Aðventfréttir - 01.01.1990, Side 15

Aðventfréttir - 01.01.1990, Side 15
FIMMTUDAGUR Hver er umbunin? Ber ég meira úr býtum, ef ég byrja snemma? Dœmisagan um verkamennina z víngarðinum. síðastir og hinir síðustu fyrstir" (30. vers). Hvað merkir þetta? Merkir það, að þeir, sem hafa helgað alla ævi sína kristilegu starfi muni ekki standa betur að vígi en þeir, sem taka á móti ríki Guðs á síðustu stundu? Ringlið, sem birtist í ásjónu lærisveinanna, fór ekki fram hjá Jesú. Það er ástæða þess að hann sagði dæmisöguna um verkamennina í víngarðin- um, sem skráð er í Matt. 20, 1—16. Hugmyndirn- ar, sem notaðar eru í dæmisögunni, eru okkur kunnar. Þar er rætt um verkamenn, um hina at- vinnulausu í atvinnuleit og samningaumleitanir — allt hugmyndir, sem kunnar eru nú á dögum. Af þeim sjónarhóli getum við séð fyrir okkur svið dæmisögunnar og okkur sjálf á því. Við getum sett okkur í spor verkamannanna og vænst þess að hljóta sanngjörn laun að dagsverki loknu. Er Guð ósanngjarn? En flest okkar upplifa það að fyllast einhvers konar efagirni gagnvart þessari sögu, vera haldin skoðanaruglingi. Aðferðin virðist vera ósann- gjörn: Þeir sem unnu baki brotnu allan daginn, sem báru hita og þunga verksins, finnst þeir hafa verið hlunnfarnir samanborið við þá sem ráðnir voru á elleftu stundu. Dæmisagan hlýtur að hafa verið Pétri og hinum lærisveinunum mikið áfall. En þó að erfitt sé að skilja hana í fyrstu, er hér samt að finna meginreglu ríkis Guðs. Tökum sem dæmi ræningjann á krossinum. Hann tók á móti Kristi á síðasta augnabliki, á ell- eftu stundu, ef svo má segja. Engu að síður eignað- ist hann alla auðlegð enndurlausnarinnar, rétt eins og þeir sem fylgdu Jesú frá upphafi. Frá mannlegu legu sjónarmiði virðist þetta vera ósanngjarnt og ranglátt. En ef við megnum að losna úr viðjum mann- legra hugsana, hvað end- urgjald varðar, og reyn- um að skoða þetta mál af sjónarhóli Guðs, þá verður okkur fljót- lega ljóst, að ekki er komið fram við neinn af ósann- gimi. Það sem við þurf- um að hafa hug- fast er, hver er hinn eiginlegi til- gangur sögunnar. I raun og veru er verið að fjalla um starfið í EFTIR HARALD KNOTT Líkt er um himnaríki og húsbónda einn, sem gekk út árla morguns að ráða verka- menn í víngarð sinn" (Matt. 20,1). Lærisveinarnir höfðu hlýtt á samtal Jesú og ríka unglingsins og þeim voru enn fersk í minni við- brögð hans. Hann hafði gengið dapur í bragði í brott frá Jesú. Hann gat ómögulega slitið sig frá jarðneskum fjársjóðum sínum — sem í hans tilviki tálmuðu það að hann gæti eignast hlut í ríki Guðs. Með þessa forsögu í huga fær spurning Péturs í Matt. 19,27 alveg sérstaka merkingu: ,,Vér yfirgáf- um allt og fylgdum þér. Hvað munum vér hljóta?" Svar Jesú Það er athyglisvert, að Jesús tekur spurninguna sem góða og gilda. Hann vísar henni ekki frá sem tómri eigingirni. Hann veit hvað það þýðir að yfir- gefa allt fyrir ríki Guðs, jafnvel fórna sjálfu lífinu. Hann skilur að maðurinn þarfnast þess að fá að heyra huggunarrík orð við slíkar aðstæður — framtíðarsýn til að styrkja hann og styðja. Og því svarar hann Pétri þannig: ,,Sannlega segi ég yður: Þegar allt er orðið endurfætt og Manns- sonurinn situr í dýrðarhásæti sínu, þá munuð þér, sem fylgið mér, einnig sitja í tólf hásætum og dæma tólf ættkvíslir Israels. Og hver sem hefur yfirgefið heimili, bræður eða systur, föður eða móður, börn eða akra sakir nafns míns, mun fá margfalt aftur og öðlast eilíft líf" (Matt. 19,28.29). En Jesús bætir einu við, sem fær Pétur og hina til að leggja enn betur við hlustirnar: ,,En margir hinir fyrstu munu verða Aöventfréttir 1. 1990 15

x

Aðventfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.