Aðventfréttir - 01.10.2009, Blaðsíða 4

Aðventfréttir - 01.10.2009, Blaðsíða 4
Sönn menntun eftir Ellen G. White Uppspretta og tilgangur sannrar menntunar Sönn menntun felur meira í sér en að stunda nám í ákveðnu fagi. Hún snertir persónuna í heild sinni og varir allt lífs- hlaup hennar í þessum heimi og um alla eilífð. Hún er samstilling þroska líkama, hugar og anda. Eftirfarandi innblásið orð opinberar upp- sprettu slíkrar menntunar með skírskotun til hins eilífa Guðs: I honum „eru allir fjár- sjóðir spekinnar og þekkingarinnar fólgnir" Kól 2.3. Heimurinn hefur átt sína merku fræðimenn, menn og konur gædd afburða gáfum og þekkingu, fólk sem hefur örvað hugsun og gert aðgengilegar miklar víddir þekkingar. En einn er þeim æðri. Eins og hnettir sólkerfisins endurvarpa birtu sólar- innar þannig munu einnig miklir hugsuðir heimsins, sé hugsun þeirra í samræmi við sannleikann, endurvarpa geislunum sólar réttlætisins. Sérhver ljósgeisli mannlegar þekkingar, sérhver gáfnaglampi, hefur upp- runa sinn í hinu guðlega ljósi alheimsins. Nú á dögum er mikið talað um eðli og gildi „æðri menntunar". En uppruni sannrar „æðri menntunar" er hjá Guði, „af munni hans kemur þekking og hyggindi" Ok 2.6. Öll sönn þekking og raunverulegur þroski hefur uppsprettu sína í þekkingu á Guði. Hvar sem við berum niður, á líkamlegu, vitsmunalegu eða andlegu sviði, í hverju því sem við leggjum stund á, að undan- skilinni eyðileggingu syndarinnar, er þessi þekking opinberuð. Það er sama hvaða rannsókn við vinnum að í einlægri leit að sannleikanum, þá komumst við í snertingu við hina ósýnilegu, stórkostlegu guðlegu greind sem starfar alls staðar og er í öllu. Mannlegur hugur tengist huga Guðs, hið takmarkara hinum ótakmarkaða. í þessum tengslum birtist æðsta stig menntunar. Þetta er aðferð Guðs til upp- byggingar. „Vingast þú við hann“ (Jb 22.21) eru skilaboð Guðs til alls mannkyns. Að- ferðin sem kemur fram í þessum orðum er aðferðin sem var notuð í menntun Adams og Evu. Dásamleg áætlun Guðs Til þess að skilja hvað menntun felur í sér verðum við að hugleiða bæði eðli mann- kynsins og tilgang Guðs með sköpun þess. Við verðum einnig að bera í huga breyt- inguna sem varð við innreið hins illa í heim- inn og áætlun Guðs varðandi dýrðlegan tilgang sinn í menntun mannkyns. Þegar Adam og Eva komu úr hendi Skapara síns líktust þau honum að eðlinu til, jafnt líkamlega, vitsmunalega og andlega. „Guð skapaði manninn eftir sinni mynd“ (1M 1.27) og áætlun hans var, að því lengur sem þau lifðu því betur myndu þau endurspegla þessa mynd. Öll hæfileikasvið þeirra höfðu möguleika á því að þroskast; öll geta þeirra og kraftur átti stöðuglega að eflast. Svigrúm þeirra til rannsókna og framkvæmda var stórfenglegt og heillandi. Leyndardómar hins sýnilega alheims - „dásemdir hans, sem fullkominn er að vísdómi“ (Jb 37.16) - biðu rannsókn þeirra. Persónuleg samskipti þeirra við Skapara sinn, augliti til auglitis og af innileik hjartans, voru þeirra mestu for- réttindi. Ef þau hefðu verið holl Guði hefði þetta verið svo að eilífu. Gegnum eilífar aldir myndu þau halda áfram að eignast nýja íjársjóði þekkingar, uppgötva ferskar lindir hamingju og öðlast dýpri og enn dýpri skilning á visku, mætti og kærleika Guðs. I æ ríkari mæli hefðu þau uppfyllt tilgang sköpunar sinnar, á fyllri og enn fyllri hátt hefðu þau endurspeglað dýrð Guðs. En vegna óhlýðni gekk þetta þeim úr greipum. Vegna syndarinnar var þessi guðlega ímynd bjöguð og nær afmáð. Það dró úr líkamlegu atgervi mankynsins, vits- munaleg geta varð minni, og andlegt ástand dofnaði. Dauðinn varð að veruleika í tilveruheimi þeirra. En samt var mannkynið ekki án vonar. Vegna óendanlegs kærleiks og miskunnar var þeim veitt reynslutíma- bil náðar. Að endurgera ímynd Skaparans í mönnum og konum, að færa þau aftur til þeirrar fullkomnunar sem þau voru sköpuð til - þetta skildi verða verk endur- lausnarinnar. Þetta er markmið og til- gangur menntunar, hinn háleiti tilgangur lífsins. Staður kærleikans Kærleikur, grund- völlur sköpunar- innar og endur- lausnarinnar, er undirstaða sannrar menntunar. Þetta er gengur skírt fram af boðorðum Guðs sem hann hefur gefið sem leiðbein- ingar í lífinu. Fyrsta og merkasta boð- orðið er: „Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum mætti þínum og öllum huga þínum“ (Lk 10.27). Að elska hann, eilífan, alvitran Guð, af öllum mætti, huga og hjarta eflir þroska sérhvers mannlegs máttar til hæstu hæða. Það felur í sér að ímynd Guðs endurheimtist í huga og sál. Annað boðorðin er líkt því fyrsta: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig“ (Mt 22.39). Boðorðin um kærleikann kalla á það að líkaminn, hugurinn og and- inn séu helguð þjónustunni við Guð og mannkynið. Um leið og þessi þjónusta er blessun öðrum veitir hún okkur sjálfur einnig mikla blessun. Óeigingimi liggur til grundvallar öllum sönnum þroska. Með óeigingjarnri þjónustu ræktast sérhver hæfileiki til fulls. Við verðum í æ ríkari mæli þátttakendur í guðlegu eðli. Þar sem Guð er uppspretta allar sannrar þekkingar er fyrsta skerf menntunar að beina huga okkar að opinbemn hans á sjálfum sér. Adam og Eva fengu þekkingu með beinum samskiptum við Guð og þau lærðu um hann af verkum hans. Allir skapaðir hlutir í upprunalegri fullkomnun sinni voru tjáning Guðs á hugsunum sínum. Fyrir Adam og Evu var náttúran öll barmafull af guðdómlegri visku. En vegna syndarinnar var manninum ekki lengur mögulegt að læra af Guði með beinum samskiptum og að mörgu leyti ekki heldur af verkum hans. Jörðin, spillt og saurguð af synd, birtir óskýra mynd af dýrð Guðs. Enn er samt hægt að sjá hönd Skaparans í náttúrunni, en þær opinberanir em ófullkomnar og sem fallið mannkyn erum við óhæf til að túlka þær réttilega. Við þurfum fyllri opinberun af Guði sem I AÐVENTFRÉTTIR • OKTÓBER 2009

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.