Aðventfréttir - 01.01.1990, Síða 18

Aðventfréttir - 01.01.1990, Síða 18
I höfðu svo mikið að gera. En þeir, sem drápu þjónana, voru bálreiðir, þverúðug- ir. Um hvort sem er að ræða, mun dómur verða kveðinn upp yfir þeim, sem hafna Guði og afþakka að koma til veislunnar. Þriðja kallið Ellen White skrifar, að „þriðja kallið um að koma til veislunnar, merki það, að fagnaðarerindið hafi verið boðað heið- ingjum'' (Sama bók, bls. 309). TVenns konar manngerðir komu í brúð- kaupsveisluna: Annars vegar voru þeir, sem fóru í brúðkaupsklæðin og hins veg- ar maðurinn, sem hafnaði þeim. „Hvítu klæðin eru réttlæti Krists, brúðkaups- klæðnaðurinn, sem Kristur einn getur gefið."(Biblíuskýringar SDA, 7. b. bls. 965). Eigir þú að geta setið við borð Krists og að neyta þess sem hann hefur veitt mönnum við brúkaupsveislu lambsins, verður þú að hafa sérstakan klæðnað, sem kallaður er brúðkaupsklæði, sem er hin hvíta réttlætisskikkja Krists. Hver sá, sem er í þessum klæðum fær inngöngu í borg Guðs. Jesú þráir það svo heitt og innilega, að þú eignist bústað i vistarver- unum, sem hann fór til að búa þeim, sem hann elska. Annars hefði hann ekki gert allt þetta sem til þurfti, og reyndist hon- um svo ákaflega dýrkeypt, til að þú gætir verið hamingjusamur, setið til borðs með honum og fengið að njóta þess að eiga heima þar sem hann hefur búið hinum endurleystu stað.'' (Sons and Daughters of God, bls. 368). A æskulýðsmótinu í Mexico-borg 1984 naut ég þeirrar ánægju að flytja ung- mennunum 12000, sem þar voru, loka- boðskapinn. Eg tók hvíta skyrtu, klippti hana og svo óhreinkaði ég hana, en snerti ekki við flibbanum. Þar sem ég var í jakka, gat enginn sagt til um, hvað undir honum var. Eg hvatti hina ungu til að vera í viðeigandi klæðum til að geta geng- ið inn í ríki Guðs, að veita réttlæti Krists viðtöku. Ég fór úr jakkanum til að sýna „ranglæti" mitt og hversu saurugur ég var. Þá komu vinir mínir og klæddu mig í frakka, sem átti að tákna réttlæti Krists, sem aðeins er hægt að eignast með því að veita Kristi inngöngu í líf okkar. Fyrir- heitið er þannig: ,,Ég mun íklæða ykkur réttlæti mínu — brúðkaupsklæðunum — og gera ykkur hæf fyrir brúðkaupsveislu lambsins. Þeg- ar þið eruð íklædd réttlæti mínu, munuð þið geta náð háum staðli, fyrir bæn, fyrir árvekni og með því að rannsaka orð mitt af kostgæfni. Þið munuð öðlast skilning á sannleikanum og guðleg áhrif munu móta lyndiseinkunn ykkar. Því að þetta er vilji Guðs, að þið verðið heilög" (Bibl- íuskýringar SDA, 3. b. bls. 1162). I dæmisögunni hefur Jesús annan hóp manna, sem maðurinn táknaði, er kom án brúðkaupsklæða — þá sem vilja ekki eignast eðlisfar Jesú. ,,En hversu skýrt er myndin dregin upp í orði Guðs af því hvernig hann kom fram við manninn, sem þáði boðið um að koma í brúðkaupið en fór ekki í brúð- kaupsklæðin, sem höfðu verið keypt handa honum, réttlætisskikkju Krists. Honum fannst það nógu gott að vera í sín- um eigin saurugu klæðum í návist Krists. En honum var kastað út sem manni er óvirt hafði Drottin sinn og lítilsvirt hina miklu gæsku hans. Bróðir minn, réttlæti þitt mun ekki nægja. Þú verður að íklæð- ast réttlætisskrúða Krists" (Vitnisburðir, 5. b. bls. 509-510). Að gerast hæf fyrir himininn A öllum tímum hafa verið uppi menn, sem reynt hafa að sjá sér sjálfir fyrir klæðum, sínu eigin réttlæti, eigin verk- um til að gera sig hæfa fyrir himininn. Það byrjaði í garðinum Eden. Þegar okk- ar fyrstu foreldrar syndguðu, glötuðu þeir ljósskikkjunni, sem skapari þeirra gaf þeim og reyndu í stað þess að hylja sig með fíkjuviðarblöðum. Þegar Naaman var sagt að fara að ánni Jórdan til að losna við holdsveiki sína, svaraði hann: ,,Eru ekki Abana og Farfar, fljótin hjá Damaskus, betri en allar ár í Israel? Gæti ég ekki laugað mig í þeim og orðið hreinn?" (2. Kon. 5,12). Furðulegt, að jafnvel nú á tímum skuli fólk ekki vilja fara til „Jórdanár." Það kýs fremur eigin ár vísinda, hroka, efnis- hyggju og fágunar en kross Krists. „Þessi skikkja, sem ofin er á vefstól himinsins, hefur ekki einn einasta þráð af mannleg- um toga. Sem maður mótaði Kristur full- komna lyndiseinkunn og hann býðst til að gefa okkur hana" (Christ's Object Les- sons, bls. 311). Hvaða boðskap vill Guð flytja fólki sínu með þessari dæmisögu? Hjálpræðið sem Guð veitir þeim sem hljóta inngöngu í ríki hans, er svo einfalt. Það eina sem við þurfum að gera er að veita því viðtöku og munum við þá verða borgarar í borg Guðs. „Þegar við gefumst Kristi, tengist hjarta okkar hjarta hans, vilji hans verður okkar vilji, hugur okkar verður eitt með huga hans og hugsanirnar hertökum við til hlýðni við Krist. Þá lifum við lífi hans. Þetta felst í því að vera íklædd réttlætis- skrúða Krists'' (Sama bók, bls. 312). Jesús kom hingað til að sýna okkur, að við getum lifað kristilegu lífi farsællega. „En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt (kraft) til að verða Guðs börn, þeim, er trúa á nafn hans'' (Jóh. 1,12). „Maðurinn býr ekki yfir þessum krafti. Það er kraftur Guðs. Þegar maður- inn tekur á móti Kristi, fær hann kraft til að lifa lífi Krists" (Sama bók, bls. 314). Aðeins þeir, sem hafa verið þvegnir í blóði lambsins og eru í hinum skínandi, hreinu og hvítu línklæðum, geta setið til borðs með konunginum. Séu þeir ekki í skikkjunni frá honum verða þeir orðlaus- ir. Guð þarf ekki að dæma þá. Þeir dæma sig sjálfir. Þessi dæmisaga á að tákna rannsóknardóminn, prófið sem mun skera úr um það, hverjir eru hæfir fyrir himininn (sjá Deilan mikla, bls. 442, 443). Megi Guð hjálpa okkur til að reynast ekki nakin eða í röngum klæðum, þegar rannsakandi augnaráð Guðs beinist að okkur. Spurningar til umræðu 1. Hvað þýða sögulega séð brúðkaups- boðin þrjú? 2. Hvers vegna eru klæði, sem við höf- um utan um okkur, notuð til að tákna innri reynslu? 3. Hvað merkir það að vera íklæddur réttlæti Krists? 4. Hvers vegna var manninum vísað frá, sem var án brúðkaupsklæða? Leo S. Ranzolin er að- stoðarritari heimssam- bandsins. 18 Aöventfréttir 1. 1990

x

Aðventfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.