Aðventfréttir - 01.10.2009, Blaðsíða 13

Aðventfréttir - 01.10.2009, Blaðsíða 13
Kleinur, sultur og barngóöir ein- staklingar! Þann 18. október verður Alþjóðlega barnahjálpin með tjölskylduhátíð í Hlíðardalsskóla frá kl. 13-17 (sjá aug- lýsingu í blaðinu). Ágóði hátíðarinnar fer til að stykja barnaþorp samtakanna í Kongó. Þar búa nú 167 börn. Vilt þú hjálpa þessum börnum? Við auglýsum eftir bakkelsi (kleinum, flatkökum), handverki, sultu eða fleiru sem við gætum selt í sölubás okkar á hátíðinni. Hvort sem fólk er tilbúið að gefa þessar vörur til málefnis okkar eða vill að við seljum það í um- boðsölu. Þá vantar okkur sjálfboðaliða til að sjá um þrautabása (t.d. kastþrautir) og hoppuleiksvæði barna. Áhugasamir hafið samband við Þóru Lilju í síma 822-4931 eða á netfangið icc@internet.is Kær kveðja Þóra Lilja Æskulýðsvika 20. - 25. október Æskulýðsvika er vika þar sem við komum saman á hverju kvöldi kl. 19.30 í Suður- hlíðarskóla og eigum andlega og félagslega stund saman Victor Marley, æskulýðsleiðtogi kirkjunnar í Noregi kemur í heimsókn. Við reiknum með mikilli tónlist og skemmti- legum kvöldum og vonum að allir mæti (lika þeir sem eru ungir, en eldri en 20 ára). Um helgina á svo að gista í Suðurhlíðarskóla og halda dagskránni áfram. Þetta verður allt nánar auglýst síðar, en fylgstu með. Vonandi geta einhverjir komið utan að landi og verið með okkur allavega frá fostu- degi - sunnudags. Kær kveðja, Æskulýðsráð Kirkjunnar. Pl ft & t FJélskylduhátíd Alþjódlcsu barnahjálpariimar 18. OMóber kl: 11-17 Hlíðardalskóla í ÖIAisri í boði verður m.a. : Kastþ rautir/knattþrautir Happadreetti Handverk, harðfiskur og fl. Skilaboðabás Hoppfjör og kaölaþraut fyrir hugaða Skrýtin fjölskyldumyndataka Nudd fyrir hina fullorðnu Vöfflur og kakö Útifjör ef veður leyfir Ágöði hátíðarinnar rennur til 167 munaðarlausra barna í Kongó sem búaí barnaþorpi Alþjóðlegu bamahjálparinnar. www.intemet, is/icc 1 'ii / ‘*j8§||§, i Veitingar í Hafnarfirði eftir samkomur Við í Hafnarfirði erum vön að bjóða upp á súpu og létt meðlæti en allir sem geta eru vinsamlegast beðnir um að koma með brauð, álegg eða eitthvað annað. Síðasta hvíldardag í hverjum mánuði er hlaðborð með heitum mat. Þá koma allir með pottrétt, búðing, salat, grænmeti, baunadós eða annað sem til fellur. Ég vil einnig minna ykkur á að passa ílátin sem þið komið með svo þið tapið þeim ekki. I lok október væri gaman ef allir kæmu með mat frá ýmsum löndum. Á sumrin er súpufrí en boðið uppá djús og kex. Einnig má koma með ávexti. Við reynum að hafa það einfalt á sumrin. Nákvæman tíma mun ég aug- lýsa síðar. Kristín Lára Hjartardóttir Súpustjóri AÐVENTFRÉTTIR • OKTÓBER 2009 13

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.