Aðventfréttir - 01.01.1990, Síða 9
John R. W. Stott, greinir frá því á bls.
106 í bók sinni, The Preacher'sPortrait, að
„fyrsta skrefið til að öðlast slíkan mátt sé
að viðurkenna auðmjúklega að okkur
skorti hann." Hann skrifar einnig: "Við
þörfnumst máttar, ekki aðeins í lífi okk-
ar, heldur og í starfi. Við munum aldrei
fara að leita máttar Guðs, fyrr en okkur
hefur orðið ljóst, hversu tilgangslaust það
er að freista þess að boða orð Guðs í veik-
leika mannsins einum saman."
Boöskapurinn um talenturnar
Önnur myndin, sem Jesús dregur upp,
er myndin af talentunum. Hvernig sem
við reiknum út fjárupphæðina, sem veitt
var, gerum við okkur ljóst, að jafnvel ein
talenta var miklu meira en það sem þeir
höfðu nokkurn tímann áður átt. Hús-
bóndinn var sannarlega náðarsamlegur
eigandi. Hann gaf hverjum og einum fjár-
upphæð, sem tók langt fram því sem þeir
gátu framast ímyndað sér.
Sömuleiðis, er Guð gefur okkur talent-
ur þá bæði veitir hann og viðurkennir alla
þá fjölbreytilegu eiginleika og þá marg-
víslegu hæfni, sem hver trúaður maður
getur þroskað með sér. Og hvert okkar
getur eignast hlutdeild í eftirvænting-
unni, sem tengist Guði þeim, sem gefur
okkur nokkuð, sem tekur langt fram hinu
ósennilegasta, sem við getum látið okkur
dreyma um. Gæfi hann okkur ekki tal-
entur, ættum við sjálf ekkert, sem eitt-
hvert gildi hefði. Ef við tökum svo gildis-
leysi okkar og leggjum það við skort okk-
ar á mætti, getum við byrjað að skilja
ástand og stöðu þrælsins.
En varðandi hinn kristna er öðru máli
að gegna. Herra okkar er örlátur, náðug-
ur og svo kunnugur öllum hnútum, að
hann gefur okkur það eitt, sem er til þess
fallið að gera okkur sem hamingjusömust
og fullkomnust. Sumum gefur hann
fimm talentur, aðrir hljóta tvær og enn
öðrum gefur hann eina. En yfir hverju,
sem hann gefur okkur, gleðjumst við
mikillega, verðum alsæl — eða svo skyldi
það vera.
Mynd af meistaranum
Mikilvægasta myndin hér er af meist-
aranum. Of oft sjáum við vald sem kjörið
eðatilskipað embætti. „Meistarar" okkar
eru þá gjarnan manneskjur, sem með ein-
hverju móti hafa öðlast vald yfir okkur.
Slíkt er ekki Biblíulegt. Hverjum tilheyrir
vald samkvæmt skilningi Biblíunnar?
Hver er „herra?" Samkvæmt skilningi
hinnar helgu bókar hefur hvorki ég né þú
neitt vald. Til er einungis eitt yfirvald.
Jesús Kristur.
Við erum þrælar fæddir án nokkurs
gildis eða máttar. Það er meistarinn, sem
gefur okkur bæði mátt og gildi. Vandi
okkar felst í því, hversu erfitt okkur reyn-
ist að vita hvernig við eigum að leyfa hon-
um að vera höfuðið í öllu. Við teljum oft
ranglega að hann hafi skipað okkur sem
höfuð og þá förum við að freista þess að
sinna störfum okkar og þjónustu með eig-
in gáfum og hæfni. En við erum aftur á
móti kölluð til að gefast honum, að gera
okkur grein fyrir því, að talenturnar, sem
við höfum, eru talenturnar hans. Þær
gjafir og gáfur, sem við höfum, á hann.
Þegar við skiljum þessa meginreglu,
förum við að skynja hið sanna frelsi. Þeg-
ar Jesús greinir frá því, hvernig þrælarnir
bregðast við hinni höfðinglegu gjöf hans,
sjáum við frelsið í reynd. Fyrstu þrælarn-
ir tveir tala þannig að halda mætti að þeir
væru að gorta: ,,Þú gafst mér fimm talent-
ur, þú gafst mér tvær talentur. Sjáðu nú,
hvað við höfum gert við þær. Við höfum
tvöfaldað upphæðina." Tvöfölduðuð þið
hana í raun og veru? Nei. Sökum þess að
Guð einn gefur vöxtinn. Hví þá þessi há-
stemmda frásögn? Þeir vissu að húsbóndi
þeirra mundi gleðjast.
Að deila gleðitiðindum með öðrum
Manstu eftir því þegar þú sagðir öðrum
frá fagnaðarefni, foreldrum þínum eða
einhverjum, sem voru mikilvægir í lífi
þínu?
Kannski var það einkunnaspjaldið þitt
úr 9. bekk, framúrskarandi árangur, sem
þú náðir í íþróttum, eða að þú hófst há-
skólanám. Það yki stórlega á gleði þína,
ef foreldrar þínir eða vinir tækju þátt í
henni með þér. Og þegar þú deildir með
þeim hinu mikla láni þínu, var bros
þeirra sönnun þess, að þú varst mikils
metinn og að allir tóku þátt í gleði þinni
með þér.
Þessir tveir þrælar höfðu sömu afstöðu
til húsbónda síns. Þeir vissu að þeir gátu
deilt með honum gleðinni yfir vextinum,
sökum þess að þeir máttu vita að hann
mundi brosa til að sýna samþykki sitt og
taka þátt í gleðinni með þeim. Allur him-
inninn mundi sameinast í fögnuði með
þeim. Mesta gleði Krists er að fólk hans
deili með honum dýrð hans (Sjá Testimo-
nies to Ministers, bls. 20,21).
En þriðji þrællinn kynntist aldrei þessu
frelsi. Hann fól talentu sína jörð og sagði:
"Ég var hræddur" (Matt. 25,25). Honum
fannst hann ekki geta deilt hrifningu
sinni með húsbónda sínum. Hræðslan
við mistök, hræðslan við húsbóndann,
hélt honum frá því að eignast gleði þá,
sem talentur veita, séu þær notaðar í
þjónustu meistarans.
Hræðsla er mesta hindrun þjónustu
hér á jörð. Guð veitir okkur yfirfljótan-
lega af gáfum og hæfileikum. En að jafn
miklu leyti og við erum hrædd eða óör-
ugg varðandi Guð, látum við þessa hæfi-
leika og gáfur ónotaðar. Kannski skiljum
við að sem kristnir menn erum við kall-
aðir til að nota gáfur okkar og hæfileika
til að brúa bilið milli allra þjóðfélags-
hópa. Má vera að við skiljum, að allt sem
við eigum kemur frá Guði. Kannski ját-
um við Jesú sem herra okkar og meistara.
Kannski höfum við margar gáfur, fleiri
en bara eina eða tvær. Kannski skiljum
við að við eigum ekki að halda að okkur
höndum, meðan við bíðum endurkomu
Krists. Kannski er okkur ljóst að Guð hef-
ur sett fólk á áhrifasvið okkar, sem við
getum náð til með boðskap Krists með
auðveldara móti en nokkur annar. En ef
við erum hrædd, munum við fela okkur
og neita að leggja í nokkra áhættu af ótta
við að mistakast.
Köllunin til að nota talentur okkar og
gáfur er fyrst kall til að kynnast meistar-
anum. Þess vegna síendurtók Jesús á öll-
um starfstíma sínum: "Sannleikurinn
mun gjöra yður frjálsa" (Jóh. 8,32). Og
aftur og aftur segir Jesús við fylgjendur
sína: „Ottist ekki." Og í 1. Jóh. 4,18 erum
við minnt á, að „fullkomin elska rekur út
óttann."
Umbylting í starfinu og vakning, sem
við bíðum eftir að gerist, byggist á því að
menn leiti sannleikans-þess sannleika að
sem þrælar erum við valdalaus og „einsk-
is verð." Það er Guð, sem gefur okkur
margvíslegar gáfur og hæfileika sem
byggjast á mætti hans og gildi. Guð bíður
fagnandi að fá að deila með okkur gleði
sinni.
Þarftu að gera eitthvað? Fyrst skaltu
leita sannleikans um Guð með margefld-
um krafti og ásetningi. Þá gefur hann þér
gáfur og talentur, sem geta orðið aflvaki
til umbyltingar í starfinu.
Spurningar til umræðu
1. Hver var í rauninni sá vandi, sem
þriðji þjónninn hafði við að glíma? Var
það réttlætanlegt af húsbóndanum að
reiðast honum? Hvers vegna?
2. Hvaða andlegan lærdóm dregur höf-
undur af þjóðfélagsstöðu þræla á fyrstu
öld?
3. Hvers konar mynd af Guði kemur
fram í þessari dæmisögu?
Boh Bretsch er prestur College View safnað-
arins, sem er skólasöfnuður Union fram-
haldsskólans í Lincoln í Nebraska í Banda-
ríkjunum. Kona hans, Bev, deilir starfi með
honum.
Aöventíréttir 1. 1990
9
Ugistis