Aðventfréttir - 01.01.1990, Qupperneq 22
Bara fyrir krakka
Að fínna fólgna fjársjóðinn
Eftir Penny Estes Wheeler
Athugasemd frá höfundi: Tilgangur minn með því að fjalla um þessar átta dœmisögur er tvíþœttur. í fyrsta lagi vona ég að umfjöllun
staðreynda og lýsing smáatriða veiti frásögninni raunveruleikablæ sem oft vantar í Biblíusögur. Og í öðru lagi, og það sem er nú það sem
er öllu þýðingarmeira, vona ég að dœmisögurnar og útlegging þeirra muni eignast varanlegan sess í hjarta barnanna, sem hlýða á þœr.
Vegnaýmissa nákvæmra smáatriða varðandi landafræði Biblíulandanna, menningu þeirra o. s. frv. hvet ég kennara til að lesa sögurnar
orð fyrir orð. Yfirleitt eru stuttar setningar í sögunum og orðaforði einfaldur. Eðlilega þurfa kennarar að breyta orðalagi og einfalda það
þegar um mjög unga áheyrendur er að ræða.
Hið sérstaka verkefni fyrir fyrstu söguna (að láta alfaalfa-fræ spíra) mun halda áfram vikuna á enda. Næstu þrjár sögur birta táknmynd-
ir, sem merkja leit Guðs að hinu týnda. Síðan rœðum við um að búa hjarta okkar undir að taka á móti Jesú og að láta allt af hendi til
að eignast fjársjóðinn dýrmœta (ríki Guðs). Lokalesturinn er tilraun til að fá börnin til að hugsa um himininn.
Hvíldardagur
Bóndinn
og fræið
Biblíutexti: Matt. 13,1—8; Mark. 4,3—8.
Jón bóndi leit út um gluggann á hlýja
og notalega steinhúsinu sínu. Regn-
uoi lagðist yfir þurru og hörðu moldina á
ökrunum umhverfis húsið hans. María,
yngri dóttir hans, hjúfraði sig upp að hon-
um og hann strauk dökkt hár hennar.
,,Lyftu mér upp, pabbi," sagði hún, ,,svo
að ég geti séð regnið."
Mamma raulaði lag og lyfti potti af eld-
inum. ,,Það verður rigning líka þegar við
erum búin að borða," sagði hún við þau.
,,Komið þið nú að borða."
Máltíðin var ánægjuleg. Allir gátu verið
glaðir, því haustrigningarnar voru að
hefjast. Regnið mundi mýkja og lina sól-
bakaða moldina og eftir fáeina daga
mundu svalir vindar blása skýin í burtu.
Eftir einn eða tvo sólríka daga mundi
moldarforin þorna upp og vera alveg
mátuleg til að plægja.
Eftir matinn fór Jón bóndi út í skúr til
að huga að plógnum sínum. Plógurinn
var bara greinóttur viðarlurkur með járn-
odd á endanum. Bændur notuðu uxa eða
asna til að draga þá. Það var erfitt starf að
stýra plógnum, jafnvel eftir að moldin
var orðin lin og mjúk. Menn þurftu að
vera handsterkir og hafa auga fyrir að
stýra plógnum beint. En jafnvel þótt
starfið væri þreytandi, var bóndinn
óþreyjufullur eftir að byrja. Þegar Jón
bóndi hafði gengið úr skugga um að plóg-
urinn væri í fullkomnu lagi, fór hann að
líta á fræpokana. Þá var víst ekkert annað
að gera en að bíða.
María spretti úr spori við hliðina á hon-
um, meðan hann plægði fyrsta langa og
beina plógfarið. Hún ýmist masaði eða
söng og pabbi hennar var feginn að hafa
hana hjá sér. Bóndinn hélt í plóginn með
hægri hendi. í þeirri vinstri hélt hann á
löngu priki, sem hann notaði til að stýra
ösnunum. Asnar áttu það til að vera dynt-
óttir og hann mátti engan
tíma missa. Annað regn-
tímabil mundi koma
fljótlega og þá yrði
allt fræið að vera
komið ofan í
moldina.
Loksins
var kom-
inn tími til að sá fræinu. Jón bóndi lét
hrúgu af fræi í fellingu í skikkjunni sinni.
Svo gekk hann hægt og varlega út á akur-
inn og í hverju skrefi þeytti hann hand-
fylli af fræi yfir víðan hálfhring á akrin-
um. Hann reyndi að ganga jöfnum skref-
um svo að fræið dreifðist jafnt og ekkert
færi til spillis. Það yrði hvort sem er nógu
mikið, sem færi í fuglana, sem eltu hann
gargandi og steyptu sér niður jafnvel þótt
María litla baðaði út höndunum og hróp-
aði á þá um að láta fræið í friði.
Jón bóndi hafði sáð að haustinu eins
lengi og hann gat munað. En í ár var allt
orðið breytt. Þegar hann í ár þeytti fræ-
inu í víðum hálfhring, hverjum á eftir
öðrum, hafði hann nokkuð nýtt og und-
ursamlegt að hugsa um. Jón bóndi
hafði nefnilega hlustað á kenn-
ara, mann sem
sagði spaklegar
og undursam
legar sögur.
Sögurn
ar sem
22
Aöventfréttir 1.1990
UJiSlOJt*