Aðventfréttir - 01.10.2009, Blaðsíða 6

Aðventfréttir - 01.10.2009, Blaðsíða 6
Kristileg Menntun Eftir Þröst B. Steinþórson „Flýttu þér!“ „Þú verður að fela hrúguna!“ ,Jón er að koma!“ „Gerðu eitthvað í hvelli!“ Hópur nemenda var saman kominn í anddyri stelpnavistarinnar á Hlíðardals- skóla þegar við sáum Jón koma upp tröppurnar. Við frusum öll þar sem við stóðum því við vissum upp á okkur skömmina og það var enginn tími til að fjar- læga hrúguna. Stór, svört stígvél voru það eina sem var handbært, en þau gátu ekki hulið strákapör okkar. Hvíta sykurblandan virtist æpa á okkur, en blandað við sykurinn var saltpétur og brennisteinn, tilbúin til vandræða. Hugmyndin hafði verið að útbúa smá bombu til að sprengja upp í heiði, en við gátum ekki fengið öll efnin sem þurfti, svo leifarnar voru settar á gólfið í stúlknavistinni til að brenna á stein- gólfinu og skapa reyk. Nú vorum við í vondum málum. Jón gekk upp tröppurnar af mikilli reisn og var yfirvegaður asi á honum. Okkur fannst við liggja berskjölduð á miðju gólfinu, en stóðum frosin og graf alvarleg. Þorðum varla að anda. „Góðann daginn krakkar mínir“ Jón ávarpaði okkur með sínum vanalega virðuleik um leið og hann fiktaði í lyklunum sínum. Okkur til undrunar tók hann svo sveig til vinstri utan um hvítu hrúguna okkar. Er hann opnaði veggtöfluna og breytti nokkrum til- kynningum mátti heyra saumnál detta. Það var ekki fyrr en skólastjórinn hafði gengið áfram að útihurðinni, lokað henni, og gengið burt, að við drógum andann léttar. Jón sá ekki handaverk okkar, svo við gengum að hvítu hrúgunni með eldspýtu í hönd. Þær eru margar sögurnar sem hægt er að segja frá Hlíðardalsskóla. Þegar unglings piltar koma saman og eyða dögum og vikum án umsjónar og nærveru pabba og mömmu, er margt brallað og fiktið vantar ekki. Einn setti slökkvara á skólabjölluna á strákavist- inni svo að við þyrftum ekki að vakna snemma að morgni. Aðrir fóru í vatns- slag á vistinni, sprengdu kínverja, eða settu af stað rakettur á ganginum. Svo má ekki gleyma þegar rafmagn var tengt við herbergin svo hægt væri að hafa ljós á kvöldin, og tilraunir til að hlusta á útvarp eða önnur tæki sem framleiddu tónlist. Minningarnar eru margar, og framkalla ýmist bros eða angist þegar reynslunnar eru rifjaðar upp. Þó brallið hafi ekki vantað hjá okkur unga fólkinu, hugsa ég til baka og dáist að kennurum og starfsfólki sem helguðu sig þjónustu og kennslu svo að við gætum lært í kristilegu um- hverfi. Stundum getur það litið út fyrir að slíkar fórnir séu unnar til einskins, og það er auðvelt að spyrja hvort fórnir margra helgra manna og kvenna hafi skilað sér. Það þarf æðri köllun til að kennarar gefi sig alveg í starf Guðs og séu tilbúin að fórna tíma, fjölskyldu, og veraldlegum auði. Stundum heyri ég foreldra efast um fjárhagslegt gildi kristilegrar mennt- unnar og kjósa að fjárfesta í fast- eignum, farartækjum eða ferðalögum í staðinn. Foreldrar þurfa mikla trú til að fjárfesta takmarkað fjármagn í kristi- legri menntun barna sinna. Ég er sann- færður um að þessar fórnir kennara og foreldra, eigi eftir að skila sér ríkulega og að við munum sjá árangur af erfiði okkar þegar upp er staðið á efsta degi. Þegar börnin mín fæddust, var það ein- lægur ásetningur minn að gefa þeim tækifæri til að sækja bestu skól- ana. Það er að segja, skóla sem voru byggðir á orði Guðs og voru reknir af einstakl- i n g u m s e m helguðu sig Guði og voru tilbúnir að fórna sér fyrir Jesú Krist. Það er ekkert eins þýðingarmikið í þessu lífi og börnin okkar, og fátt sem við getum gert sem hefur eins afdrifarík áhrif á þau og að setja börnin okkar í kristilega skóla. Það getur verið ákaflega kostnaðar- samt að borga skólagjöld, og þegar harnar í ári er það eðlilegt að skera niður útgjöld sem virðast ónauðsynleg. En er Kristileg menntun ónauðsynleg útgjöld? Hvernig er hægt að ákvarða gildi hjálpræðis og eilífðar? Ef kristileg menntun stuðlar að hjálpræði, er þá ekki sjálfkosið að senda börnin þangað og skera niður einhver önnur útgjöld hvað sem það kostar? Það reyndi mikið á trú okkar þegar ég þjónaði sem prestur í Parkersburg, West Virginia. Eiginkona mín, Jónína, stundaði framhaldsnám við Andrews University í Dayton, Ohio. Eldri sonur minn, Hjalti, var við nám á Southern Adventist University, Hilda og Heiðar voru á Spring Valley Academy, og Hrefna var í barnaskólanum okkar í Parkersburg. Öll voru þau í safnaðar- skólum með tilheyrandi kostnaði. Mánaðarleg skólagjöld voru miklu hærri en tekjur mínar, og við gátum engan veginn látið dæmið ganga upp. En við vorum staðráðin í því að setja kristilega menntun fyrir allt annað, og þegar upp var staðið var trú okkar og helgun launuð. Allir luku námi sínu, og reikningarnir voru greiddir. En hvers vegna var þetta svo þýð- ingarmikið fyrir okkur? Af hverju var ég svo ákveðinn í að kristileg menntun væri best, og þýðingarmest? Þegar litið er á grundvöll menntastefnu opinberra skóla, kemur í ljós að hún byggir á grundvelli þróunarkenningar. Guð er ekki undirstaðan, synd er ekki skil- greind, og Jesús er ekki frelsari manna. í staðinn er það sá sterki sem kemst áfram. Þróun og kristin trú hafa ekkert sameiginlegt. Þetta eru tveir alls ólíkir pólar, og það er ekki hægt að samræma þá. Orð Guðs byggir á þeirri forsendu að Guð er skapari himins og jarðar, og að þessi Guð er frelsari okkar sem mun senn koma aftur. Ef þú tekur sköpun frá Guði, þá er Guð Biblíunnar ekki lengur til. Þá er Guð Biblíunnar aðeins sögusagnir og skáldskapur, hlið- stæður Islendingasögum og Ásatrú. Ég vil að börnin mín læri um Guð, skapara himins og jarðar, frá blautu barnsbeini. Ég vil að þeim verði kennt 6 AÐVENTFRÉTTIR • OKTÓBER 2009

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.