Dagfari - 01.02.1979, Blaðsíða 2
2
Ásgeir Daníelsson:
HERINN OG EENAHAGS
5RÓUH Á ÍSLAHUI
Fáránleiki auðvaldsskipulagsins kemur
kannski hvergi jafn skýrt í Ijós og þegar sú
staðreynd er athuguð, að framleiðsla vig-
véla og alls kyns drápstækja hefur nú um
langt skeið verið einn af hornsteinum
þessa skipulags. Hernaðarstefnan hefur
ekki aðeins miðað að því að byggja upp
hernaðarmátt, sem gæti verndað hags-
muni auðvaldsins heima og erlendis. Hún
hefur einnig haft það markmið að tryggja
markað fyrir mikilvægar iðngreinar og
sporna þannig gegn áhrifum offram-
leiðslukreppunnar.
Um síðastliðin aldamót byrja ýmsir hag-
færðingar að benda á þetta nýja hlutverk
hernaðarstefnunnar. Efnahagsþróunin
fyrir fyrri heimsstyrjöldina einkenndist
augljóslega af mikilvægi vígbúnaðarkapp-
hlaupsins. Það sama kom einnig í Ijós á 4.
áratugnum. Mörg auðvaldsríki náðu sér
fyrst upp úr sleni kreppunnar miklu þegar
viébúnaðurinn fyrir seinni heimsstyrjöld-
ina var í fullum gangi. Mikilvægi vígbún-
aðar fyrir efnahagslíf auðvaldsins hefur þó
aldrei komið jafn skýrt í Ijós og á þeim ára-
tugum sem nú eru liðnir frá lokum síðari
heimsstyrjaldarinnar. Ein af undirstöðu-
greinum efnahagsþenslunnar i auðvalds-
heiminum 1947—65, rafeindaiðnaðurinn,
á tilkomu sína og viðgang vígbúnaði að
þakka. Hergagnakaup auðvaldsríkja eru
afgerandi fyrir afkomu flestra stærri fyrir-
tækja í Bandaríkjunum, Brellandi og
víðar. Mikilvægi hergagnakaupa auð-
valdsríkja fyrir þungaiðnaðinn, sem er sér-
staklega viðkvæmur fyrir áhrifum offram-
leiðslukreppunnar, er einnig ótvírætt.
Mikilvægi hernaðarútgjaldanna fyrir
efnahagslíf auðvaldsins -íapar sýnd
artengsl milli vígbúnaðar og hagsmuna
verkafólks. 1 mörgum auðvaldsríkjum
vinnur verulegur hluti verkafólks (svo
skiptir prósentum) beint við hergagna-
framleiðslu, eða hjá fyrirtækjum, sem
byggja afkomu sína að verulegu leyti á
framleiðslu drápstækja. En þessi hags-
munatengsl eru einungis á yfirborðinu. í
sérhverju þjóðfélagi er framleiðsla vígvéla
og rekstur hers þungur baggi. Verulegur
hluti af vinnuaflinu, tækjum og húsnæði,
sem hægt væri að nýta til annarra og þarf
ari hluta, er nýtt til að efla herstyrk, sem
nota á í innbyrðis samkeppni auðvaldsríkj-
anna — og gegn baráttu verkafólks. í
þessu samhengi sést augljóslega að raun-
verulegir hagsmunir verkafólks felast í bar-
áttu fyrir því að útgjöld til hermála séu
minnkuð og þeir fjármunir sem þannig
sparast séu notaðir til að auka félagslega
þjónustu, eða minnka skattabyrði launa-
fólks; að það vinnuafl og þau framleiðslu-
tæki, sem í dag er notað til framleiðslu á
vopnum og til reksturs fjölmennra herja
auðvaldsrikjanna, verði notúð til fram-
leiðslu á vörum og þjónustu sem auka
velferð fólks. Ef auðvaldið neitar að ráð-
stafa þeim fjármunum, sem í dag er varið
til vígbúnaðar, á annan hátt og sporna
þannig gegn atvinnuleysi þeirra sem nú
vinna við hergagnaframleiðslu, þá sýnir
það ekki að verkafólk hafi hag af vígbún-
aðinum. Slík viðbrögð af hálfu auðvalds-
ins sýna þvert á móti hversu nauðsynlegt
það er fyrir verkafólk að afnema auðvalds-
skipulagið.
Baráttan gegn vigbúnaði er'í dag bar-
átta gegn voldugri þungamiðju í valda-
kerfi auðvaldsins. Reynsla undanfarinna
ára sýnir að auðvaldið kýs heldur að ögra
verkalýðsstéttinni með niðurskurði félags-
legra útgjalda og launalækkunum, heldur
en að draga úr vigbúnaði sínum. Barátta
gegn hernaðarstefnu auðvaldsins verður
þess vegna barátta gegn auðvaldsskipu-
laginu; því skipulagi, sem af pólitískum og
efnahagslegum ástæðum elur óhjákvæmi-
leg af sér hernaðarstefnu.
Herinn og gjaldeyristekjur ís-
lenska auðvaldsins
Saga islensku borgarastéttarinnar unu
an farin 40 ár cr að verulegu leyti saga af-
ætunnar, sem nærst hefur á stríðsbrölti
voldugari vina sinna. Atvinnubyltingin í
kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar varð
möguleg vegna mikilla gjaldeyristekna í
tengslum við umsvif hernámsliðsins og
það okurverð sem styrjaldaraðstæðurnar i
neyddu erlendar þjóðir til að greiða fyrir
íslenskan fisk. „Blessunarríkum áhrifum"
styrjaldarinnar var vart lokið áður en 4
djúpstæðasta kreppa eftirstriðsáranna
skall á. Það var ekki fyrr en árið 1953, sem
efnahagslífið tekur að rétta við á nýjan
leik og þá í beinum tengslum við fram-
kvæmdir á vegum bandaríska hernáms-
liðsins.
Á siðari árum hefur íslenska auðvaldinu
vaxið nokkur fiskur um hrygg og það er
ekki jafn háð hernaðarbrölti heimsvalda-
sinna og áður. Mikilvægi bandarisku her-
stöðvarinnar fyrir efnahagslíf íslenska
auðvaldsins er þó cnn verulegt.
Til þess að gera okkur grein fyrir mikil-
vægi bandarísku herstöðvarinnar undan-
farin ár, þá skulum við athuga nokkrar
uilur um efnahagslcg áhrif hersins. Hér
fyrir ncðan er tafla, sem sýnir hve stór
hluti af viðskiptatekjum tslands (þ.e.
samanlögðum tekjum fyrir útfluttar vörur
og þjónustu) voru hreinar (nettó) gjald-
eyristekjur af þjónustu við herinn. I töfl-
unni er einnig sýndur fjóldi íslendinga,
sem störfuðu hjá hernum, verktökum
hans og þjónustufyrirtækjum hans.
^i'WXSáFN