Aðventfréttir - 01.01.1995, Blaðsíða 5

Aðventfréttir - 01.01.1995, Blaðsíða 5
Frá Æskulýðsdeildinni Æskulýðsstarfið er ferli en ekki rígbundnar hefðir. Hluti af þessu ferli eru hinir mismunandi hópar sem nú eru starfandi að frumkvæði unga fólksins sjálfs. Ungmennin sem hittast í húsakynnum safnaðarins eða í sumarbústöðum eða á heimilum til andlegra stunda eða til félagslegs gamans. Allir eru velkomnir. Engan má því vanta. Sumir heimsækja aldna eða elnmana öllum til mikillar ánægju. Einnig nýtur Hlíðardalsskóli góðs af heimsóknum ungmennanna. Starf- semi unga fólksins er því fjölbreytt um þessar mundir og ber því í skauti sér bjartari framtíð með hækkandi sól. Framundan er æskulýðsvikan (27. - 31. mars) með höfuðáherslu á undlrstöðuatriði kristinnar trúar: Sköpun mannsins, fallið - hvað er synd? Hvað er sálin - hvernig glatast hún - hvernig frelsast hún? Frelsi fyrir fyrirgefningu, frelsi fyrir lög eða sigur Krists og starf Heilags anda. Er hægt að verða fullkomin? Skrökvaði Kristur þegar hann sagði að við ættum að vera fullkomin? Endurkoman, nýja jörðin, eilífðin t Þökkum ykkur öllum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa Bjarna S. Finnssonar Guð blessi ykkur öll Kristín Elísdóttir Elín Bjarnadóttir Halldór Ólafsson Eria Bjarnadóttir Sigurgeir Aðalgeirsson Haukur Bjarnason Erna Svavarsdóttir Hörður Bjarnason OllýSmáradóttir Barnabörn og barnabarnabörn o.s.frv. Komdu, vertu með og taktu þátt. Við hittumst sem vinir þar sem allir eru jafnir að virðingu, þar eð við eigum öll Guð að föður. Seinna (tíminn óákveðinn, sennilega í apríl) verður helgarmót að Hlíðardalsskóla. Efni mótsins verður NÓAFLÓÐIÐ OG ÁHRIF ÞESS Á YFIRBORÐ JARÐAR, ÍSALDIRNAR OG FRUMMAÐUR- INN SVOKALLAÐI. Þú munt heyra útskýringar sem munu koma þér á óvart. Þetta verður því bæði skemmtilegt og fróðlegt, fyrir utan góðan félagsskap. Nánar verður greint frá þessu síðar. Ungmennamótið í sumar verður sennilega dagana 22/23. til 26. júní. Þetta verður ferðamót. Farið verður frá Reykjavík til Skálholts og þaðan um hálendið þvert til Hóla í Hjaltadal. Kynntar verða orsakir siðaskiptanna, saga þeirra hér á landi og áhrif um leið og við heimsækjum þessa sögufrægu staði. Andlegar stundir verða í höndum erlends gests. Hafst verður við í tjöldum og kofum á leiðinni. Þetta verður ógleymanleg upplifun með góðum ferðafélögum og miklum söng, í faðmi stórbrotinnar náttúru og á merkustu slóðum kristninnar á íslandi. Nánari upplýsingar koma seinna. Safnaðarheimili Haf narfj arðarsafnaðar í smíðum Austurhlið hússins Eins og lesendur Aðventfrétta vita festu Samtökin kaup á fokheldu húsnæði í Hólshrauni 3, Hafnarfirði fyrir söfnuðinn þar. Innrétting þess húsnæðis er nú í fullum gangi. Myndirnar hér að ofan eru af húsinu en hluti safnaðarins er rúmlega helmingur suður enda efri hæðar hússins. BjÖRGVIN SNORRASON, Æskulýðsleiðtogi Kirkjuárið 2. ársfjórðungur 1995 APRÍL 1. Útbreiðslublöð og bækur 22. Menntamáladagur - Aðventfréttir - fórn MAÍ 29. „Tökum höndum saman“ - fórn til nýrra safnaða 6. Dagur Systrafélagsins 13. Dagur anda spádómsins JÚNÍ 20. Fórn til Alþjóða líknarsjóðsins 3. Dagur aðventskáta - fórn til skátastarfs Afgefnu tilefni bendum við á að þó að hvíldardagar séu tileinkaðir sérstakri starfsemi eða málefni er ekki tekin upp sérstök fórn nema á þeim dögum þar sem þess er getið. Allar aðrar fórnir renna í safnaðarsjóð. AðventFréttir 1,1995 5

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.