Aðventfréttir - 01.10.2009, Blaðsíða 8

Aðventfréttir - 01.10.2009, Blaðsíða 8
Eitt ár að heiman Eftir Elísu Elíasdóttur Þegar ég var 14 ára hafði ég lokið grunnskóla en þótti of ung til að fara í framhaldsskóla. Þess vegna ákvað ég að nýta eitt ár á Bogenhofen að- ventskólanum okkar í Austurríki. Skólinn er lítill, u.þ.b. 150 nemendur en samt er þar er guðfræðideild, menntaskóli og þýskuskóli fyrir út- lendinga. Einnig var líka nýlega bætt við heilsudeild. Ég fór í þýskuskólann og í því námi fólst hlustun, ritun, málfræði, þýsk menning, þýsk saga og þýskar bókmenntir. Svo var líka kristinfræði í hverri viku. Aðstaðan á skólanum var alveg meiriháttar, vistirnar eru með þeim flottustu sem finnast í aðventskólum í heiminum. Á vistinni eru stór og björt tveggja manna herbergi með salerni inni á hverju herbergi. Það eru lítil eld- hús í báðum vistunum, til þess að nem- endur gætu útbúið sér eitthvað og geymt mat í kæli. I kjallaranum á stelpuvistinni er nýuppgert bókasafn og þar var verið að opna ,Jillen G. White Study Center“. Hægt er að komast í tölvu bæði á bókasafninu og í tölvu- stofunni sem er í annarri byggingu. Skólinn er staðsettur á mjög fallegum stað úti í sveit en samt aðeins 5 mínútur í næsta bæ, sem er rétt við landamæri Þýskalands. Frá skólanum er aðeins einn klukkutími til Salzburg og þangað fór bekkurinn minn, meðal annars, á jólatónleika. Kennslan á skólanum er mjög góð og ég varð svo sannarlega ekki fyrir von- brigðum! Kennararnir búa annaðhvort á staðnum eða í næstu bæjum og því kynntumst við þeim mjög vel. í mötuneytinu var mjög góður matur og t.d. á morgnanna var alltaf hlaðborð með allskonar brauði, ál- eggjum, morgunkorn, ávöxtum og oft voru líka grautar. Það var mjög góður og fjölbreyttur matur. Það sem einkennir skólann er að þar er verið að reyna að fara eftir boðskap safnaðarins og leiðbeiningum Ellenar White. Svo var mikið tónlistarlíf á skólanum og í skólagjaldinu er nám á eitt hljóðfæri innifalið og svo er bæði skólakór og hljóm- sveit. Síðan eru alltaf tvær kórferðir á hverju ári og þegar ég var þarna fórum við til fyrst til Sviss og svo til Þýskalands. Það var mjög gaman. Tónlistarkennararnir voru mjög góðir og það setur alltaf ákveðinn svip á skóla- lífið þegar tónlistarstarfið er öflugt. Félagslífið á skólanum var mjög gott, þegar maður býr á vist kynnist maður krökkunum ennþá betur og það var alltaf eitthvað að gerast. Sumir voru alltaf í ævintýraleit og fóru á kanóa og óðu upp ár og fóru í feluleiki í myrkrinu í risa skógi eða kveiktu varðeld niður við næsta stöðuvatn og veiddu fisk og þóttust vera einir á eyðieyju og „týndust“ á maísökrum á leiðinni heim. Aðrir vildu bara hafa það rólegt og þá var svona lítill samkomustaður sem var hálfgerð félagsmiðstöð þar sem nem- endur skiptust á að sjá um sjoppu sem seldi ís og vöfflur á laugardagskvöldum og þar var hægt að sitja og spjalla, spila eða fara í leiki. Svo voru alltaf reglu- legar uppákomur og þá var bara um að gera að láta hugmyndaflugið ráða, einu sinni var keppt í eggjakasti og svo var líka „viltu vinna milljón" spurninga- keppni og aðal vinningurinn var að fara með enskukennaranum og mann- inum hennar annaðhvort til Feneyja eða Berlínar. Svo var auðvitað margt íþróttafólk og það var alltaf fótbolti á sunnudögum og blak á miðviku- dögum og svo var körfubolti líka vin- sæll. Svo voru nokkrar gönguleiðir rétt hjá og ég og vinkona mín fórum oft á línuskauta. Það var mikil áhersla lögð á það að krakkarnir mynduðu þeirra eigin samband við Jesú og það var allt gert til að styðja þau í því. Það var sam- eiginleg morgunbæn alltaf eftir fyrstu kennslustundina svo var kvöldbæn rétt fyrir kvöldmat og nemendurnir skiptust á að hafa þær. Svo er stór kirkja á staðnum, rúmar örugglega 500-600 manns og guðþjónusturnar voru alltaf mjög hátíðlegar. í upphafi skólaársins var hægt að skrá sig í ungmennahópa og það virkaði þannig að guðfræðinem- endurnir voru kannski 2-3 saman og tóku 10-15 krakka í sinn hóp og þessir hópar gerðu alltaf eitthvað saman á föstudagskvöldum og þeir fóru yfir hvíldardagsskólalexíuna saman og svo gerðu þeir oft eitthvað á laugardags- eftirmiðdögum og minn hópur hittist líka í klukkutíma á miðvikudögum og las saman. Það var boðið uppá biblíu- lestra á skólanum, þá venjulega 2-3 saman með kennara og mjög margir tóku þá ákvörðun að skírast eftir þessar biblíulexíur. Það var alveg frábær upplifun að fá þetta tækifæri til að vera þarna. Ég kynntist svo mörgu nýju fólki og eignaðist svo góða vini sem ég veit að ég á eftir að þekkja lengi. Það var líka svo gaman að kynnast nýrri menningu (þó hún virðist ekki mikið öðruvísi þá er hún sko allt öðruvísi!) og að læra nýtt tungumál og það er bara svo ótal margt sem maður lærir en tekur ekki einu sinni eftir að hafa lært. Maður sér hluti í allt öðru ljósi, lendir í ýmsu og lærir að standa aðeins meira á eigin fótum, þar voru engin mamma og pabbi til að redda hlutunum, þó þetta hafi orðið mér eins og önnur ljölskylda! Mér leið afskaplega vel þarna. 8 AÐVENTFRÉTTIR • OKTÓBER 2009

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.