Aðventfréttir - 01.01.1990, Side 26

Aðventfréttir - 01.01.1990, Side 26
Bara fyrir krakka i Þriðjudagur Sonurinn, sem fór að heiman Biblíutexti: Lúkas 15,11—32; Christ's Object Lessons, bls. 198—200. Filippus var áhyggjufullur. Hann hafði hugleitt þetta mánuðum saman og það var enginn vegur til þess að hann skipti um skoðun. Hann vissi ekki hvort hann fengi föður sinn á sitt band. En ef pabbi hans neitaði, ætlaði hann í burtu hvort sem var. Filippus var staðráðinn í því. „Pabbi," sagði Filippus. ,,Ég hef verið að hugsa málin. Ég og bróðir minn mun- um erfa bóndabæinn einhvern tímann, er ekki svo?" „Jú, auðvitað. Þið Dan munuð skipta býlinu á milli ykkar eftir minn dag." ,,En, en ég vill fá minn hlut núna." Faðir hans leit upp undrandi. ,,Það er best að þú vitir það," sagði Filippus. ,,Ég er að fara héðan. Mér er svo meinilla við að vinna úti i sólarhitanum og ég kann heldur ekki við allar þessar reglur hérna." Þar kom að faðirinn lét undan og Fil- ippus pakkaði saman fáeinum hlutum. Hann var svo óðfús að fara. Mamma tók þessu illa en hann hafði nú búist við þvi. Hún saumaði mest af peningunum hans innaní faldinn á fötunum hans, svo að hann týndi þeim ekki. Hún grét líka og grét. Hann hafði ekki búist við að pabbi hans tæki þessu svona illa. Síðasta morg- uninn vildi pabbi hans endilega fylgja honum af stað. Filippus sagði við hann: ,,Þú þarft þess ekki. Ég get farið einn." Faðirinn setti höndina á handlegg son- ar síns. „Ekki segja við hann föður þinn gamla, að hann fái ekki að ganga með þér nokkurn spöl," sagði hann. Og svo gengu þeir báðir eftir veginum. Loks stansaði pabbi og bað Filippus að líta til baka. Þarna stóð bærinn reisulegur og sterk- byggður innan um kornakrana. „Þarna áttu heima," sagði pabbi. „Minnstu þess ávallt. Þetta er heimilið þitt. Hér áttu heima." Filippus blístraði lag, er hann skundaði áfram eftir veginum og hann leit ekki til baka. Hann var ekki viss hvert hann vildi fara — en auðvitað langtum lengra en að fyrstu borgunum. Hann ætlaði að fara eins langt og þurfti þar til hann kæmi á 26 stað þar sem hver fengi að lifa eftir eigin reglum. Öðru hverju fékk Filippus að sitja spöl- korn á hestvagni. Einu sinni fékk hann far með úlfaldalest í heilan dag. Þegar hann kom í fyrstu stórborgina fannst honum tími til kominn að nema staðar. Þarna var lífið stórkostlegt. Hann þreyttist aldrei á því sem fram fór á þess- um stað. Það var alltaf eitthvað nýtt að sjá og gera.Enginn sagði honum hvernig vini hann skyldi velja sér. Enginn sagði hon- um hvernig hann skyldi verja peningun- um sínum. Filippus var ekki heimskur. Hann var ekki alltaf að leika sér. Hann vann öðru hvoru til að vinna sér inn nokkrar krón- ur. Svo leið sumarið og veturinn kom. Hann leið, vorið kom og aftur var komið sumar og Filippus var enn ham- ingjusamur. Svo hvolfdust vandræðin yfir, næstum án þess að gera boð á undan sér. I Biblí- unni segir að mikið hungur hafi hafi orð- ið í landinu. Og peningarnir hans voru á þrotum á sama tíma og erfitt reyndist að fá vinnu. Honum til mikillar undrunar varð hann vinafár strax og hann var pen- ingalítill. Hann fór að selja fötin sín til að hafa fyrir mat. Honum var sagt upp hús- næðinu af því hann gat ekki greitt leig- una, svo að hann varð að arka eftir götun- um fram og aftur í leit að vinnu og mat. Það var hættulegt að halda til alltaf á götum úti og sofa í húsasundum og görð- um. Hann hefði vel getað verið barinn eða jafnvel deyddur bara fyrir yfirhöfn- ina, sem hann hafði meðferðis til að halda á sér hita. Svo hann gekk út í sveit, til litlu bóndabæjanna og bað bændurna um vinnu. Loks vorkenndi einn honum og gaf honum vinnu við að gæta svína. Hann verkjaði í magann af svengd. Fil- ippus horfði á svínin róta til í moldinni í leit að fóðrinu, sem bóndinn henti til þeirra. Hann langaði til að stökkva yfir girðinguna og slást við svínin ummatar- leifarnar. Allt í einu datt honum það í hug. Verka- menn föður míns borða hundrað sinnum betri mat en þetta! hugsaði hann með sjálf- um sér. Eg ætla aftur heim til föður míns og biðja hdnn fyrirgefningar. Ég ætla að biðja hann að leyfa mér að vera sem einn af dag- launamönnum hans. Með þá hugsun í huga yfirgaf hann svínastíuna og hóf hina löngu leið heim á við. Filippus varð að fara margra kílómetra leið en hann var ákveðinn í að gefast ekki upp. Og á leiðinni þar sem hann þramm- aði eftir götunum, æfði hann sig í ræð- unni. „Ég hefi syndgað. Ég er ekki lengur þess verður að heita sonur þinn ..." Það var að kvöldlagi þegar hann sá bóndabýlið standa þarna reisulegt og sterklegt og bera við hæðirnar í fjarska. Hann stansaði, beið og hugsaði. Núna þegar hann var svo nálægt heimili sínu, greip hræðslan hann. Hvað ef pabbi vildi nú ekki taka við honum? Hann hafði ekki ætlað sér að koma aftur heim. Hvað ef pabbi vildi hann nú ekki? Hann var þreyttur og máttfarinn. Fötin hans voru óhrein og rifin. Kannski hann færi bara að túngirðingunni og svæfi í hlöðunni. Kannski gæti hann þvegið sér og lagað sig til morguninn eftir og hitt föður sinn þá? Nei, hreint ekki. Nú var of seint að fara í felur. Einhver var þarna á ferðinni langt í burtu á veginum. Nei, einhver var á harðahlaupum til að taka á móti honum. Það var pabbi hans. „Filippus!" hrópaði gamli maðurinn. „Filippus!" Það var svínapest og svitalykt af Filipp- usi, en pabba hans var alveg sama. Hann vafði son sinn örmum. Hann þrýsti hon- um að sér og kyssti hann. Filippus reyndi að byrja á ræðunni, sem hann hafði æft: „Faðir minn, ég hef syndgað. Ég er ekki lengur þess verður að heita sonur þinn." Komið með hið besta En faðir hans hlustaði ekki á hann. Tár- in streymdu niður eftir kinnunum. Hann fór úr yfirhöfn sinni og vafði henni utan um drenginn sinn. „Leyfðu mér að koma heim og vinna sem einn af daglauna- mönnum þínum," sagði Filippus en faðir hans hlustaði ekki á hann. Faðirinn kallaði á þjóna sína. „Komið fljótt með hina bestu skikkju handa hon- um og segið þjónununum að fara að und- irbúa veislu.” Áður en Filippus gat hreyft nokkrum andmælum, var pabbi hans bú- inn að ýta honum á undan sér inn í húsið. Um kvöldið var haldin veisla. Faðir hans bauð nágrönnunum og senn ómaði tónlist, söngur og hlátur um allt húsið. Jesús sagði þessa sögu til að sýna fram á, hvernig Guð kemur fram við þá sem hafa syndgað og snúa sér aftur til hans. Við höfum heyrt þrjár sögur um, hvernig Guð kemur fram við fólk sem er á villi- götum. Þið munið að húsmóðirin leitaði að peningnum (sem vissi ekki að hann var týndur) og hirðirinn leitaði að lamb- inu (sem var týnt en rataði ekki aftur heim). í sögunni um glataða soninn fór faðir- inn (sem táknar Guð) ekki til borgarinnar til að knýja son sinn til að koma aftur heim. Sonurinn vissi að hann var á villi- götum og hann rataði líka heim aftur. Faðirinn knúði hann ekki til að koma heim og faðirinn mun ekki láta okkur elska sig og hlýða sér. En faðirinn — sem táknar Guð — var að bíða eftir syni sínum og að gá að honum. Og þegar hann sá Fil- ippus, hljóp hann til hans. Hann þrýsti honum að sér og kyssti hann. Og svo hélt hann veislu til að sýna hve feginn hann var að sonur hans var kominn heim aftur. Sérstakt verkefni: Gefið hverju barni blað og blýant. Látið það teikna mynd af ein- hverju, sem sonurinn fékk, þegar hann kom heim. Kannski viljið þið skipta bömunum í smáhópa svo að auðveldara sé fyrir börnin að láta sérdetta eittthvað í hug. Biðjið síðan hópforingjana að deila hugmyndunum með öllum hinum. Aöventfréttir 1. 1990

x

Aðventfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.