Aðventfréttir - 01.01.1990, Qupperneq 17

Aðventfréttir - 01.01.1990, Qupperneq 17
FOSTUDAGUR Klædd við hæfi? Ekki er nóg að þiggja boðið. EFTIR LEO S. RANZOLIN egar ég var nýbúinn að taka stefnu með að- ventsöfnuðinum og hverfa frá kaþólskri trú, var ég ákaflega spenntur fyrir hinni nýju trú minni. Þegar kvöldklukkutónarnir hljómuðu um dalina, hæðirnar og engin kringum háskóla aðventista í Brasilíu, gekk ég í áttina að matsalnum, þar sem piltar og stúlkur komu sam- an til kvöldverðar og ég upplifði mína fyrstu bænastund við sólarlag á föstudagskvöldi. Eg veitti því athygli að allir nemendurnir voru snyrtilega klæddir og hreinir. En jafnvel þótt ég hefði farið í bað, beið ég með að fara í sparifötin, þar til á hvíldardagsmorgninum eins og ég var vanur að gera við messu á sunnudögum. Þótt ég væri dálítið hissa yfir þessu, varð ég alveg undr- andi, þegar ég kom inn í matsalinn og sá stúlkurn- ar klæddar í sitt besta skart. Þar sem ég var í min- um hversdagsfötum var ég hálf vandræðalegur! Strax þegar búið var að borða, mynduðu allir nemendurnir hálfhring fyrir sólarlagsbænina. Og þarna var ég, hvorki meira né minna en við borð skólameistara, alveg í miðjum nemendaskaran- um. Þegar allra augu beindust að mér, hélt ég að ég mundi deyja af smán! Hefði ég getað sokkið niður úr gólfinu eða skutlast upp úr sæti mínu, hefði ég þegið það með þökkum. Ég sá það þarna, að nemendurnir fóru í sparifötin sín til að taka á móti hvíldardeginum. Eruð þið í viðeigandi fötum, sem hæfa kvöld- máltíð Drottins? Í Matt. 21,1—14 segir Jesús frá konungi einum, sem ætlaði að halda veislu fyrir son sinn. Hann lét kalla tvisvar á þá, sem boðnir voru, en enginn þeirra kom. Þegar hann lét kalla öðru sinni, gengu þeir, sem boðnir voru svo langt að láta drepa sendiboða konungsins. Konungur- inn endurgalt þeim með því að láta tortíma þeim og leggja þorp þeirra í rúst. Þegar konungur hafði þrisvar sinnum látið boð út ganga án þess að nokkrir þeirra, sem boðnir voru, sinntu því, bauð hann fólki utan af götu og þá fylltist veislusalurinn óðara. Eina skilyrðið var þetta: Allir urðu að fara í veisluklæði, sem kon- ungur lét þeim í té. Einum gestinum, sem reyndist ekki vera í veisluklæðunum, var vísað út úr veislusalnum. Fyrsta kallið I þessari fallegu sögu dró Jesús upp mynd af hjálpræðinu. Fyrsta kallið gekk út til Gyðinga- þjóðarinnar. Konungurinn á að tákna hinn him- neska föður, konung alheimsins. Hann hefur gert allt það, sem gera þurfti til þess að við gætum orð- ið hólpin. Páll postuli segir svo: ,,En þegar fylling tímans kom, sendi Guð son sinn, fæddan af konu, fæddan undir lögmáli, — til þess að hann keypti lausa þá, sem voru undir lögmáli, — og vér fengj- um barnaréttinn" (Gal. 4,4.5). „Með hjónabandinu er gefið dæmi um samein- ingu mannkynsins og guðdómsins" (Christ's Object Lessons, bls. 307). Það færir okkur fögnuð, að upplifa hjálpræðið og þess vegna er það táknað með hjónabandinu. I dæmisögunni finnum við einn hópinn enn, þjónana. Þeir eiga að tákna spámennina, postul- ana, presta og alla þá, sem Guð hefur sett til að boða heiminum hjálpræðisboðskapinn. Enda þótt Gyðingaþjóðin hafi verið að bíða Messíasar, veitti hún ekki boðskap hans viðtöku, þegar hann kom. Jóhannes skírari greiddi götu Drottins, en þeir skeyttu heldur engu boðskap hans. Kristur sjálfur og lærisveinar hans kölluðu á fólkið, þegar kallað var á fólkið í fyrsta sinn. En það neitaði: það skeytti því engu. Annað kallið Af náð sinni og kærleika hefur konungur enn á ný herferð til að finna gesti, sem fengist gætu til að sækja brúðkaupsveisluna. Þjónarnir tjá boðs- gestum, að allt sé til reiðu. Þegar boðsgestum er boðið öðru sinni, er þeim boðið að fá brauð lífsins. Guð sér okkur fyrir þeirri næringu, sem við þörfnumst til að geta lifað kristilegu lífi. Með því að nota annað myndmál, þá kenndi Jes- ús, að eina leiðin til að við náum að finna öll þau næringarefni, sem nauðsynleg eru til að fá lifað ei- lífu lífi er, að við séum grein, sem vex á vínviðn- um, samtengd stofni hans. Einu sinni fylgdist ég með starfsmönnum og nemendum landbúnaðar- skóla okkar í Manaus í Brasilíu græða tómat- plöntu á þarlenda jurt, sem jurubeba heitir. Sé tómatjurtin ræktuð ein og sér á Amazon-svæðinu, herja skorkvikindi á hana og lýtur hún í lægra haldi fyrir þeim. Sé hún aftur á móti grædd á juru- beba-jurtina, lifir hún skordýrapláguna af og gef- ur þá af sér hina ljúffengustu tómata. Kristinn maður fær því aðeins lifað af, sé hann græddur á Jesú. Þá fær hann gefið af sér ávöxt til eilífs lífs. Þegar boðið var látið út ganga öðru sinni til boðsgesta, höfnuðu sumir, sem á hlýddu, boðinu aftur en aðrir létu sér ekki það nægja, heldur drápu þeir þjónana, sem boðið fluttu. En hve þetta er lifandi lýsing á ofsóknum gegn hinum miklu boðberum sannleikans! Þessir trúföstu þjónar guldu með lífi sínu fyrir að bera boðið um að koma til Jesú. En hví skyldu boðsgestirnir vilja fyrirfara boð- berunum? Þeim höfðu þó altént borist boð til veislu! Margir afþökkuðu sökum þess að þeir Aöventfréttir 1. 1990 17

x

Aðventfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.