Bræðrabandið - 01.10.1974, Side 10

Bræðrabandið - 01.10.1974, Side 10
Bls.10 - BRÆÐRABANDIÐ 10. tbl. Raðstefna Aöalsamtakanna (General Conf erenc-') verður haldin í Vxn í Austurríki 10.-19.júlí 1975 eins og getið hefur verið í blaðinu áður. Frá íslandi fara 2 kjörnir fulltrúar en auk þeirra munu trúlega margir hafa hug á að fara héðan. Þeir, sem hafa í hyggju að fara á Aðalréðstefnuna næsta ár ættu að hafa samband við skrifstofuna, Ingólfsstræti 21 fyrir l.nóvember. Námskeið fyrir reykingafólk var haldið að Árnagarði 1.-5.september og tókst það mjög vel. Fólkið var mjög þakklátt og hefur verið sagt frá árangri í blöðum. Greinar um námskeiðið birtust í Vísi og Tímanum, laugardaginn 7.sept.s.l. .Arthur White, sonarsonur E.G.White hafði tilkynnt komu sína til íslands og ætlaði hann að vera hér 20.-22. sept. og kynna líf og starf E.G.White. Því miður varð hann að aflýsa komu sinni vegna heilsufarsástæðna. Nú hafa þær góðu fréttir borist að aðstoðarmaður hans Poul Gordon mun vera hér 11.-13. október. Er fólká suðvestur landi beðið að minnast þessa og er það hvatt til að sækja sérstakar samkomur, sem haldnar verða þá helgi. Nánar verður sagt frá þessu í söfnuðunum síðar. Dagur gamla fólksins i Reykjavíkursöfnuði verður 8.október. Þann dag verður samkona í Aðventkirkjunni kl. 14. Þessi samkoma er sérstaklega ætluð þeim, sem eiga erfitt með að sækja kirkju að staðaldri og verða þeir sóttir heim, ef þeir láta vilaaf sér í síma 13899. Annars er allt gamalt fólk velkomið. Krimishóladvöl. Vetrarstarf unga fólksins hófst með helgardvöl að Krumshólum í Borgarfirði dagana 13.-15. sept. Þátttakendur voru 37 talsins og undu þeir sér vel í glæsilegum húsakynnum, sem eru í eigu Rotaryklúbbs Keflavíkur. Mikið var sungið og rætt um sameiginleg áhugamál unga fólksins. Frá Systrafélaginu Alfa: Flóamarkaður verður að Hallveigarstöðum 6.0kt. Þann dag biðjum við um aðstoð við afgreiðslu og fleira. Ákveðið er að basarinn verði 9. marz að Hallveigarstöðum. Við vonum að allar systurnar yngri og eldri hafi tækifæri til að gera basarinn, sem allra beztan, og gjafirnar komi tímanlega. stjórnin.

x

Bræðrabandið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.