Aðventfréttir - 01.01.1990, Page 6

Aðventfréttir - 01.01.1990, Page 6
SUNNUDAGUR Þreytt á að bíða? Töfin, sem virðist vera orðin, reynir á kjark okkar og dug. EFTIR MADELYNN JONES-HALDEMAN ,,Hver er sá trúi og hyggni þjónn, sem húsbóndinn hefur sett yfir hjú sín aðgefa þeim mat á réttum tíma? Sœll er sá þjónn, er húsbóndinn finnur breyta svo, er hann kemur. Sannlega segi égyður: Hann mun setja hann yfir allar eigur sínar. En ef illur þjónn segir í hjarta sínu: ,,Húsbónda mínum dvelst," og hann tekur að berja samþjóna sína og eta og drekka með svölllurum, þá mun húsbóndi þess þjóns koma á þeim degi, sem hann vœntir ekki, á þeirri stundu, sem hann veit ekki, höggva hann og láta hann fá hlut með hrœsnurum. Þar verður grátur og gnístran tanna." (Matt. 24,45-51) ndurkoma Krists hefur verið á vörum kristinna manna í hartnær tuttugu aldir. Þó að lesandi við lauslegan lestur guð- spjallanna veiti því athygli, að Jesús fjallaði miklu meira um daglegt líf og það sem því tengist en endurkomu sína, er það engu að síður efni, sem mikið er fjallað um í Nýja testamentinu. I kenningum Sjöunda dags aðventista er bæði vikið að ,,tíma endalokanna” (sem hófst 1798 við lok 1260 ára ofsóknaskeiðs miðalda) og dóminum áður en Kristur kemur (sem hófst 1844, við lok 2300 ára spádómsins í Dan. 8,14). Þetta eru gildir vegvísar spádómanna, sem sýna greinilega hvar við erum stödd í tímans straumi. En auk þess að sinna þessum vörðum spádómanna, hafa sumir ákafir safnaðarmenn stundum fallið fyrir þeirri freistni að tilgreina næstum nákvæmlega hvenær Kristur muni koma. Þar sem mönnum er einungis kleift að lifa um skamman tíma í háspenntri eftirvæntingu og von, vekur ávallt slík viðleitni og mistök sár vonbrigði. Með þessu er ekki sagt að söfnuðurinn eigi að hætta að boða endurkomuna. En rétt væri af okkur að forðast að nota þá staðreynd, að stutt er til endurkomunnar, til að þrýsta á safnaðarsyskini að ,,vera viðbúin." Þess í stað getum við lagt áherslu á hvernig kristið fólk getur vaxið upp til Jesú Krists og orðið þroskaðar og afkastamiklar manneskjur. Árið 1851 skrifaði Ellen G. White: „Drottinn sýndi mér að boðskapurinn verður að berast áfram og má ekki bindast við ákveðinn tíma, því að tíminn verður aldrei prófsteinn á menn framar. Mér var sýnt, að sumir kæmust í óraunsæja æsingu sem stafaði af því að þeir prédikuðu tíma, að boðskapur þriðja engilsins getur staðið á eiginn grunni og þarfnast ekki tímans til stuðnings." Og árið 1892: „Við eigum ekki að vera niðursokkin í spurninguna um tíma og tíðir, sem Guði hefur ekki þóknast að opinbera. Jesús hefur beðið lærisveina sína „að vaka," en ekki gefið upp neinn sérstakan tíma" (Selected Messages, 1. bók bls. 188, 189). Kenningunni um endurkomu Krists hefur stundum verið misbeitt óafvitandi. Þessari fögru kenningu hefur verið lýst svo fyrir syrgjendum eins og von þessi ylli því, að kvölin og sorgin, sem þeir eru að verða fyrir, hyrfi eins og dögg fyrir sólu. Sumir benda á, að fólk sýni ekki merki sorgar í ljósi þess að koma frelsarans sé fyrir dyrum. Sem foreldrar og kennarar kunnum við að hafa gerst sek um að misnota fyrirheitið um endurkomu Drottins okkar, með því að hræða börn og unglinga til að tileinka sér hegðunarmynstur, sem við teljum nauðsynlegt til sáluhjálpar. Ekki að hafa áhyggjur Langversta framsetningin á kenningunni um endurkomu Krists er sú, þegar við, í stað þess að fræða fólkið um, hvernig það fái ráðið fram úr böli því og þeim áhyggjuefnum, sem það á við að stríða á líðandi stund, fullvissum við það einungis um, að drottinn komi skjótt og að það muni ekki þurfa að bera kvíðboga fyrir þessum vanda- málum framar. Guðfræði byggð á innantómum loforðum leggur okkur hvorki upp í hendurnar aðferðir til að glíma við aðsteðjandi vanda né veitir skilning á núverandi raunveruleika okkar eða ásigkomulagi. Kenningin um endurkomu Krists á að vera gleðigjafi en ekki sorgar, vonarneisti, ekki skugga- valdur, eindreginn ávinningur, ekki neikvæð upplifun, friður, ekki neyð. Það er dýrmæt sannfæring og vitneskja, að Guð skuli vera við stjórnvölinn og að sálu okkar vegnar vel. Ritningargreinin, sem varð fyrir valinu til að lesa í dag, Matt. 24, 45—51, hefur að geyma upp- fræðslu og visku fyrir þá, sem spyrja: „Hvað verður úr fyrirheitinu um komu hans?" Hún fjallar um þræl frá 1. öld. Þrælum var ekki umbunað fyrir það eitt að sinna skyldustörfum sínum. Sumir þrælar hlutu, sakir heiðarleika síns og trúmennsku í ráðsmennsku sinni, hærri stöður en aðrir heimilisþrælar. En samt voru þeir nú allir þrælar og af þeim krafist að þeir sinntu skyldu- störfum sínum bæði fljótt og vel. Þrællinn í dæmisögunni virðist sækjast eftir æðstu stöðu — að vera settur „yfir allar eigur" húsbónda síns. Að annast bæði útgjöld og tekjur gefur þrælnum í rauninni stjórn yfir allri eigninni. Það sem kveikir áhuga hjá honum er staða og peningar. Þegar húsbóndinn snýr aftur heim, mun hann fá stöðuhækkun. En húsbónda hans dvelst, eða það ímyndar þrællinn sér og staðan, sem hann þráir, er ekki enn í sjónmáli. Aöventfréttir 1. 1990

x

Aðventfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.