Aðventfréttir - 01.10.2009, Blaðsíða 7

Aðventfréttir - 01.10.2009, Blaðsíða 7
orð Guðs, að þau læri orð hennar utan- bókar, og þekki hvað Ritningarnar segja um lífið og dauðann. Eg vil að börnin mín séu grundvölluð í trú á góðan og réttlátan Guð, og að þau sjái fyrirmynd trúarinnar í kennurum sínum. Opinberir skólar geta engan veginn keppt við kristileg ígildi sem kennd eru í safnaðarskólum, né geta þau undirbúið börnin mín fyrir himin- inn. Er hægt að verðleggja slíka menntun? Á haustin þegar skólarnir opna dyr sínar, og nemendur hefja árlega skóla- göngu sína, er ég agndofa yfir því hve margir foreldrar telja sig ekki hafa efni á að send börnin sín í kristilegan skóla, eða halda að opinberir skólar séu betri fyrir börnin sín. Safnaðarskólar hafa ef til vill ekki eins marga valkosti, og þeir geta ekki boðið upp á sterkt íþrótta starf. En hvaða máli skiptir það þegar Jesús kemur aftur? Hér í South Bend, þjóna ég 500 manna söfnuði. Við höfum yfir eitt hundrað börn á barna- skóla aldri, en á síðastliðnum vetri voru bara 25 nemendur í safnaðarskólanum okkar. Við gátum ekki við þetta setið og gerðum átak í að tala máli barnanna og útskýra fyrir foreldrum hvers vegna kristileg menntun væri svo þýðingar- mikil. Núna eru 40 nemendur í skólanum okkar, og tleiri foreldrar eru að hugsa um að senda börnin sín þangað. Þetta er í rétta átt, en samt eru allt of mörg af börnum okkar sem sitja við fætur kennara sem trúa ekki að Jesús sé að koma aftur innan mjög skamms tíma. Kristnir skólar eru langt frá því að vera fullkomnir, og ungt fólk leitar stundum að ýmsum strákapörum. Vandamálin geta verið stór, og unga fólkið býr stundum við atleiðingar mis- taka sinna um alla æfi. En það er ekkert veganesti eins þýðingarmikið og að þekkja Jesú Krist, og þau forréttindi að læra við fætur þeirra sem elska Jesú. Reykurinn af sykri og saltpétri blöndunni lagði um alla stúlkna vistina, og að sjálfsögðu lentum við í vand- ræðum fyrir. Reykurinn hvarf og stein gólfið varð ekki fyrir neinum skemmdum. Á meðan sitja sögurnar um Jesú áfram í hugum okkar, og trúin á Jesú er aldrei langt undan. Síðasta loforð Gamla Testamentisins, og síðasti texti Gamla Testamentisins, Malakí 4:5,6 bendir á að Guð muni leiða börn og foreldra saman á ný, bæta sambönd þeirra og undirbúa fjöl- skyldur fyrir komu Jesú. Þetta gefur mér mikla von. Alveg eins og Guð frelsaði Nóa og fjölskyldu hans, Rahab og fjölskyldu hennar, Kornelíus hundraðshöfðingja og fjölskyldu hans, og fangelsisstjórann í Filippí og fjöl- skyldu hans, þá er ég viss um að Guð mun efna loforð sitt og frelsa börnin okkar einnig. Fátt er eins áhrifa mikið í þeim undirbúningi og að senda börnin í kristilegan skóla þar sem Jesús er skólameistarinn. Hvar stundar barnið þitt nám? SDA Menntun Eftir Frode Jakobsen Sjálfur ólst ég upp í Noregi og gekk þar í skóla sem var á vegum kirkjunnar okkar, fyrst 9 ár í grunnskóla og svo 3 ár á Tyriíjord Vide- regáende skole þar sem ég lauk stúdents- prófi. Einu ári síðar lá leiðin til Englands á Newbold. Þar var ég þrjú ár í skóla ef dreginn er frá einn vetur sem ég vann með ágætu fólki á Hlíðardalsskóla. Fyrsta reynsla mín af skóla utan okkar kerfis var þegar ég skráði mig í Háskóla Islands þegar ég var orðinn 25 ára gamall. Þá var ég búinn að læra eða vinna á menntastofn- unum aðventista 18 af þessum 25 árum. í dag er ég búinn að vera annað hvort að læra eða vinna við menntastofnanir aðventista talsvert meira. Mér finnst það mikil forréttindi að fá að læra í aðventistaskóla. Mér finnst einnig mikil forréttindi að fá að vinna í aðventistaskóla. í okkar fámenna, kristna skóla leyfist manni að hafa sérstakar áherslur í samræmi við okkar trú. Á sama tíma viljum við að sjálf- sögðu undirbúa nemendur undir fram- haldsnám og þátttöku í lýðræðis þjóð- félagi. Það er alltaf ánægjulegt að hitta fólk hvar sem er á landinu við hvaða kringumstæður sem er, sem hefur kynnst okkar starfi í gegnum skólastarf okkar hér á landi. Það var síðast í síðustu viku sem ég átti leið inn á bílasölu hér í borginni. Ég fór að spjalla við eigandann og það kom fljótlega í ljós að hann hefði sjálfur verið þrjú ár í skólanum okkar við Ingólfsstræti fyrir mörgum árum. Með honum í skólanum var ungur strákur sem var nýfluttur frá Danmörku. Sá maður er núna forstöðumaður kirkju okkar hér á landi. Margt gott hafði hann lært þar og góð kynni af kirkju okkar. Skólar okkar, hvort sem þeir hafi verið í Keflavík, Vestmannaeyjum, Ölfusi eða Ingólfsstræti, Bauganesi eða núna hér í Suðurhlíð- inni, þá hafa þeir allir gefið fólki tækifæri bæði til að fá almenna menntun en einnig kristna fræðslu. Það er oft sem maður l 1 > sjálfur vitnar í Orðskviðurnar þegar maður lætur orð falla um menntun og uppeldi. Sérstaklega nota ég oft eftirfarandi vers: “Sá sem elskar aga elskar þekk- ingu en sá sem hatar umvöndun er heimskur.” (Orðskv. 12:1) og “Fræð þú sveininn um veginn, sem hann á að halda og á gamals aldri mun hann ekki af honum líta.” (Orðskv. 22:6) Mér finnst hlutverk okkar í skólastarfi fela í sér mikla ábyrgð og það er mikilvægt hvernig við stöndum að því. En þegar við höfum ritninguna sem grunn í okkar starfi og kærleikinn til náungans, þá er ég sannfærður um að Guð blessi starfið. Megi Guð blessa skólann okkar og allt starf sem fer hér fram um v/ ókomin ár. Frode F. Jakobsen skólastjóri í Suðurhlíðar- skóla AÐVENTFRÉTTIR • OKTÓBER 2009

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.