Dagfari - 01.11.1998, Blaðsíða 20

Dagfari - 01.11.1998, Blaðsíða 20
Glæpir og hræsni Þessi afstaða vestrænna ríkja og glæpir þeirra breyta því auðvitað ekki að kjarnorkuvopnatilraunir indversku og pakistönsku ríkisstjórnanna eru glæpsamlegar. En við hljótum að segja, um leið og við fordæmum kjarnorkusprengingar Indverja og Pakistana: Við kreijumst þess að öllum kjarnorku- vopnum verði eytt. Við segjum við utanríkisráðherra íslands: Ef þú þykist mæla af heilum hug þegar þú fordæmir kjarnorku- sprengingar Indverja og Pakistana, stígðu þá skrefið til fulls og krefstu þess að kjamorkuvopn verði algerlega bönnuð og Bandaríkin, Bretland, Frakkland og öll önnur kjarnorkuveldi heQi þegar i stað eyðingu allra kjarnorkuvopna sinna. Og gerðu það lýðum ljóst að engin herskip frá þessum löndum em velkomin í íslenskar haíhir fyrr en þessu verki er lokið. Blómin í ánni I bókinni „Blómin í ánni“ er japanska konan Júka að segja bandarískum gesti sínum frá því hvers vegna systir hennar, Óhatsú, setur blóm í ána, þar sem móðir þeirra stökk logandi í vatnið skelfingarmorguninn 6. ágúst árið 1945: „Matsúí frænka segist aldrei geta gleymt ópunum og aldrei geta gleymt viðbjóðslegum dauninum af brennandi holdi. Það var hún sem þreif Óhatsú upp af árbakkanum, þar sem mamma hafði fleygt henni frá sér. Mamma rak upp angistaróp og stökk svo út í ána. Meðan hún lá í vatninu ásamt hinu fólkinu sneri hún unga og fallega andlitinu sínu að Óhatsú og leit á hana í síðasta sinn. Hún nefndi nafnið Óhatsú áður en hún drukknaði á þeim stað í ánni, þar sem þér sjáið blómin. Blómin hennar...“ Eg verð að þagna, get ekki haldið áfram. Ó, mamma-san, sviðin ásjóna þín starir á dóttur þína frá skolgráum öldum vatnsins. Um enni þitt er geislabaugur - logandi hárið. Ég sver,

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.