Aðventfréttir - 01.10.2009, Blaðsíða 2

Aðventfréttir - 01.10.2009, Blaðsíða 2
Kristileg menntun Efni Aðventfrétta að þessu sinni er ® menntun, nánar tiltekið aðventmenntun. Kirkja okkar hefur nær frá upphafi vega lagt mikla áherslu á menntun og upp- ■BUI eldi. Háleit sýn Ellenar G. White á hlut- I verki menntunar eins og fram kemur í 1 eftirfarandi tilvitnun var afgerandi í að efla þessa áherslu: „í æðsta skilningi er menntun og endurlausn eitt og hið sama. Það ætti að vera forgangsatriði hjá kennurum og stöðugt markmið að hjálpa menendunum að skilja þessi grundvallaratriði þannig að þau verði stýriafl í lífi þeirra með því að þau tengjast Kristi. Kennari sem stefnir að þessu marki er sannarlega starfsmaður Krists, verkamaður með Guði“ (Education bls. 30). Skólastarf aðventista hefur aldrei verið víðtækara en nú. í árbók kirkjunnar kemur fram að aðventistar reka um 5.600 skóla í 145 löndum heims þar sem 1.1 milljón nem- endur hljóta menntun. Spurningin er: Er það rétt áhersla fyrir kirkju okkar á tímum takmarkaðs árangurs kristi- legrar boðunar í vestrænum heimi að verja slíku fjár- magni og mannauði í skólastarf í stað annarra og beinni aðferða til boðunar fagnaðarerindisins? í grein sinni “Af hverju aðventmenntun?” sem birtist í Aðventfréttum fyrir rúmu ári (maí '08) glímir George Knight einmitt við þessa spurningu og lýsir tilgangi aðventmenntunar í 6 liðum til þess að sanna gildi hennar innan starfsáætlunar kirkjunnar. Ég ætla að leyfa mér að nefna þessi atriði hér stuttlega: í grein Knights er megintilgangur aðventmenntunar og menntastofnana kirkjunnar þessi: (1) Að kynna nemendum Biblíuna sem ramma hugsunar og mats frekar en að það eitt að stuðla að þekkingu á efni hennar. (2) Að kynna ungu fólki Jesú sem Drottin og frelsara og leiða það til frelsunar í honum. (3) Að leiða hina ungu til ævinlegrar þjónustu við aðra í anda Krists, að undirbúa þá undir sálnavinnandi starf. (4) Að móta gildismat nemandans á biblíulegum grunni þannig að grunnkenningar Biblíunnar móti sérhverja ákvörðunartöku á lífsleið hans. (5) Að félagslífið í skólanum móti í hinum ungu biblíu- leg/kristin/aðvent lífsgildi og lífsstíl. (6) Að fyrirmynd kristinna, guðrækilegra kennara móti hina ungu og að tilboð um félagslíf taki mið af trúar- afstöðu aðvent unglingsins. I þessu blaði er sú leið farin í kynningu aðventmenntunar að hlusta á reynslur þeiira okkar á meðal sem hafa dvalið á skólastofnunum Kirkjunnar hérlendis sem og erlendis. Við munum hér heyra hverjar áherslumar og áhrifin voru eftir á að hyggja. Ég vil taka það fram að sá hópur sem hér lýsir reynslu sinni er ekki tæmandi og að margir fleiri innan kirkjunnar hér á landi gætu rétt eins hafa fengið að tjá sig. Og kannski munu fleiri finna sig knúna við að lesa þetta til að setja sína reynslusögu á blað og senda okkur sem við getum þá birt síðar. Verið velkomin til þess. En hér eru eldri sem yngir að tjá sig um skólavist sína, þeir sem voru í aðventskóla fyrir löngu og svo líka einstaklingar sem enn eru á skólabekk. Og við munum sjá að þau markmið sem kynnt voru í grein Knights hafa oftar en ekki verið í há- vegum höfð innan skólanna og að aðventmenntun er mikil forréttindi og hefur haft ómetanlegt gildi í lífi þeirra sem hennar hafa notið. Svo sannarlega er því fjármagni vel varið sem nýtt er til að byggja upp andlegt líf og lífsgildi unga fólksins okkar. Það er fjárfesting til eilífðar. Það hefur verið okkur hjónunum stórkostleg blessun að hafa fengið að ganga í aðventskóla allt frá bamaskóla til háskóla og að hafa haft tækifæri til að senda börnin okkar í aðventskóla. Og að hugsa sér að í fámennri kirkjunni okkar hér á landi eigum við frábæran skóla eins og Suðurhlíðar- skóla sem heldur uppi merkjum aðventmenntunar á okkar landi. Hvílík forréttindi! Við getum öll stutt þetta starf með jákvæðu og uppbyggjandi viðhorfi og um fram allt með bænum okkar. Eric Guðmundsson AÐVENTFRÉTTIR 72. ÁRG. - 8.TBL. 2009 Útgefandi Kirkja sjöunda dags aðventista á Íslandi S u ð u r h 1 i ð 3 6, 1 05 R e y k j a v i k Simi: 5 8 8- 7800 sda @adventislar.is R ITSTJÓRI & Ábyrgðarmaður: E ric Guðmundsson Uppsetning og vinnsla: J óh a n n a A ð atv eig Jóhannsdóllir J ó n a Björk Þórudó11 i r SÉRSTAKAR PAKKIR TIL: Elísu Elíasdóttur, Frode J akobsen, Kristínu Guðnadót- TUR, PÓRU JÓNSDÓTTUR, PÓRU LlLJU S1GURÐARDÓTTUR , PRÖST B . STEINPÓRSON O G VlGDÍS LlNDA JACK FYRIR EFNI OG MYNDIR Í BLAÐIÐ. 2 AÐVENTFRÉTTIR • OKTÓBER 2009

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.