Aðventfréttir - 01.10.2009, Blaðsíða 10

Aðventfréttir - 01.10.2009, Blaðsíða 10
Kaldur í Kanada Eftir Esra Elíasson Ég kaus að fara á Fountainview Ac- Academy í B.C. í Kanda eftir að hafa fengið val um þrjá skóla: tvo heima á Islandi og einn erlendis. Hér er ég í 9. bekk. Skólinn er stað- settur á búgarði sem smá saman breyttist í skóla. Við erum í skólanum 4 klst á dag svo vinnum við í 3 Vi klst. Síðan er hljómsveitar-og kóræfing. Aðra hverja viku fæ ég selló og píanókennslu. Ég er búinn að læra margt m.a. að skipta um dekk á traktor. Ég hlakka mest til að fara að vinna á bílaverk- stæðinu. Núna erum við að þurrka ávexti: perur, epli, apríkósur, plómur og taka upp gulrætur. Við fáum ný- pressaðan gulrótarsafa og nýpressaðan eplasafa. En þessi skóli er stærsti framleiðandi af lífrænt ræktuðum gulrótum í B.C. og hér er fullt af ávaxtatrjám. Framundan hér er alþjóðleg “food- fair” þar sem við kynnum mat frá okkar landi. Við fórum til bæjarins Lillooet sem er næst okkur í 30km fjarlægð og gengum hús úr húsi til að bjóða fólkinu í mat til okkar í tilefni alþjóðlegur “food-fair”. Reiknað er með að um 300 manns komi. Skólinn gerir þetta til að kynnast nágrönnunum og leyfa þeim að kynnast skólastarfinu. A morgnana eru bæna- stundir. Fyrst lesum við sjálf og svo hittist hver gangur fyrir sig og les bókina Vegurinn til Krists annan hvern morgun og svo hina morgnana deilum við með hvert öðru því sem við lásum um morguninn. Einnig eru sameiginlegar kvöldbænir. A hverju kvöldi fara allir strákarnir út úr strákavistinni og leika sér í smá tíma. Við förum oft í útilegur um helgar og leikum okkur á kanóum, vatnaskíðum og sæþotum. Hér stelst enginn út á kvöldin eftir myrkur því þá fara birnirnir, villihundarnir, og fjallaljónin á kreik. Hér sjást líka dádýr stundum á daginn. Skólinn er nefnilega staðsettur uppi í íjöllum 4 klst norður af Vancouver. Það sem er kannski sérstakt er að hér er mjög stór hljómsveit og stór kór. Við ferðumst mikið og höldum tónleika. Ég spilaði með hljómsveit- inni á sumarmóti hér í Kanada í ágúst, þar voru nokkur þúsund manns, og einnig í Arizona í Bandaríkjunum. Hljómsveitin spilar við guðsþjónustu á hverjum hvíldardegi. Það besta hér er auðvitað maturinn sem er ótrúlega góður. Þetta hafði ég heyrt frá fyrrverandi nemendum og það er rétt. Félagslífið er skemmtilegt. Hér eru 80 strákar og stelpur, allir SDA nem- endur og það eru margir á biðlista. Starfsfólkið er svo vingjarnlegt og er alltaf að gera eitthvað með okkur. Síðasta hvíldardag var mér boðið í mat ásamt nokkrum nemendum heim til eins kennarans og það var svo gaman þar. Slagorð skólans er: “Við byggjum upp persónuleika”. Skólinn leitast eftir því að fylgja þeim ráðleggingum sem er að finna í bók Ellen G. White Education (Mennturí) og auðvitað Biblíunni. Ég og Agnes frænka erum svo ánægð að fá að vera hér. Kveðja, Esra Elíasson Manneskja í mótun Eftir Kristínu Guðnadóttur í þrjú ár var ég við Tyrifjord vid- videregáende skole (TVS). Úff, það er svo margt eftirminni- legt! Heimavistin var bara fín. Maturinn var góður, að mínu mati, þó margir kvörtuðu yfir honum. Sam- göngur voru kannski ekki þær bestu enda fátt fólk að ferðast þarna um kring. Kennslan var samt mjög góð! Að vísu ég skildi ekki mikið í byrjun náms þar sem ég kunni enga norsku þegar ég flutti út. í skólanum var mikill agi og virðing fyrir bæði kennurum og nem- endur, sem kom mér frekar á óvart! Ég var óvön þessu, því þessi hegðun var ekki skólanum sem ég hafði verið í. í skólanum voru oft samkomur eða einhverskonar samvera. Um helgar voru oft vöfflur og bíó, eða grill úti á túni. Um vor og haust voru kórferðir, bekkjaferðir og tl. Allt þetta þótti mér voða gaman og kynntist mörgum nýjum krökkum. Var sérstakur stuðningur við trúarlíf á staðnum? Já! Á hverjum virkum degi var „andakt” (andleg hugleiðing) í byrjun skóladags og svo aftur á kvöldin. Allir nemendurnir í skólanum fengu líka í einn biblíufræðslutíma á viku. Svo voru prestar og annað starfs- fólk alltaf nálægt ef einhver spurning skyldi koma upp í huga manns varð- andi trúna. Það sem einkenndi skólann sem aðventskóla var auðvitað hollur matur og mikið af andlegum hugleiðslum. Já, og svo innsöfnunin til ADRA á hverju hausti sem allir tóku þátt í. Þessi þrjú ár sem ég var þarna hafa pottþétt mótað líf mitt á einhvern hátt, vonandi til hins betra. Þegar ég lít til baka er ég þakklát fyrir að hafa valið þennan skóla. Fólkið sem ég kynntist í gegnum TVS mótaði mig í þá átt sem ég vildi og vil enn fara - áttina til himins. Þegar andlegir erfiðleikar koma eru það einmitt vinirnir í kirkjunni sem halda mig uppi. Mér finnst æðislegt hvernig vinanetið mitt innan kirkjunnar 10 AÐVENTFRÉTTIR • OKTÓBER 2009

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.