Aðventfréttir - 01.01.1990, Síða 20

Aðventfréttir - 01.01.1990, Síða 20
er orð Guðs ljós, þar sem það verður máttur til ummyndunar í lífi þess, sem tekur á móti því. Með því að gróðursetja meginreglur orðs Guðs í mannshjartanu, þroskar Heilagur andi eiginleika Guðs með manninum. Ljós dýrðar hans — grundvallareðli hans — á að skína frá fylgjendum hans. Þannig eiga þeir að vegsama Guð, að lýsa upp leiðina heim til brúðgumans, til borgar Guðs, í brúð- kaupsveislu lambsins . . . Það eru forréttindi hverrar mannssálar að vera lifandi farvegur fyrir Guð, sem hann fær notað til að miðla heiminum gersemum náðar sinnar, hinum órann- sakandi ríkdómi Krists. Ekkert þráir Kristur frekar en menn, sem vilja sýna heiminum Anda hans og grundvallareðli. Heimurinn þarfnast einskis fremur en að fá að sjá kærleika frelsarans birtast í mönnum. Allur himinninn bíður eftir að fá brautir, sem veita megi eftir hinni heil- ögu olíu, svo að hún fái veitt mannlegum hjörtum fögnuð og blessun. komins friðar, fullkomins kærleika og fullkominnar vissu. Fegurðin og ilmur- inn af grundvallareðli Krists, sem birtist í lífinu, ber vitni um að Guð hafi sannar- lega sent son sinn í heiminn til að frelsa hann frá synd. Kristur biður ekki fylgjendur sína að vera að reyna að baksa við að skína. Hann segir: „Þannig lýsi ljós yðar meðal mannanna.1' Ef þið hafið á annað borð þegið náð Krists, er ljósið í ykkur. Fjar- lægið tálmana og mun dýrð Guðs þá birt- ast. Ljósið mun skína, smjúga inn í myrkrið og dreifa því. Ykkur er þá ómögulegt annað en að skína á þeim stað, sem áhrif ykkar ná til. Fái dýrð hans að opinberast í mannin- um mun það verða til þess að færa himin- inn svo nálægt mönnunum, að skart það, sem fegrar nú innra musterið mun þá sjást í sérhverri mannssál, þar sem frels- arinn fær að búa. Menn munu hrífast af dýrð Krists, sem býr hið innra með þeim. Og í ómi lofgjörðar og þakkargjörðar, Þannig eiga þeir að vegsama Guð, með því að lýsa upp leiðina heim til brúðgumans . . leiðina í brúðkaupsveislu lambsins. Kristur hefur séð fyrir öllu, sem þarf til að söfnuður hans geti verið ummyndað- ur líkami, upplýstur af ljósi heimsins og búi yfir dýrð Immanúels. Það er tilgang- ur hans að hver kristinn maður sé um- luktur andlegu andrúmslofti ljóss og frið- ar. Hann þráir að við opinberum í lífi okkar fögnuð hans. Búi Andi Guðs í okkur mun það birtast í því, að við muunum veita öðrum af hin- um himneska kærleika. Fylling guð- dómsins mun streyma gegnum hinn helgaða mann, til annarra. Réttlætissólin hefur „græðslu undir vængjum sínum" (Mal. 4,2). Frá hverjum sönnum lærisveini eiga að berast áhrif, sem veita líf, hugrekki, hjálpsemi og sanna lækningu. Trúin á Krist felur meira í sér en fyrir- gefningu synda. Hún felur í sér að syndir okkar eru burt numdar og tómið fyllt af náðargjöfum Heilags anda. Það þýðir að vera upplýstur af Guði og fagnandi í hon- um. Hún merkir hjarta tæmt af eigin- girni, og hefur hlotnast sú blessun, að Kristur er stöðugt nálægur. Þegar Kristur ríkir í mannssálinni, er hún hrein og laus við synd. Dýrð, fylling og fullkomleiki fagnaðarerindisins uppfyllist í lífinu. Sé tekið við frelsaranum veitist ljómi full- sem gerast mun frá þeim fjölmörgu mannssálum, sem gengist hafa Guði á hönd með þessu móti, mun dýrðin og vegsemdin veitast aftur gjafaranum mikla . . . Kristur kemur senn með mætti og mik- illi dýrð. Hann kemur í dýrð sinni og einnig í dýrð föður síns. I för með honum verða allir hinu heilögu englar. A sama tíma og gervallur heimurinn hefur steypt sér í niðamyrkur, verður ljós í sérhverj- um íverustað hinna heilögu. Þeir munu verða fyrstir til að koma auga á fyrsta ljós- bjarmann frá seinni komu hans. Hið ósaurgaða ljós mun skína frá geisladýrð hans og mun þá Kristur hljóta aðdáun allra þeirra, sem honum hafa þjónað. Er hinir óguðlegu flýja burt úr návist Krists, munu fylgjendur hans fagna. Ættfaðirinn Job sagði, er hann horfði fram á veginn og leit allt fram að endur- komu Jesú Krists: ,,Ég mun líta hann mér til góðs, já, augu mín munu sjá hann, og það eigi sem andstæðing — hjartað brennur af þrá í brjósti mér" (Job 19,27). Kristur hefur verið daglegur félagi og náinn vinur slíkra dyggra fylgjenda sinna. Þeir hafa lifað í nánu sambandi og og í stöðugu samfélagi við Guð. Dýrð Drottins hefur runnið upp yfir þá. Hann hefur látið ljós sitt skína í hjörtu þeirra, til þess að birtu legði af þekkingunni á dýrð Guðs. Nú geta þeir glaðst í hinum björtu geislum ljóss og dýrðar konungsins í há- tign hans. Þeir eru undirbúnir fyrir sam- félag himinsins, því þeir hafa himininn í hjartanu. Nú ganga þeir fram, horfa til himins í skini réttlætissólarinnar, fagnandi yfir því að lausn þeirra er í nánd og segja: „Sjá, þessi er vor Guð, vér vonuðum á hann, að hann mundi frelsa oss'JJes. 25,9). ,,Þá heyrði ég raddir sem frá miklum mannfjölda og sem nið margra vatna og sem gný frá sterkum þrumum. Þær sögðu: „Hallelúja, Drottinn Guð vor, hinn alvaldi er konungur orðinn. Gleðj- umst og fögnum og gefum honum dýrð- ina, þvi að komið er að brúðkaupi lambs- ins og brúður hans hefur búið sig . . . " Og hann segir við mig: ,,Rita þú: Sælir eru þeir sem boðnir eru í brúðkaupsveislu lambsins." „Þessir munu heyja stríð við lambið. Og lambið og þeir sem með því eru, hinir kölluðu, útvöldu og trúu, munu sigra þá, — því að lambið er Drottinn drottna og konungur konunga'"' (Op.19,6—9; 17,14). Spurningar til umræðu 1. Hvaða tvo hópa eiga meyjarnar tíu að tákna? Hvað er líkt með þeim og hvað ólíkt? 2. Hvað táknar olían? 3. Við hvaða tímabil í sögunni á þessi dæmisaga helst og fremst að þínum dómi? Hvers vegna? 20 Aöventfréttir 1. 1990

x

Aðventfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.