Aðventfréttir - 01.10.2009, Blaðsíða 3

Aðventfréttir - 01.10.2009, Blaðsíða 3
Námskeið á vegum Boðunarstarfs Reykjavíkursafnaðar Eftir Vigdísi Lindu Jack í síðustu viku ágústsmánaðar byrjuðu námskeið í Suðurhlíðarskóla á vegum Aðventkirkjunnar í Reykjavík. Þau voru haldin með það að markmiði að ná til fólks, hjálpa því, kynnast því og að það kynnist okkur sem söfnuði. Margir voru tilbúnir að rétta hjálparhönd bæði við kennslu og að undirbúa veitingar sem boðið var upp á í frímínútum. Námskeiðin voru af ýmsum toga og nýttist vel þekking safnaðarmeðlima á margvíslegan hátt. Boðið var upp á enskukennslu, spænskukennslu, slökunarnudd, heilsu- fæðismatreiðslu, mexíkanska mat- reiðslu, prjónakennslu og heimilisfjár- mál. Almenn var ánægja á meðal nemend- anna og áhugi fyrir áframhaldandi námskeiðahaldi. Því var ákveðið að halda áfram með enskukennsluna en hún fer nú fram í safnaðarheimili kirkjunnar í Reykjavík tvisvar í viku. Boðið verður upp á áframhaldandi spænskukennslu síðar í vetur. Einnig var brugðið á það ráð að bjóða þeim sem komu á prjónanámskeiðið að vera með í prjónaklúbb sem er oft haldinn af konum á öllum aldri innan safnaðarins. Svo hefur myndast stór hópur útlend- inga sem hefur mikinn áhuga á námi í íslensku og hafa myndast a.m.k. tveir hópar sem eru að fá kennslu í safnaðar- heimilinu á Ingólfsstræti. Hópar nemenda hafa komið saman um helgar og hefur aðstaðan í Suður- hlíðarstofunni nýtist vel þar sem hópur- inn spilar borðtennis og billjard. Hópur- inn skellti sér líka á Hlíðardalsskóla þar sem þau spiluðu blak. Vegna eftirfylgninnar hafa þeir sem tóku og eru að taka þátt í námskeiðunum náð að kynnast og myndað vinatengsl, bæði við starfsfólk og samnem- endur. Auk þess að kenna mat- reiðslu, hannyrðir og tungumál er einnig boðið upp á námskeiðið "Boðskapur Biblíunnar" sem verður haldið í Suðurhlíðarskóla n.k. vikur en mun það byrja 14. og 15.okt. Námskeiðið er haldið til að út- skýra grunnkenningar Biblíunnar og til að hvetja fólk til lesturs á henni. Safnaðarmeðlimir eru hvattir til að bjóða vinum og kunningjum að koma á það námskeið. Ef einhver hefur áhuga á að hjálpa til á námskeiðinu er sá hinn sami beðinn um að hafa samband við Vig- dísi Lindu Jack í síma: 867-1640. Það er mikill áhugi fyrir að bjóða því fólki sem hjálpað var með garðahreinsun og gluggaþvott í sumar og þeim sem tóku þátt í námskeiðunum að koma í kirkjuna okkar í súpu og brauð. Von- andi mun það verða að veruleika í október eða nóvember. I lokin má ekki gleyma að minnast á það sem er næst á döfinni en það er hjálparhönd í vetrarskammdeginu. Miðum mun vera dreift í húsin í kringum kirkjuna okkar og fólki boðið upp á geymsluhreinsun og að snjórinn verði hreinsaður af bílum fólks eld- snemma morguns. Markmiðið er að hjálpa fólki og leyfa þeim að kynnast okkar söfnuði. Allir eru velkomnir að taka þátt í þessu átaki. Við biðjum allan söfnuðinn um að biðja fyrir þessum verkefnum svo Guð leiði okkur og gefi okkur tækifæri til að tengjast fólki svo það mætti tengjast Jesú Kristi. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í þeim verkefnum sem framundan eru hafi samband við: Tómas og Dovile eða Adrian og Vigdísi „ T-fírm vítri fifýðír á oj eyfor íær/óm sírrn, ocj finn fijjjjní nemur fioffar fífsreyfur." öf //j? AÐVENTFRÉTTIR • OKTÓBER 2009 3

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.