Aðventfréttir - 01.10.2009, Blaðsíða 5

Aðventfréttir - 01.10.2009, Blaðsíða 5
hann hefur gefið okkur í rituðu Orði sínu. Heilög Ritning er fullkomin mælikvarði sannleikans, og ætti því að skipa æðsta sess í menntun. Til þess að eignast menntun sem stendur undir nafni verðum við að eignast þekkingu á Guði skaparanum, og Kristi, frelsaranum eins og þeir eru opinberaraðir í heilögu Orði. Kraftur til að hugsa og gera Hverri einustu persónu sem sköpuð er í Guðs mynd er gefin kraftur í líkingu við kraft Guðs sem gerir henni kleift að hugsa og framkvæma. Menn og konur sem taka ábyrgð, eru í forsvari og hafa áhrif á lyndis- einkunn annarra eru þau sem hafa þroskað með sér þennan kraft. Sönn menntun eflir þennan kraft og þjálfar ungt fólk til þess að hugsa sjálfstætt fremur en að endurspegla skoðanir annarra. Leiðum nemendur til uppsprettu sannleikans í náttúrunni sem opnar óendanlega möguleika til rannsókna, og til sannleika opinberunarinnar. Látum þá hugleiða staðreyndir um skyldu þeirra hér og um eilífðina. Þannig verða þau víðsýnni og hugur þeirra styrkist. í stað þess að útskrifa menntaða örvita geta mennlastofnanir útskrifað menn og konur sem eru sterk í hugsun og verki, einstaklinga sem hafa stjórn á kringum- stæðum sínum en láta þær ekki stjórna sér, einstaklinga sem búa yftr víðfeðmi hugans, skýrri hugsun, og hugrekki til að fylgja sannfæringu sinni. Þess konar menntun styrkir lyndiseinkunnina þannig að sannleikanum er ekki fómað fyrir sjálfelska löngun og veraldlega framagimi. í stað þess að leyfa ástríð- unum að hafa eyðileggj- andi áhrif er hver löngun og tilgangur sett í samræmi við megin- reglu réttlætisins. Þegar við dveljum við full- komna lyndiseinkunn Guðs verður hugur okkar endumærður og andinn endur skapaður í mynd hans. Námskeið í vetur Kirkjan í Reykjavík mun bjóða upp á hvíldardagsskóla í vetur fyrir fólk sem er utansafnaðar. Hvíldardagskólinn verður í umsjón Birgis og Halldórs. Dagskráin verður auglýst víða í nágrenni Reykj avíkurkirkj u. Þetta er kjörið tækifæri fyrir ykkur að bjóða vinum og áhugamönnum þar sem kennslan verður kerfisbundin og auðskilin með áherslu á gmnnatriði trúar okkar og mikilvægi þess að ganga með Guði. Hvaða menntun getur verið æðri þeirri sem hér er lýst? Hvað getur verið jafn verðmætt? „Hún fæst ekki fyrir skíragull, og ekki verður silfur reitt sem andvirði hennar. Eigi verður hún Ófírgulli goldin... Að eiga spekina er meira um vert en perlur" (Jb 28:15-18). Hugsýn Guðs l'yrir okkur Hugsýn Guðs fyrir börn sín er æðri en æðsta hugsun nokkurrar mannveru. Guð- rækni er markmiðið sem stefnt er að. Nemendum er opnaður farvegur fyrir stöðugar framfarir, takmark sett til að sækjast eftir, staðall sem inniheldur allt gott, fagurt og fullkomið. Nem- endum fer fram eins hratt og mögulegt er í hverri grein sannrar þekk- ingar. En viðleitni þeirra mun verða stýrt til markmiða sem eru miklu æðri en sjálfhverf og jarðnesk markmið vegna þess að himin- inn er æðri en jörðin. Kennarar eru að gera gott og göfugt starf með því að vinna að því guðdómlega á- formi að miðla ungu fólki þekkingu á Guði og móta lyndiseinkunn þeirra í samræmi við eðli hans. Með því að vekja löngun nemendanna á að sækjast eftir hugsýn Guðs veita þeir menntun sem er eins há og himin- inn og víð eins og alheimurinn. Slíku menntunarferli verður ekki lokið í þessu lífi en haldið áfram á himnum. Þessi menntun tryggir farsælum nemendum vegabréf frá undirbúningsskólanum á jörðinni til æðra stigs, skólanum á himnum. Skóli sérhannaður fyrir þig um málefni sem allir tala um en fáir hafa kynnt sér nánar. Á laugardögum klukkan 11-12 verða valin erindi úr Bibliunni tekinn og rannsakaðir. Opið öllum. Staður: Hliðarsalur Aðventkirkjunnar, Ingólfsstræti 19,101 Rvk. 24/10 - Sköpun: Móðir náttúra eða Guð Faðir? 31/10 - Er Guð þögull eða hefur Hann talaö? 7/11 - Reis Jesú virkilega upp frá dauðum og af hverju skiptir það mig máli? 14/11 - Getur Guð veriö góður en heimurinn vondur? 21/11 - Endurkoma konungsins 28/11 - Hvað er frelsun? 5/12 - Ritað í stein (lög Guðs) 12/12 -Að skilja Gamla Testamentið - Helgidómur gyðinga, fyrsti hluti 16/01 - Hin óverðskuldaöa gjöf Guðs til þín (náðin) 23/01 - Að skilja Gamla Testamentið - Helgidómur gyðinga, annar hluti 30/01 - Hvíldardagurinn 6/01 - Himnarlki er alvöru staður 13/01 - Það sem Faróamir vissu ekki (ástand hinna dauðu) 20/02 - Að upplifa lífið til fullnustu (heilsa) 27/02 - Að þekkja vilja Guðs í lífi þínu Úrtak úr bókinni Tnie Education (Sönn Mennliin) Eflir Ellen G. White, bls. 9-13. Þýtt af Jóhönnu Jóhannsdóttur og Eric Guðnumdsson Ellen G. White fæst í Frækorninu í bókarforlagi okkar aðventista, Frækominu, er I hægt að nálgast bækur Ellen G. White ásamt mörgum öðrum kristilegum bókum I bæði fyrir fullorðna, ungl- inga og böm. Einnig er til sölu annað efni. Til dæmis mynddiskar (dvd), bæði fyrirlestrar og bamaefni, sálmabækur, tónlistardiskar (cd), biblíulexíur og fleira. Bókaforlagið er á sama stað og skrifstofa kirkjunnar, eða Suðurhlíð 36 (neðri hæð). Opið er frá 8- 4 alla virka daga. Allir velkomnir! AÐVENTFRÉTTIR • OKTÓBER 2009 5

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.