Aðventfréttir - 01.01.1990, Síða 32

Aðventfréttir - 01.01.1990, Síða 32
EFTIR ROBERT S. FOLKENBERG, forseta heimssambands Sjöunda dags aðventista Avarp forseta Kæru trúsystkini. Á bernskudögum sínum reyndi söfnuður okkar að taka á raunsæjan hátt áskorun- inni í starfsskipun Jesú: ,,Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda" (Matt. 28,19). Skömmu áður hafði Jesú gefið þeim þetta fyrirheit: ,,Og þetta fagnaðarerindi um ríkið verður prédikað um alla heims- byggðina öllum þjóðum til vitnisburðar. Og þá mun endirinn koma" (Matt. 24,14). Er frumherjar okkar litu á aðstæðurnar, þá trúðu þeir, að Jesús kæmi mjög bráð- lega, hugsanlega innan eins áratugar. Þeir höfðu nauman tíma og efni, og kom þeim varla til hugar, að þeir ættu að boða fagnaðarerindið um víða veröld. Þá gafst tækifæri til að flytja boðskap þriðja engilsins í Evrópu og síðar í Afríku og Austurlöndum nær. Með góðri uppörvun og reyndar einlægum hvatningarorðum frá Ellen White, víkkaði söfnuðurinn út hugsýn sína og tók nú að líta á allan heiminn sem starfsvettvang sinn. En vera má, að við höfum gert okkur að góðu að geta sagt, að við „ættum fulltrúa" í mörgum löndum og stjórnarfarslegu svæðum heimsins. Sumar þjóðir hafa tylft eða jafnvel tugi aðgreindra tungumálahópa innan sinna marka. Þótt við störfum á einu tungumálasvæði eða í heimahögum einnar ættkvíslar, uppfyllir það ekki þau risastóru viðfangsefni, sem bíða okkar á hinum svæðunum. Það gleður mig að geta sagt að söfnuðurinn hefur enn á ný víkkað út hugsýn sína. í Alheimsáætluninni, sem nýlega hefur verið samþykkkt hefur söfnuðurinn gefið til kynna, að hann geri sér ekki lengur að góðu það eitt ,,að eiga fulltrúa" sína í flestum hinna rúmlega 200 stjórnarfarslegu eininga heimsins. Heldur er það nú takmark okk- ar að ná til allra á þeim 5000 (eða þar um bil) þjóðernis-tungumála og lýðfræðilegu flokkana heimsins — og það innan næstu 10 ára! Kallar ekki slík áskorun sál þína til athafna? Hún færir okkur svo sannarlega sértækan tilgang varðandi bænalíf okkar. „Sannleiksboðskapinn, sem við flytjum, verður að boða þjóðum, tungum og lýð- um. Brátt mun hann verða boðaður hárri röddu og mun þá jörðin ljóma af dýrð hans. Erum við að búa okkur undir þessa stórkostlegu úthellingu Anda Guðs?" (Vitnis- burðir, 5. bindi, bls. 383.). Það dásamlega við Alheimsáætlunina er, að ekki er bundið við, að þar séu regluleg- ir fulltrúar safnaða eða stofnana. Hún yrði dæmd allt frá byrjun til að mistakast, ef því væri þannig farið. Við verðum að sækja okkur innblástur í fyrirmyndir í frum- söfnuðinum — svo sem til hinna trúuðu, sem hurfu frá Jerúsalem og héldu til fjarlæg- ustu staða, og til trúboða úr hópi leikmanna, sem önnuðust sjálfir framfærslu sína, til að mynda þeirra Akvílasar og Prisku — og auk þeirra mætti nefna mikinn fjölda ann- arra, sem komið hafa fram í aldanna rás. Hugleiðið möguleikana, sem nú standa opn- ir hundruðum, já, þúsundum Guði helgaðra aðventfjölskyldna, tæknimanna og sér- menntaðra manna, til að fara inn á svæði, sem söfnuðurinn getur ekki komist inn á. Þeir geta haft áhrif á persónulegan hátt, sem ekki er hægt að hafa með stofnunum. Vinir mínir, heimurinn er að taka hröðum breytingum. Söfnuður Guðs verður að fylgja þessum breytingum eftir. Við verðum að ganga inn um þær dyr, sem nú hafa opnast. Ykkar einlægur bróðir, Robert S. Folkenberg 32 Aöventfréttir 1.1990 CtNTRl

x

Aðventfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.