Dagfari - 01.02.1979, Blaðsíða 10

Dagfari - 01.02.1979, Blaðsíða 10
10 efnahagsleg og félagsleg tcngsl þarna á milli. Jönas: Er með eingangrun hersins átt við að skera á öll tengsl við hann? Guömundur: Það hefur mér að minnsta kosti skilist, að skera á öll tcngsl og girða herinn af og svo verði þcir að sjá sér fyrir öllu sínu sjálfir. Þótt herinn væri einangr- aður þá stafar af honum hætta, hann er skotmark eftir sem áður. Það sem ynnist með því losa þessi tcngsl er að það drægi úr þeim áhrifum sem atvinna kringum herinn hefur á afstöðu manna. E.t.v. væri svona einangrun heppilegur undanfari þjóðaratkvæðagreiðslu. Jónas: Óneitanlega er það ein af megin- ástæðum þess aðvið erum á móti hernunt að af honum stafár hætta, þótt ekki sé öll sagan sögð þar mcð. Fylgjendur hersins hins vegar hafa jafnan haldið því frant, að hann væri nauðsynlcgur vegna öryggis, þó auðvitað leiki efnahagslegur þáttur hans stórt hlutverk i þeirra augum. Ef herinn yrði einangraður myndu kristallast út mjög mikilvæg rök á málinu, og það ein faldast. Við myndum benda á hættuna en þeir á öryggið og svo gætum við rifist um það. Þorsteinn: Méð því að einangra herinn myndum við draga úr þcim neikvæðu áhrifum, sem herinn hefur á þjóðfélagið og slæva þann þyrni sem htrinn er í þjóð- lifinu. Það sem við myndum vinna myndum við e.t.v. tapa aftur á því, að fólk yrði enn áhugalausara um málið. Hallgrímur: Ég held að ef við einangr- uðum herinn yrði eftirlcikurinn mun auð- veldari. Aronskan er okkur afar hættulcg og einangrur mundi kippa fótunum undan henni. Þorsteinn: Það stenst ekki, því ef við einangrum herinn, þá getur Aron sagt: „Við skulum taka leigu fyrir þetta land" eftir sem áður. Bragi: Finnst ykkur ekki vera mótsögn i þessari kröfu, við viljum að Itcrinn fari og líka að hann veri, bara cf liann er einangr- aður? Við getum euðvitað barist gegn ákveðnum tengslum, sem myndast milli hersins og þjóðfélagsins, en þetta getur alls ekki verið okkar aðalkrafa. Hallgrímur: Alls engin aðalkrafa, nei, en kannski áfangi. Þorsteinn: Á sínum tínia voru ýmsir herstöðvasinnar því fylgjandi að einangra herinn t.d. Guðmundur í. Guðmundsson og töldu það sér í hag. Jónas: Já, það er ljóst. stæðinga að berjast fyrir. Jónas: Nci, þetta er áfangamcnnska. Hallgrimur: Alla vega mundi cinangrun hcrsins ýta undir atvinnuuppbyggim>u á Suðurnesjum. Jónas: En þó að það væri jákvætt frá því sjónarmiði, þá er það alla vcga ekki mikið baráttumál, þegar á heildina er litið. Haukur: Hvað um verkalýðshreyfing- una? Þorsteinn: Á siðasta þingi ASÍ var borin upp og samþykkt tillaga gcgn hernum og NATO og þcssi santþykkt markar að sinu leyti timamót og vonandi að þcssu verði fylgteftir. Jónas: Já, ég held að þetta geti verið > mjög mikilvægt, að fá samtök, sem ekki cru pólitisk og ekki eru flokksbundin til að taka upp þetta mál. Þar eru auðvitað fleiri samtök en ASÍ, sem konta til grcina. Hallgrímur: Aðalatriðið er að fá frant umræðu um þessi mál i þessum samtökum það er ekki nóg að gera einhverja sam- þykkt. T.d. frétti ég af samþykkt I Dags- brún, þar sem engar umræður urðu um til- löguna. Bragi: Ef ég man rétt samþykkti siðasti landsfundur ákveðna áætlun i þessum efnum, þar sem einmitt var bent á að verkalyðsrheyfingin hefði ályktað um þessi mál og ennfrentur að það þurfi að fylgja þessunt málurn eftir innan félag- anna. Guðmundur: En þar er Ijón á veginum, þar sem starfscmi verkalýðsfélaganna er afar dauf, t.d. var BSRB ntcð leshring unt auðhringa fyrir skemmstu og var hann illa sótturoglitilláhugi. Haukur: Jæja, er flcira, sem menn vilja konta á framfæri eða segja að lokum? Hallgrímur: Þið verðið bara að setja eitthvað spaklegt í endann.

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.