Dagfari - 01.11.1998, Blaðsíða 7

Dagfari - 01.11.1998, Blaðsíða 7
kemur að hernaðarátökum í Evrópu, eins og við höfum séð á Balkanskaga. Hitt er svo annað og stærra mál, hvort menn eru tilbúnir til að fallast á að nokkur auðvaldsríki á Vesturlöndum, velji sér hlutverk alheimslögreglu. Höfum við einhverja ástæðu til að ætla að „nýtt og betra Nató" muni á nokkurn hátt duga til að tryggja ffið og samstöðu í heiminum? Erum við ekki, með því að leggja traust okkar á slíkt fyrirbæri, að samþykkja hug- myndina um vopnaðan frið. Frið sem er tryggður með hótunum um valdbeitingu. Hótunum, sem menn yrðu að vera reiðubúnir til að ffamfylgja. Nei, slík ffamtíðarsýn er óviðunandi. Og ég get ekki fellt mig við að vera settur í þá stöðu sem Nató-and- stæðingar hafa verið settir í hvað eftir annað, að þar sem þeir séu á móti Nató, þá sé það ÞEIRRA að benda á eitthvað annað „öryggis-kerfi“ sem gagn gæti verið að. Friðþór bregður á leik Af umræðunni um málefni hersins og Nató, hér á landi, mætti ætla, að umsvifin séu í dag orðin óveruleg og verði bráðum sjálfhætt. Nató sé að verða minna og minna hemaðar- bandalag og herinn sé óðum á förum. Andvaraleysi vinstri- manna hefur síst orðið til að draga úr útbreiðslu þessa misskiln- ings. Raunveruleikinn er hins vegar allur annar. Undanfarin ár hefur þvert á móti verið gengið stöðugt lengra í að gera herinn sýnilegri - að fá fólk til að fella sig við hann. í kalda stríðinu heyrði til hreinna undantekninga að Reykjavíkurhöíh fylltist af herskipum og Nató-sjóliðar sprönguðu um allar götur, en nú er það orðinn árviss viðburður. Annað hvert ár eru haldnar hér á landi umfangsmiklar heræfingar, sem verða stöðugt sýnilegri - það er stöðugt verið að ögra. Aftur og aftur birtist sama mynstrið. Friðþór Eydal kemur glaðbeittur og kynnir dagskrá næstu heræfingar, sem stöðugt

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.