Bæjarblaðið


Bæjarblaðið - 10.01.1990, Qupperneq 14

Bæjarblaðið - 10.01.1990, Qupperneq 14
14 BÆJARBLAÐIÐ — Frjálst og óháð Sjávarsíðan: íbúð óskast Bæjarblaðið óskar eftir lítili ein- stakiingsíbúð eða stóru herbergi með aðgangi að snyrtingu og eldhúsi á leigu sem fyrst fyrir starfsmann blaðsins. Nánari upplýsingar í síma 14388. Bæjarblaðið - Stapaprent ER GIGTIN FARIN AÐ SEGJA TILSÍNEÐA BARA VÖÐ VABÓLGA ? Komið í Sólhúsið Athugið hvort sólarbekkirnir okkar geti hjálpað ykkur P.S. Smá brúnka bœtir útlitið! Hafnargata 35 - Sími 14227 Vetrarvertíðin byrjar vel — nema i Grindavík þar sem afli var lítill á fyrstu viku ársins etrarvertíðin byrjaði ágætlega þetta árið, nema þá helst í Grindavík þar sem afli var sáralítill í siðustu viku. Neta-línu- og dragnóta- bátar við norðanvert Reykjanesið hafa flestir aflað með ágætum, en langt þarf að leita eftir jafngóðum línuafla og verið hefur á þessu hausti. Einnig hefur tíðarfarið að undanförnu ekki spillt fyr- ir þó að vísu hafi verið nokkuð rysjóttir kaflar inn á milli. Rikjandi suðvestanáttir hafa einnig fært með sér fisk á mið netabáta sem róa á Garðsjónum og á Faxaflóanum, og virðast menn almennt nokkuð bjartsýnir vegna komandi vertíðar. Og þá eru það afla- brögðin, vikuna 1.-7. janúar. Keflavík Samtals bárust 205 tonn á land í síðustu viku. Veð- urfar var frekar rysjótt í vikunni, en þó ekki svo að það hindraði hina harð- sæknustu frá því að róa. Dágóður afli var hjá neta- bátum, t.d. fékk Happa- sæll 54,7 tonn í fimm róðr- um og einnig fékk Svanur, sem er talsvert minni bátur 40,9 tonn í fimm róðrum. Afli netabáta fékkst að mestu í norðanveðri Bugtinni og í Garðsjón- um. Afli stóru línubát- anna var einnig þokkaleg- ur, t.d. fékk Freyja 31,2 tonn í tveimur róðrum og Búrfellið kom að landi með 24,6 tonn í tveimur róðrum. Smábátar undir 10 tonnum eru um þessar mundir í þorskveiðibanni sem stendur yfir til 16. janúar. Sandgerði Ágæt aflabrögð voru hjá Sandgerðisbátum í flest veiðarfæri. Samtals bárust á land 500 tonn af 32 bát- um. Af netabátum var Arney með mestan afla, 71 tonn úr fjórum róðrum, einnig fékk Njáll, sem er mikið minni bátur en Arney, 26,4 tonn í fjórum róðrum. Hjá dragnótabátum hefur nánast verið mokafli síðan fyrir áramót. Arnar fékk t.d. 29 tonn á laugar- daginn fyrir gamlársdag, en í síðustu viku var hann aflahæstur dragnótabáta með 49,4 tonn í fjórum róðrum. Reykjaborgin kom að landi með 43,3 tonn og komu áðurnefndir bátar með vænan þorsk að landi. Margir línubátanna fengu þokkalegan afla og af stærstu línubátunum fékk Einir mestan afla, eða 27,4 tonn í tveimur róðrum. Reynir fékk 25,4 Sjómenn í Grindavík réru á föstudaginn eftir að samkomulag hafði náðst um 20% hækkun á ufsaverði, en eins og kom- ið hefur fram í fjölmiðlum neituðu sjómenn í Grinda- vík að róa vegna óánægju þeirra með fiskverð sam- anborið við það sem gerist á fiskmörkuðum. Haft er eftir Sævari tonn í tveimur róðrum. Af miðlungsstærð linubáta var Ósk aflahæst með 12,4 tonn í fimm róðrum og af þeim minnstu var Bolli hæstur með 5,4 tonn í fjórum róðrum. Handfærabátar fengu litinn sem engan afla. Grindavík Afli Grindavíkurbáta var sáralítill í vikunni en alls bárust á land 28,7 tonn frá níu bátum. Af línubátum var Sigrún með 7,2 tonn í tveimur róðrum en af netabátum var Geirfugl með skástan afla, eða 7 tonn í einum róðri. Fyrir áramótin voru lík- ur á því að einhverjir síld- arbátar færu aftur til veiða eftir áramót, en að þessu sinni mun enginn Grinda- víkurbátur fara. Gunnarssyni, formanni Sjómanna- og vélstjórafé- lags Grindavíkur í DV um helgina, að menn séu ekki sáttir. Sævar segir að hót- anir um uppsagnir hafi átt þátt í því að róið var og að sjómenn muni biða og sjá hvaða fiskverð verð- ur ákveðið. Menn munu þá sjá til hvað gert verður. ATH. breytt símanúmer og aðsetur hjá okkur Hafnargata 90 II hæð Sími 15747 Grindavík: Sjómenn fengu hækkun

x

Bæjarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/975

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.