Aðventfréttir - 01.10.2009, Síða 9

Aðventfréttir - 01.10.2009, Síða 9
 Guð vissi svo sannarlega hvers ég þarfnaöist- Iflbfweiiiil 1 ■ • 1 1 t u t • Takk fyrir menntun í Rúmeníu Ég var svo heppin að fá að verja hálfu ári á heilsutrúboðsskóla í Rúmeníu sem nefnist Herghelia. Á þessu hálfa ári fórum við yfir ótrúlega mikið og vítt efni eins og líffærafræði, lífeðlisfræði, meðferð sjúklinga og náttúrulegar aðferðir til lækninga. Við lærðum einnig margt um Biblíuna, lásum rit Ellen G. White, lærðum mat- reiðslu og sitt lítið um framkomu og ræðuhöld, auk skipulagningu heilsu- tengdrar útbreiðsluverkefna. Námið var strembið en skemmtilegt. Við unnum einnig mikið með skólanum, fjóra tíma á dag og það var góð reynsla. Besta við skólann var svo að fá tækifæri til að nota það sem við vorum að læra. Ég fékk að vera með hópi sem stundaði trúboð og samfélagsþjónustu í nær- liggjandi sígaunaþorpi. Þetta var líf- reynsla sem ég á aldrei eftir að gleyma og breytti mér til frambúðar. Þessi tími var líka einstaklega mikil- vægur fyrir mitt persónulega trúarlíf og tengsl mín við minn himneska föður. Ég þurfti nauðsynlega á því að halda að vera svona kippt út úr mínu umhverfi og ös þess, og fá að vera í afskekktri sveit í ókunnu landi þar sem ég var eingöngu að huga að himneskum mál- efnum. Ég lærði mikið af samnem- endum mínum og kennurum og upplifði meiri nærveru við Guð en ég hef áður upplifað. Þessi tími á Herghelia var hreint út sagt gulls ígildi fyrir mig og ég þakka Guði fyrir að hafa leitt mig þangað. Guð veit svo sannarlega alltaf hvers við þörfnumst, við þurfum bara að hlusta betur á hann! Nú bið ég þess að ég fái að nýta það sem ég lærði í skólanum frekar í þágu hans. Við erum einstaklega lánsöm sem Með fjölskyldu úr sígaunaþorpi söfnuður að hafa svona margar mennta- stofnanir á okkar vegum. Þetta er blessun frá Guði sem okkur ber að nýta vel. Kær kveðja Þóra Lilja Aö læra viö Newbold háskóla eftir Þóru Jónsdóttur Það er auðvitað erfitt að gera saman- burð á einhverju sem ekki hefur verið reynt, og staðreyndin er auðvitað sú að ég hef ekki lært við guð- fræðideildina hér á íslandi. Ég hef, aftur á móti, lært við þá deild á Newbold, sem er háskóli okkar deildar í Evrópu. Það hvarflaði samt oft að mér í nám- inu hvað það hefði verið mér snaut- legra að læra við Háskóla íslands vegna þess hve okkar kirkja er örlítið brotabrot í samanburði við þjóð- kirkjuna. Það segir sig sjálft að á- herslurnar í náminu er þar af leiðandi aðrar og kirkjusagan sem kennd er talsvert frábrugðin sögu Aðvent- kirkjunnar. Að fá tækifæri til að kynnast fólki, aðventistum, frá mörgum ólíkum löndum var annað sem gerði náms- dvölina ómetanlega. Þeirra sýn á hlutina og reynslusögur eru svo sannar- lega eitt af því merkilegra sem að við komum með heim í farteskinu. Vin- skapur, hjálfýsi og sam- staða eru orð sem koma upp í hugan þegar ég hugsa til þeirra, hvort sem það voru kennarar, nemendur eða aðrir. Þetta sérstaka samfélag aðventista var þó ekki einungis stuðningur fyrir okkur þrjú sem lærðum á Newbold heldur líka fyrir unglinginn sem fann strax nýja vinkonu í kirkjunni áður enn kom að fyrsta skóladeginum. Það var svo stór hópur af ungl- ingum frá kirkjunni sem beið hennar í hverfis- skólanum, krakkar sem svo héldu öll saman bæði í hvíldardagsskólanum og í öflugu unglingastarfi kirkjunnar. Það má samt ekki halda að allt sé þarna dans á rósum. Menningarmunur og önnur viðmið eru meiri en ég bjóst við að myndu mæta mér í þessu vestræna þjóðfélagi. Það er jú auðvitað svo að Newbold er í reynd alþjóðlegur skóli, frekar en að hann sé einungis enskur þótt svo að stjórnun og umhverfi sé enskt. Námslega séð þá var sérstakt að koma frá hinu hátæknivædda Islandi þar sem við stöndum flestum þjóðum framar í þeim efnum. En gæði námsefnins voru frábær, þótt svo að það væri borið fram með kennslu- leiðum sem þættu gamaldags hjá okkur. Nálægðin við London, ströndina og enska sveit gera dvölina þarna auðvitað að skemmtilegu ævintýri, hvað sem fólk fer þangað til að læra. AÐVENTFRÉTTIR • OKTÓBER 2009

x

Aðventfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.