Aðventfréttir - 01.01.1990, Qupperneq 13
I
og vondu, en það kemur að því að þeir
verða skildir að."
Hvað er Jesús að reyna að segja okkur
hér? Miklu meira en við komumst yfir í
einum stuttum bænavikulestri, jafnvel
ekki í mörgum ræðum. En reynum að
draga saman höfuðþættina — aðal-
atriðin.
Eg tel, að hér sé hann fyrst og fremst að
ræða eðli syndarinnar og hins illa, hversu
útbreitt það sé og, hvernig það gegnsýrir
allt. „Þetta hefur einhver óvinur gjört"
(Matt.13,28). Þessi óvinur er Satan. Jesús
segir okkur hér berum orðum, að hið illa
eigi uppruna sinn hjá Satan. Hann er fað-
ir lyganna, sá sem fyrstur var til að út-
breiða blekkingar. Og hugsið ykkur, að
hann skyldi hefja starfsemi sína í sjálfum
himninum. I sölum dýrðarinnar sáði
hann fyrst sínu skaðræðissæði. Nú hefur
hann sett upp höfuðbækistöðvar sínar á
plánetunni jörð og heldur áfram að sá.
Hann er boðflenna, blekkingameistari,
,,sem afvegaleiðir alla heimsbyggðina"
(Op. 12,9). Blekking og lygar eru vinnu-
aðferðir hans.
Frelsarinn er að reyna að segja okkur
að við ættum ekki að undrast það að
finna sáðkorn Satans hvarvetna, jafnvel í
sjálfum söfnuðinum. Jesús er reyndar
fyrst og fremst að ræða um söfnuðinn.
,,En við verðum að skilja, að þetta er
táknmynd af kirkju Krists í heiminum.
Dæmisagan er lýsing á því, sem snertir
ríki Guðs, hjálpræðisstarf hans fyrir
mennina. Og það vinnur hann fyrir til-
stilli safnaðarins" (Christ's Object Les-
sons, bls. 70). Dæmisagan um netið fjallar
um þetta sama. Bæði góðum og vondum
er safnað saman, safnað inn í söfnuðinn.
Synd i söfnuðinum
Tilvist syndar í söfnuðinum er raun-
veruleiki, sem okkur finnst erfitt að fjalla
um. Það er svo torskilið, svo sorglegt. Við
töldum að söfnuðurinn yrði athvarf,
hæli, skjól, leið til undankomu frá synd,
sem svo augljós er í heiminum nú á dög-
um. Og okkur til mikillar undrunar upp-
götvum við, að það eru syndarar í söfnuð-
inum nú á dögum. Það eru hræsnarar í Sí-
on. Við viljum lifa réttlátu lífi. Við viljum
gjarnan geðjast Guði og við viljum að
söfnuðurinn breyti rétt. Hvað er til ráða?
Verkamennirnir héldu að þeir hefðu
svarið á reiðum höndum: ,,Förum út og
tínum illgresið. Hreinsum akurinn. Burt
með allar þessar eiturplöntur úr akur-
lendinu." En húsbóndinn mælti: ,,Nei,
það er ekki rétta aðferðin. Látið það vaxa
upp saman."
,,En húsbóndi, þetta er svo erfitt mál
viðureignar. Hvað fer fólk að hugsa, þeg-
ar það sér að synd er við líði í söfnuðin-
um? A söfnuðurinn ekki að vera hreinn
og heilagur, laus við alla þessa villu og
lundernisgalla?"
„Jú, vissulega," sagði húsbóndinn, en
það er ekki í ykkar verkahring. Það er
verk kornskurðarmannanna, englanna,
þeirra sem í raun og veru annast uppsker-
una. Ykkur yrðu mistök á, færuð þið að
losa ykkur við illgresið." Og þetta er ein-
mitt það, sem ég gerði, þegar ég fór að
hjálpa konunni minni úti í blómabeði. Eg
hélt ég væri einungis að reyta illgresið en
auk þess var ég að rífa upp sumar af dýr-
mætustu plöntunum hennar og mér var
ógerlegt að fá þessar plöntur aftur til lífs,
sama hve mig langaði mikið til þess.
Guð og englarnir annast
aðskilnaðinn.
Ekki er það á okkar færi
að sjá um hann.
Til þess erum vzð hvorki
nógu góð né skynsöm.
„Kristur hefur kennt skýrt og greini-
lega að þá, sem lifa opinberlega í synd og
vilji ekki hætta við hana, verði að skilja
frá söfnuðinum, en hann hefur ekki falið
okkur að dæma hvatir manna og lyndis-
einkunn. Hann þekkir eðli okkar betur
en svo, að hann geti treyst okkur fyrir
slíku verki. Færum við út í það að upp-
ræta úr söfnuðinum þá, sem við teldum
falskristna, mundu okkur örugglega
verða mistök á. Oft álítum við sem von-
laus fyrirbæri einmitt þá, sem Kristur er
að draga til sín . . . Maðurinn dæmir útlit-
ið en Guð dæmir hjartað. Illgresið og
hveitið eiga að vaxa saman allt til korn-
skurðarins, en kornskurðurinn er endir
náðartímans" (Sama bók, bls. 71,72).
Söfnuðurinn er stofnun, sem menn
ganga í að eigin fúsum og frjálsum vilja.
Hver sem vill hann komi. Hvert okkar
kemur óverðugt. Við höfum okkar galla
og misbresti. I augum okkar eru flísar og
stundum bjálkar. I raun og veru erum við
ekki verðug þess að dæma neinn mann.
En sumir segja að við megum alls ekki
taka syndina neinum vettlingatökum. En
við eigum að byrja á sjálfum okkur. Okk-
ur ber að taka harðast á synd í okkar eigin
lífi.
Söfnuðurinn er einnig félagsskapur.
Hér á milli eru náin hugmyndatengsl og
samræmi. „Líkt og rætur illgresisins eru
samtvinnaðar rótum gæðahveitisins,
þannig geta falsbræður verið í nánum
tengslum við sanna lærisveina. Raun-
veruleg lyndiseinkunn þessara svoköll-
uðu lærisveina er ekki enn fyllilega kom-
in í ljós. Ætti að skilja þá frá söfnuðinum,
gæti það orðið til þess að enn öðrum
skriðnaði fótur, sem hefðu reynst stefnu-
fastir, efþettahefðiekkikomiðtil" (Sama
bók, bls. 72).
Jesús er með þessum orðum einkum að
víkja að safnaðaraga og gerir það lýðum
ljóst ,,að ekki er hægt að reyta illgresið án
þess að eiga það á hættu að rífa gæða-
hveitið upp ásamt því" (Sama bók).
Við þurfum að læra meira um safnað-
araga. Við þurfum að skilja muninn á op-
inberri synd og lundernisgöllum. Við
þurfum að læra að greina á milli þeirra,
sem syndga ekki til dauða og þeirra, sem
það gera. Þvi fólki einu ætti að vísa úr
söfnuðinum, sem er „dáið" hvort sem er.
En leynist einhver lífsneisti með því, ætti
safnaðarsystkinum að vera að minnsta
kosti eins umhugað um það og heilbrigð-
isstéttunum er um sjúklinga sína og
leggja mikið á sig fyrir þá, á meðan
minnsti lífsneisti leynist með þeim. „Það
er auðmýkt og ótrú á eigingirninni, en
ekki dómharka og fordæming, er lær-
dómurinn, sem fólginn er í dæmisögu
Krists" (Sama bók 74).
Dómurinn
Þessar tvær dæmisögur, illgresið og
netið, færa okkur fullvissu um, að hinsti
aðskilnaður mun fara fram. Dómur verð-
ur settur við endi aldanna, á kornskurð-
artímanum. Þá verða óguðlegir og réttlát-
ir menn endanlega aðgreindir. Frelsarinn
er alls ekki að kenna okkur, að sú stund
sé á næsta leiti, er illgresið verði að hveiti.
Aftur á móti segir hann, að sú tíð sé að
renna upp, þegar alls ekkert illgresi verð-
ur að finna innan um hveitið, þar sem það
verður allt bundið í bundin og því loks
hent út til að brenna það.
Og enn er hægt að sjá fiskimennina,
þar sem þeir sitja og fást við að skilja að
góðu og óætu fiskana, láta þá góðu í ker
en kasta þeim óætu niður í fjöru. Aðskiln-
aður er mál málanna hér. Guð og engl-
arnir annast aðskilnaðinn. Slíkt er ekki á
okkar færi að annast. Við erum hvorki
nógu góð né vitur til að sjá um hann.
Sjöunda dags aðventistar kenna, að
dómur verði settur. Það verður dómur,
þar sem hver athöfn, hvert orð og hver
hugsun verður vegin og metin og brotin
til mergjar af himneskum verum —
röntgenmyndataka himinsins. Ekkert
getur farið fram hjá hinu rannsakandi
auga. Skýrslur hafa verið haldnar yfir líf
hvers og eins. Þær skýrslur eru hárná-
kvæmar. Guð og vottarnir hans, englarn-
ir, hafa allir séð það. Eins og segir í gamla
Aöventíréttir 1. 1990
13