Aðventfréttir - 01.10.2009, Blaðsíða 15

Aðventfréttir - 01.10.2009, Blaðsíða 15
Barnasíðan Upphafið í upphafi var jörðin auð og tóm Myrkur grúfði yfir öllu. En Guð var þar og hann var með áætlun. „Verði ljós“, sagði hann. Og skyndilega birti yfir öllu. Guð kallaði ljósið „dag.“ Hann kallaði myrkrið „nótt.“ Þannig Ieið hinn fyrsti dagur. A örðum degi sagði Guð, „Verði mikil víðátta.“ Guð skapaði víðáttuna, djúpa og háa. Guð kallaði hana „himin“. A þriðja degi skapaði Guð árnar og sjóinn. Hann skapaði fjöllin og eyði- merkurnar, eyjarnar og strendurnar. Hann skapaði stór tré, grös og blóm í öllum regnbogans litum. Á íjórða degi setti Guð ljós á himininn, sólina fyrir daginn, bjart tungl og glitr- andi stjörnur fyrir nóttina. Á fimmta degi fyllti Guð vötnin fiskum af öllum gerðum og stærðum. Hann skapaði fuglana til að svífa um himin- inn. Á sjötta degi skapaði Guð dýrin: loðin dýr, hreistrug dýr, lipur og glæsileg dýr. Þennan sama dag skapaði Guð manninn. Þegar hann hafði lokið verk- inu, sá guð að allt sem hann hafði skapað var mjög gott. Á sjöunda deginum hvíldist hann. Meðhjálpin Guð skapaði manninn, Adam. Hann hafði mikilvægt verk að vinna. Hann gaf öllum dýrunum nafn. Þarna voru mörg dásamleg dýr. En samt var Adam einmana. Þá sagði Guð: „Það er ekki gott fyrir Adam að vera einn“. Þess vegna skapaði Guð... konu. Adam nefndi hana Evu. Eva var hjálpin sem Adam þurfti. Sorgardagur Núna áttu Adam og Eva heima í fal- legum garði sem hét Eden. Á mörgum trjám í garðinum uxu gómsætir ávextir. Guð sagði Adam og Evu að þau mættu borða alla þá ávexti sem þau vildu nema einn. Hann sagði: ,d>ið megið ekki borða ávöxtinn af skilningstré góðs og ills.“ Dag nokkurn kom höggormur til Evu. Hann sagði: „Sérðu hvað ávöxturinn á skilningstrénu er fallegur? Hann er bragðgóður. Hann gerir þig vitra. Hlustaðu ekki á Guð. Taktu þér ávöxt og bragðaðu á honurn." Ávöxturinn var fallegur. Eva fékk sér bita af honum og færði síðan Adam. Hann fékk sér einnig bita, þó hann vissi hvað Guð hafði sagt. Þetta kvöld gekk Guð gegnum garðinn. Adam og Eva reyndu að fela sig. Guð kallaði: „Adam, hvar ertu?“ Adam svaraði: ,Ég er í felum. Ég var hræddur.“ Þá spurði Guð: ,JFékkstu þér af ávextinum sem ég bannaði þér að smakka á?“ Adam svaraði: ,d2va fékk sér fyrst.“ Eva sagði: „Höggormurinn sagði mér að það væri í lagi.“ En Guð var hryggur. Hann sagði við höggorminn: „Héðan i frá verður þú að skríða á kviðnum.“ Hann sagði við Adam og Evu: ,J>ið hlýdduð mér ekki, þið verið að yfirgefa garðinn." Það var sorgardagur þegar Adam og Eva fóru. Guð sendi einn af englum sínum til garðsins. Engillinn var með logandi sverð. Hann sveiflaði því fram og aftur svo að enginn kæmist aftur inn í garðinn. Biblía litlu bamanna er gefin út af Veginum, kristnu samfélagi. Þetta er birt með góðfúslegu leyfi þeirra. Hvað gerði Guð í lok sköpunarinnar? tJB'véMs&b ?t>(3)C3) é©\Z>$ G)<?$ <*)&é W(3)(3) 0^ $£} 0 PfrQltéF é^SíJ AÁBDÐEÉFGH I í JKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ AÐVENTFRÉTTIR • OKTÓBER 2009 15

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.