Bæjarblaðið - 10.01.1990, Síða 16
ngmynD
Hafnargölu 90 Sími 11016
spmmsm
KEFLAVlK - NJARÐVÍK - GARDUR - GRINDAVlK
Húsbréfakerfið:
Gengið frá sölu í fyrsta
skipti á Suðurnesjum
— á fasteign innan nýja húsbréfakerfisins
• Óli Þór Kjartansson fasteignasali (t.v.) og Jón Ragnar Magnússon seljandi, ganga
frá sölu fyrsta hússins sem selt er hér á Suðurnesjum innan nýja húsbréfakerfisins.
Síðastliðið mánudags-
kvöld urðu tímamót í
sölu fasteigna hér á Suður-
nesjum en þá var i fyrsta
skipti gengið frá sölu húss
á svæðinu innan nýja hús-
bréfakerfisins og fór salan
fram á skrifstofu Fast-
eignaþjónustu Suður-
nesja.
Nýja húsbréfakerfið
gekk í gildi um miðjan
nóvember á liðnu ári og að
sögn Óla Þórs Kjartans-
sonar hjá Fasteignaþjón-
ustu Suðurnesja virðist
kerfið koma betur út en
menn töldu í fyrstu. í dag
mega allir þeir sem sóttu
um lán hjá Húsnæðis-
stofnun ríkisins fyrir 15.
mars 1989, kaupa fasteign
samkvæmt þessu kerfi en
aðrir eftir 15. maí næst-
komandi.
Óli Þór sagði í samtali
við Bæjarblaðið að hús-
bréfakerfið ætti eftir að
auðvelda fólki að eignast
þak yfir höfuðið og leitaði
fólk mikið eftir upplýsing-
um um möguleika sína í
kerfinu og getur fólk leitað
til fasteignasala vegna
þessa.
Bæjarstjórn mótmælir
skattlanginarhugmyndum ríkisins
Vonin KE seld
r
til Isafjarðar
fundi bæjarstjórnar
Keflavíkur fyrir skömmu
lagði Hannes Einarsson
fram tillögu þess efnis að
bæjarstjórnin mótmælti
harðlega framkomnum
hugmyndum um skatt-
lagningu ríkisins á orku-
fyrirtæki þar sem það
muni leiða til hækkunar
orkuverðs til fyrirtækja og
almennings.
í tillögunni kom m.a.
fram að með þessum hug-
myndum sé ljóst að Ríkis-
sjóður íslands hyggst
breyta samningum og lög-
um, þar sem skattleysi
Hitaveitunnar gagnvart
öllum eignaraðilum er
tryggt, þ.e.a.s. að Rikis-
sjóður sé að breyta lögun-
um sér í hag.
Þrír bæjarfulltrúar, þeir
Magnús Haraldsson,
Ingólfur Falsson og Þor-
steinn Árnason sátu hjá og
gerðu eftirfarandi bókun:
,,Okkur. er ljóst að sam-
þykkt bæjarráðs felur í sér
stórfellda hækkun gjalda
á bæjarbúa og atvinnu-
rekstur í versnandi árferði
og minnkandi gjaldþroti
einstaklinga og fyrirtækja.
Hinsvegar teljum við fjár-
hagsstöðu bæjarsjóðs
komna á það alvarlegt stig
að við sjáum okkur knúna
til að sitja hjá“.
Anæstuni mun enn
eitt skipið hverfa
burtu héðan af svæðinu og
að þessu sinni er það Von-
in KE-2, samkvæmt frétt
sem Fiskifréttir birti á
föstudaginn.
Hrönn hf. á ísafirði hef-
ur gert kauptilboð í Von-
ina og mun hafa verið
gengið frá kaupsamningi
til bráðabirgða.. Vonin KE
er meo ^uucm kvuiu. j
síldarkvóta hefur skipið
329 tonna þorskkvóta, 56
tonna ýsukvóta, 65 tonna
ufsakvóta, 5 tonna karfa-
kvóta og 1 tonn af grá-
lúðu. Að auki er Vonin
með 108 tonna rækju-
kvóta.
Þrjú rúðu-
brot
Samkvæmt upplýsing-
um frá lögreglunni i
Keflavík hefur verið
óvenjurólegt um þessar
mundir og fátt borið til
tíðinda yfir hátíðarnar.
Síðasta helgi var róleg,
sem kom nokkuð á
óvænt þar sem þrettánd-
ann bar upp á laugar-
dag. Á nýjársmorgun
þurfti að sinna nokkrum
útköllum vegna missætt-
is ölvaðs fólks í heima-
húsum.
Skemmdarvargar létu
til sín taka á Hafnargöt-
unni og urðu þrjár rúður
fyrir barðinu á þeim. í
tveimur tilfellum voru
rúðurnar sprengdar með
heimatilbúnum sprengj-
um. Tvö þessara afbrota
eru að fullu upplýst.
Bæjar-
félögin
taka við
höfninni
Þ ann 28. desember
fengu bæjarstjórar
Keflavíkur og Njarðvík-
ur afhent formlega afsal
fyrir höfninni en eins og
kunnugt er áttu bæjarfé-
lögin að taka við rekstri
hafnarmannvirkja frá
áramótum. Við þetta
sama tækifæri var komu
nýja hafnsögubátsins
fagnað.
Skömmu fyrir áramót
var kosið í hafnarstjórn
og fulltrúar Keflavíkur
verða þeir Hafsteinn
Guðnason og Þorsteinn
Árnason. Varamenn
verða þeir Jón B. Vil-
hjálmsson og Hálldór
Ibsen. Ekki er vitað
hverjir verða fulltrúar
Njarðvíkurbæjar.