnir munu ekki beita sér fyrir því. Ef við
bregðum fyrir okkur bjartsýni, þá er
kannski hægt að hugsa sér að þetta náist
fram eftir 4 eða 8 ár, og þá fyrst byrjar
aðalslagurinn. En fram að þeim tima, ef
samtökin setja þetta á oddinn, þá hlýtur
að fara fram þessi uppbygging sem við
þurfum. Þá munum við ná tengslum við
verkalýðshreyfinguna, ræða þennan
möguleika um friðlýsingu Norður-
Atlantshafsins og gera okkur grein fyrir
því, hvað gerist þegar herinn fer. Þess
vcgna er gott að koma fram með kröfu um
þjóðaratkvæði. Hún setur okkur vissa
ábyrgð á herðar — að byggja upp sam-
tökin.
Guómundur: Já heldur að aðdragandinn
veðri svona langur.
Hallgrimur: Það hlýtur að vcra. Styrk-
leikahlutföllin á alþingi núna eru alls ckki
þjóðaratkvæði í vil.
Þorsteinn: Það sem skiptir ntáli nú, er
að koma málinu almennilega á flot. Þar
reynir á samtökin sjálf. Hvcrnig meta
mcnn möguleika samtakanna á því að
koma þessu á flot, inn í almenna umræðu.
Guðmundur: Það er erfitt, sérlega vegna
þess að þessi flokkur, sem annars hefur
stutt okkar mál er því andvígur. Það tor-
veldar okkur að koma þessu inn i almenna
umræðu.
Bragi: En það er Ijóst að við erum rétt
að byrja þessa baráttu, en það er trú mín
að eftir því sem menn ræða þetta betur og
fleiri hugsa þetta mál, þá muni þessi krafa
hljóma víðar og víðar. En við þurfum að
kynna hana vel innan samtakanna, á
fundum á þeirra vegum og annars staðar
þar sem við getum tekið til niáls.
Guðmundur: Þess má geta, að þó að
þetta hafi verið fámenn landsráðstefna þá
var hún sótt einkum af því fólki sem hefir
verið virkast i samtökunum og það var
það sem samþykkti þessa tillögu. Mér
hefur líka sýnst, þegar ég hef farið á fundi
m.a. uppi á Akranesi og þegar þetta mál
hefur verið reifað, og það væri ansi góður
hljómgrunnur fyrir þessu.
Bragi: Það er greinilega ckki nóg að
semja starfsáætlanir, ef þær falla ekki inn í
einhverja heildarbaráttuaðferð. Maður
heyrir fólk segja „Þetta gengur ekki. Það
cr búið að stússast í þessu i 30 ár og ekkert
gengur. Það væri getra að beina kröftum
sinum á einhvern annan vettvang”. Þessu
verður að brcyta. Þessi stjórnlist sem hér
er til umræðu ætti að geta breytt þessu og
gefa fólki von um að eitthvað sé hægt að
eera.
Jóíias: Já, ég hefi nú mínar efasemdir.
Hins vegar má það gjarnan koma fram að
ég tel að allar umræður og jafnvel átök um
þetta mál innan SHA og jafnvel utan geti
verið málefninu til góðs — ég hef það
mikla trú á málefninu. Við þurfum þó að
vinna jarðveginn töluvert betur, áður en
við getum verið vissir um, að það sé rétt að