Dagfari - 01.05.1992, Síða 5

Dagfari - 01.05.1992, Síða 5
Dagfari Keflavíkurgangan frá Vogum í Kúagerði, steinsteypt Rekjanesbrautin hörð undir fæti en úfíð hraunið takmarkað augnayndi. En maður ræðir við félagana um landsins gagn og nauðsynjar því gönguhraðanum er stillt í hóf þótt fánaberunum í fararbroddi hætti oft til að verða nokkuð stórstígum. í Kúagerði tók sólin að skína meðan Jón Hjartarson las upp og Bjartmar Guðlaugsson söng. Margir fækkuðu fötum næsta spölinn en þegar nálgaðist álverið í Straumsvík kólnaði skyndilega og töldu margir það táknræna ráðstöfun veðurguðanna. Við áninguna í Straumsvík messaði Einar Valur Ingimundarson yfír göngufólki og ræddi m.a. um ræðuhöldum. Guðmundur Þengilsson og Sigþrúður Gunnarsdóttir fluttu ræðu og hópur leikara leikþátt sem nefndist „Á vængjum stríðsins út úr torfkofanum.“ Flytjendur voru Jón Proppé, Jakob Þór Einarsson, Lilja Þórisdóttir og Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir. Margir voru hins vegar göngulúnir og drifu sig heim fljótlega enda hættir fólki við að stífna upp eftir slíka áreynslu. Einnig var nokkuð tekið að kólna. Talsvert af nýju fólki kom úr bænum á samkomuna og þessa kvöldstund var fólk að koma og fara á Lækjartorgi fram yfír klukkan 23 en þá var fundi slitið. mengun af völdum hersins. í Hafnarfírði var staldrað við góða stund á Víðistaðatúni því þar fóru fram útitónleikar þar sem Hörður Torfason, Bubbi og hljómsveitin Gildran tróðu upp við góðar undirtektir. Síðan var þrammað sem leið liggur í Kópavoginn þar sem síðasti áningarstaðurinn var við Þinghól. Þar ávarpaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir mannsöfnuðinn . Það má geta þess að göngunni fylgdi rúta, sem menn gátu sest upp í og hvílt lúin bein, og matarvagn þar sem súpa var framreidd við vægu verði. Niður á Lækjartorg var komið rétt upp úr níu og hófst þá útifundur með söng og 5

x

Dagfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.