Dagfari - 01.02.1979, Blaðsíða 19

Dagfari - 01.02.1979, Blaðsíða 19
19 Jón Gudni Kristjánsson: ÚR LEYNISKÝRSLUM BAWDARÍSKA UTARRÍKISRAÐUNEYTISINS 1949. I marsmánuði 1976 hóf Mort’unblaðið að birta úrdrætti úr skýrslum handaríska utan- rikisráðuneytisins um viðræður handariskra og íslcnskra ráðamanna frá árinu 1949. Skýrslurnar hiifðu vcrið gcfnar út í Bandaríkjunum cftir að hafa vcrið lcyndarskjöl í 25 ar. Það var í mars 1949 að sendinefnd frá íslandi fór til Bandaríkjanna til viðræðna um Atlantshafssáttmálann og um hvort ísland skyldi verða stofnaðili að N,- Atlantshafsbandalaginu N.A.T.O. 1 sendi- nefndinni voru ráðherrarnir Bjarni Bene- diktsson, Emil Jónsson og Eysteinn Jóns- son. Auk þeirra voru í viðræðunefndinni sendiherrarnir Hans G. Andersen og Thor Thors. Morgunblaðið sagði um ástæður fararinnar: Íslendingar vilja hafa fulla tryggingu fyrir þvi að þátttaka þeirra í Norður-Atlantshafsbandalaginu kosti þá ekki hersetu í landi þeirra eða almenna herskyldu ... Meðferð þessa máls hér heima hlýtur að verða sú þegar utanrikis- ráðherra kemur heim mun hann gera al- þingi og þar með þjóðinni grein fyrir efni sáttmálans og viðræðunum vestra. Sú kynning á efni Norður-Atlantshafs- sáttmálans, sem Mbl. talar hér um varð heldur losaraleg. Skýrsla þátttakenda um viðræðurnar birtist í Morgunblaðinu 27. mars en í Tímanum 29. mars. Sama dag var tillaga um aðild að N.A.T.O. tekin til umræðu á alþingi, barin í gegn og sam- þykkt daginn eftir þann 30. mars og er sú saga herstöðvaandstæðingum vel kunn. I yfirlýsingu nefndarmannanna vareinkum lögð áhersla á tvennt; að hverri þjóð væri frjálst að ákveða sjálf hvert yrði framlag hennar til starfsemi N.A.T.O. og að ekki yrði farið fram á að hér yrði til staðar her á friðartímum og þess ekki krafist að Ís- lendingar stofnuðu eiginn her. Þetta voru forsendur alþingissamþykktarinnar frá 30. mars 1949. Það var raunar orðið Ijóst áður en þess- ar viðræður áttu sér stað að forustumenti Framsóknar, Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- flokks voru flestir hlynntir aðild að N.A.T.O. þótt þeir óttuðust andstöðu al- mennings eins og vinnubrögð þcirra sýndu. Það kcniur m.a. fram í leyniskýrsl- unum að Bjarni Benediktsson hafði tjáð bandaríska sendiherranum i Reykjavik áhyggjur sínar vegna styrks þjóðernissinn aðra alla og sendiherrann gcrði stjórn anni grem l'yrir áhvg.uium utanríkisráð hcrrans. Bandartsku þátttakendurmr i unuæð- unum fullvissuðu islensku viðræðunefnd- ina um að þess yrði ekki farið á leit að Is- lendingar tækju við erlendu herliði né stofnuðu her. Um síðarnefnda atriðið þarf naumast mikið að ræða en spyrja má um heilindin í því fyrra. Bandaríski herinn kom til landsins tveim árum eftir að Ísland gerist aðili að N.A.T.O. og áður hafði átt sér stað uppbygging á Keflavikurflugvelli þvi til undirbúnings. Á öðrum stað i skýrslunum en þeim sem greinir frá við- ræðunum sjálfum er rætt um það takmark Bandarikjamanna að hér geti verið til staðar herlið og aðstaða til taks ef horfur væru á ófriði. Bandaríkjastjórn virðist hafa litið svo á að stjórnmálaástandið á Is- landi væri þeim óhagstætt og að Nato- aðild myndi brcyta valdahlutföllum þeim í hag og draga úr styrk vinstriaflanna. Nokkrar umræður uröu um hugsanlcga rússneska árás og með hverjum hætti hún kynni að ciga sér stað. Það varð niður- staða þeirra umræðna að slík innrás væri ekki yfirvofandi, Bandaríkin myndu að líkindum komast á snoðir ef slik innrás stæði fyrir dyrum og þau myndu ekki þola slíka innrás burtséð frá þvi hvort Island væri aðili að N.A.T.O. eða ekki. Að fenginni þessari niðurstöðu snerust umræður um stjórnmálaástandið innan- lands. Bjami Bcnediktsson lýsti því yfir að íslenska lögreglan væri fámenn og lítt til átaka búin, að kommúnistar geti hrifsað til sín völdin hvenær sem væri og íslend- ingar þurfi vernd gegn óspektum komm- únista. Bjarni taldi að mikill hluti lslend- inga væri andvígur öllum her og að þjóð- ernissinnuð viðhorf sköpuðu andúð gegn aðild að hernaðarbandalagi. Hann taldi „erfitt að ala þjóðina upp og breyta hugs- anagangi hennar.” Þegar þessi orð eru töluð var enn hálfur mánuður í átökin 30. mars. Hvaða óspektir var þá Bjarni að tala um og hvaða óeirðalýður hafði sýnt sig í því að vera stærri ógnun við íslenska lýð- veldið en svo að það gæti varið sig fyrir henni? Engar óeirðir höfðu þá geisað á ts- landi í náinni fortíð. Hins vegar hafði is- lensk verkalýðshreyfing staðið einhuga gegn öllum áformum um hersetu á tslandi. Nægir þar að minna á að allsherjarverkfall stóð i landinu í heilan dag þegar Keflavík- ursamningurinn var gerður 1946. Niður- staða viðræðnanna birtist síðast í skýrsl- um þeim sem birtust þýddar í Morgun- blaðinu. Segir þar að Bandaríkin fallist á sérstöðu íslands sem hvorki muni stofna her né þurfa að þola erlendan her í land- inu. Þá er varnarleysi íslensku lögreglunn ar skilgreint sem vandamál sem ísland og Bandaríkin yrðu að leysa i sameiningu og þá með bandarískri aðstoð við upp- byggingu lögreglunnar. Þá er lýst yfir að Bandaríkjunum beri að styðja við bakið á íslendingum efnahagslega til að efnahags- örðugleikar yrðu ekki vatn á myllu stjórn- málaafla sem væru andstæð bandariskum hagsmunum. Yfirlýsingar íslensku ráðherranna við heimkomuna komu ekki inn á þessi við- kvæmu mál sem varla var von. „Við gerðum tnargar fyrirspurnir til Achesons utanríkisráðherra Bandarikjanna og fengum greið svör”, sagði Eysteinn Jóns- son stutt og laggott við heimkomuna í samtali við Tímann. Bjarni Benediktsson sagði að Acheson hefði lýst skilningi sínum á því að íslendingar vildu ekki er- lendan her í landinu á friðartímum. „Er því allur ótti um að fram á slíkt verði farið við okkur ef við göngum i bandalagið ger- samlega ástæðulaus.” Norður-Atlantshafssamningurinn var þvi lagður fyrir alþingi sem samningur sem átti að tryggja að Íslendingar yrðu ekki fyrir árás úr austri án skuldbindinga i staðinn. Islenskur almenningur stóð hins vegar frammi fyrir gcrðuni hlut 30. mars.

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.