Dagfari - 01.11.1998, Blaðsíða 8

Dagfari - 01.11.1998, Blaðsíða 8
gengur lengra í ögrununum. Fyrir nokkrum árum áttu æfing- arnar að hefjast 17. júní, en vegna reiðiöldu í samfélaginu var þeim seinkað um tvo daga - og tóku menn þá gleði sína á ný. Næst áttí að fljúga lágflug yfir hálendið þvert og endilangt og helst banna umferð um það á meðan, en eftir að herstöðvaand- stæðingar og aðilar í ferðaþjónustu brugðust ókvæða við, var látið nægja að taka nokkrar lágflugsdýfur og hljóðmúrinn ekki rofinn oftar en nauðsynlegt þótti. Síðar var lofað 2.000 sjóliðum í Reykjavíkurhöfn, með takmarkalausan útivistartíma - það var bakkað með það og sjóliðamir urðu ekki fleiri en nokkur hundruð i einu og allir sendir í bælið fyrir miðnætti. - Þetta er aðferðin sem viðhöfð er, fýrst er ögrað og kannað hversu langt verður komist og svo bakkað lítillega til að íslensk stjómvöld geti sýnt að þau láti herinn ekki vaða yfir sig. Sömu heræfingar em svo klæddar í felubúning, þar sem þeim eru alltaf fengin göfug aukaviðfangsefni. Hermenn á heræfingu henda heyböggum úr þyrlu á örfoka land í grennd við Mývatnssveit. Herinn og Almannavarnir halda sérstaka almannavarnaræfingu, þar sem sýnt er hvernig þungvopnað varalið hersins bjargar landsmönnum eftir Suðurlandsskjálfta. Og núna síðast kennir herinn landhelgisgæslunni að slæða upp tundurdufl úr seinna stríði. - Hægt og bítandi, skref fyrir skref, er íslendingum kennt að sætta sig við herinn, fara jafhvel að láta sér líka vel við hann - því að þegar öllu sé á botninn hvolft, þá séu þetta ekki alvöru hermenn, heldur meira svona eins og full- orðnir skátar. Hvað ber að gera? Við þurfum að rífa upp baráttuna gegn hemum og gegn Nató. Við þurfum að koma málinu aftur á kortið, vegna þess að núna er tækifæri til þess. í ljósi stöðunnar í heimsmálunum geta stuðningsmenn hersetunnar ekki svo glatt málað skrattann á

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.