Aðventfréttir - 01.01.1990, Síða 29
hans. Hann mátti til að kaupa þetta land.
Hann varð að afla nægilegs fjármagns til
að geta fest kaup á akrinum. Hann varð
að finna leið til þess.
Það fyrsta, sem hann gerði morguninn
eftir, var að fara á fund eiganda akursins.
og spyrja hann um söluverðið. Það reynd-
ist afar sanngjarnt en upphæðin var samt
hærri en svo, að hann réði við að komast
höndunum undir svo mikið fjármagn.
Hann arkaði um göturnar allan morgun-
inn en hélt svo loks út á akurinn, akurinn
sinn. Hann þorði ekki að grafa upp kerið
aftur, en eftir því, sem hann gat best séð,
þá hafði ekkert verið hreyft við því.
Síðdegis þennan sama dag tók hann
ákvörðun. I fyrsta lagi gat hann með engu
móti sagt neinum frá fundi sínum. Hann
gat engum treyst fyrir því, vegna þess að
fengi einhver vitneskju um fund hans,
yrði leyndarmál hans fljótlega á allra vit-
orði. I öðru lagi var hann staðráðinn í að
selja allt sem hann átti, svo að hann gæti
aflað þess fjár, sem þurfti til að geta keypt
landið.
Þá lagði hann leið sína á markaðstorgið
til að láta það spyrjast, að húsið hans væri
til sölu. Hvað annað gat hann selt? Verk-
færin sín, auðvitað. Þau voru vel gerð og
fyrir þau hlaut hann að fá gott verð. Hann
yrði að fá hæsta verð, sem mögulegt var
að fá, fyrir hvaðeina, sem hann gæti selt,
því að annars kæmist hann aldrei hönd-
unum undir nægilegt fjármagn til að geta
fest kaup á landinu. Hugurinn bar hann
hann hraðar en fæturnir, þar sem hann
áformaði og áætlaði og lagði á ráð.
Konan hans hélt, að hann væri búinn
að tapa vitinu og börnin hans voru ráð-
villt. En hann Matthías seldi verkfærin
sín hvert á fætur öðru. Það var vinnu-
borð, plógur og asnar, sem hann beitti
fyrir plóginn. Hann seldi hænsni kon-
unnar sinnar. Þá seldi hann dýnuna sína,
sem hann svaf á og körfurnar, sem konan
hans hafði undir mat. Já, hann seldi allt,
hvaðeina, sem hann gat komist höndun-
um undir. Síðast seldi hann húsið. Hann
og fólkið hans allt var á götunni. Allt sem
þau áttu, gátu þau haldið á í höndunum.
Dóttir hans átti ofurlítið smádót og sonur
hans dálitla trékúlu. Konan hans grét í
sífellu.
Þetta hafði verið hreinasta martröð en
loksins hafði hann Matthías nægi-
legt fé undir höndum. Hann
fór til landeigandans og greiddi landið út
í hönd. Maðurinn lét hann hafa afsal,
ásamt litlu korti, þar sem sýnd voru mörk
akursins. Maðurinn sýndi málinu lítinn
áhuga og var ekki laust við að hann væri
þreyttur á því. Hann gat með engu móti
ímyndað sér, hvers vegna veslings Matt-
hías vildi endilega eignast þessa grýttu
akurspildu og var honum svo sem alveg
sama um það. Hann langaði ekkert að
vita ástæðuna. Þau fáeinu hundruð
króna, sem hann fékk greidd fyrir leigu,
þegar honum tókst öðru hverju að leigja
einhverjum akurinn, hrukku varla fyrir
sköttum af honum.
Fjölskyldan hans Matthíasar beið úti á
götu. Þau voru öll ráðvillt og örmagna af
þreytu. Fjölskyldufaðirinn sagði enn
ekki neitt sérlega mikið. Hann hélt bara
af stað gangandi og sagði hinum að elta
sig. Hann skálmaði hröðum skrefum og
flautaði glaðlegt lag. En konan hans byrj-
aði aftur að gráta.
Þau gengu sem leið lá út úr borginni,
eftir moldarveginum og út á akurinn, ak-
urinn þeirra. Jarðvegurinn var bæði
harður og þurr. Illgresi óx í þyrpingum
um allan akurinn og visnaðir kornstöngl-
ar frá síðustu uppskeru veittu þeim
skrámur á ökklana. ,,Áfram nú! Áfram
nú!" sagði hann Matthías í skipunartón,
en samt hröðuðu þau sér ekki. Þeim var
ómögulegt að flýta sér. Svo virtist sem
hann pabbi væri búinn að tapa glórunni.
Allt í einu lét hann Matthías
sig falla niður á hnén
og tók til
við að
grafa. Litla fjölskyldan stóð umhverfis
hann og horfði á steinhissa. Þau gátu enn
ekkert skilið. Skammri stundu síðar lyfti
hann pabbi stórri leirkrukku upp úr
moldinni. Hann leit upp gleiðbrosandi.
Hann hristi hana og þá heyrðu þau skrölt-
ið í peningunum.
Þá kom öll sagan fram í dagsljósið.
Hvernig hann hafði fundið krukkuna
fulla af peningum. Hvers vegna hann
hafði ekki þorað að segja neinum frá
fundi sínum og hvernig hann varð að
skrapa saman allt, sem hann átti svo að
hann hefði nóga peninga til að kaupa
hann. Nú voru þau öll farin að háskæla,
hlæja og gráta á víxl. Pabbi sagði við þau:
,,Við erum rík! Við getum keypt okkur
nýtt hús. Já, við getum keypt hvaðeina,
sem við þörfnumst. Við eigum þennan
akur. Við eigum meira fé en ég hélt að
væri til í heiminum öllum."
Mamma þreif í höndina hans pabba og
þau dönsuðu um grýtta akurinn. Börnin
dönsuðu líka.
Sérstakt verkefni:Lesið texta dagsins upp-
hátt. Utskýrið, hvemig Jesús var að frœða
okkur um, að við yrðum að vita, hvað dýr-
mœtast væri (himnaríki; eilíft líf) og síðan
hvernig við megum ekki láta neitt standa í
veginum fyrir að hljóta það. Gerið lista yfir
það sem mikilvægt er. Á listann má setja
eitthvað óáþreifanlegt, eins og bros. Eldri
börnin skilja að menntun er dýrmœt. Kœr-
leikur innan fjölskyldu er afar dýrmœtur,
lika vinátta. Og það besta alls, himnaríki
Safnið sléttum steinum og látið börnin
mála blóm og/eða orðskviði á þá. Notið
ímyndunaraflið.
Aöventfréttir 1. 1990
29
Bara fyrir krakka