Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 03.10.2013, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 03.10.2013, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 3. október 2013 ...bæjarblað Hafnfirðinga í 30 ár!..bæjarblað Hafnfirðinga síðan 1983 RAGNAR SCHEVING ÚTFARARÞJÓNUSTA ÓLÖF HELGADÓTTIR ÚTFARARÞJÓNUSTA HÁLFDÁN HÁLFDÁNARSON ÚTFARARSTJÓRI FRÍMANN ANDRÉSSON ÚTFARARSTJÓRI FJÖLSMÍÐ LÍKKISTUVINNUSTOFA Síðan 1993 Stapahraun 5 220 Hafnarfjörður www.uth.is uth@simnet.is 565-9775 Hafnfirska fréttablaðið Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn Það voru framtakssamir menn sem stofnuðu Fjarðarpóstinn fyrir 30 árum síðan, þrír kennarar við Öldutúnsskólann, sem þegar gáfu út tímaritið Fjarðarfréttir. Fóru þeir af stað af metnaði en þó ætlunin hafi verið að gefa blaði út hálfs­ mánaðar lega komu ekki út nema 8 tölublöð á fyrsta heila útgáfu árinu. Engu að síður tók blaðið á ýmsum mál­ efnum í bænum og útgáfan dafnaði. Það var gríðarleg vinna að gefa út blöð á þessum tíma enda umbrotið mikil handa vinna. Ritstjórarnir hafa verið átta á þessum 30 árum og hefur hver sett sinn svip á blaðið, þó mismikinn. Blaðið hefur verið selt, því dreift frítt á nokkrum stöðum í bænum en um langt árabil hefur því verið dreift frítt inn á öll heimili og nú einnig inn í öll fyrirtæki í bænum. Skipst hafa á skin og skúrir í rekstrinum en fimm rekstraraðilar hafa gefið út blaðið. Lengst hafa núverandi rekstraraðilar gefið út blaðið, í tæp 12 ár og ávallt með sama ritstjóra. Það er enginn hægðarleikur að gefa út fríblöð í dag. Þrátt fyrir aukið upplag vegna mikillar fólksfjölgunar í bænum, hækkun á öllum aðföngum og fjármálahruni með tilheyrandi gengisfalli, hefur ekki verið hægt að hækka verðskrá auglýsinga í þessi 12 ár. Í raun eru auglýsingar seldar á lægra verði í dag en árið 2001. Samkeppni hefur verið eðlilegur fylgifiskur á þessum ferli þó sumir hafi keppt á of lágum verðum og síðan skilið eftir sig sviðna jörð. Fjarðarpósturinn er og verður bæjarblað Hafnfirðinga og á þessum tímamótum vil ég þakka góðar viðtökur og ánægjulegt samstarf. Það er virkilega gaman að finna að bæjarbúar hafa skoðun á blaðinu og eru óþreytandi að senda inn ábendingar og efni. Vonandi verður svoleiðis áfram svo Fjarðarpósturinn verði áfram verkfæri bæjarbúa til að gera bæinn okkar enn betri en hann er. Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn 35 ár Stolt að þjóna ykkur Útfararskreytingar kransar, altarisvendir, kistuskreytingar, hjörtu Bæjarhrauni 26 Opið til kl. 21 öll kvöld Símar 555 0202 og 555 3848 www.blomabudin.is Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn Sunnudagurinn 6. október Sunnudagaskóli kl. 11 Guðsþjónusta kl. 13 Hljómsveit kirkjunnar leiðir sönginn. Kaffidagur kvenfélagsins Að lokinni guðsþjónustu hefst sala á kaffi og girnilegu meðlæti sem Kvenfélag Fríkirkjunnar ber fram í safnaðarheimili kirkjunnar. www.frikirkja.is HelgiHald í söfnuðum Þjóðkirkjunnar í Hafnarfirði Ástjarnarkirkja Hafnarfjarðarkirkja Víðistaðakirkja www.astjarnarkirkja.is www.hafnarfjardarkirkja.is www.vidistadakirkja.is Sunnudagurinn 6. október Fjölskylduhátíð kl. 11 Barnakórinn syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur. Auk þess koma börn í heimsókn og leika á hljóðfæri. Sunnudagaskólinn fléttast inn í dagskrána. Prestur: Sr. Bragi J. Ingibergsson Biblíuleg íhugun á þriðjudögum kl. 18 Lestur Biblíunnar og bæn tengd saman í notalegri kyrrðar- og íhugunarstund. Kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12 súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Sunnudagurinn 6. október Fjölskyldu­ guðsþjónusta kl. 11 Matthías V. Baldursson leiðir tónlistina. Hólmfríður og Bryndís sjá um fræðslu. Prestur er sr. Kjartan Jónsson. Hressing og samfélag á eftir. Foreldramorgnar á þriðjudögum kl. 10.30 Starf eldri borgara á miðvikudögum kl. 13.30 9. október mun Benedikt Franklínsson segja frá detoxmeðferð í Póllandi Sunnudagurinn 6. október Messa og barnastarf kl. 11 Sameiginlegt upphaf. Umsjónarmaður barnastarfs er Nína Björg Vilhelmsdóttir djákni, ásamt Margréti Hebu og Agnesi. Félagar úr Barbörukórnum syngja. Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Prestur er sr. Þórhildur Ólafs. Kaffi, kex og djús í Ljósbroti Strandbergs safnaðarheimilis Hafnarfjarðarkirkju. Miðvikudagurinn 25. september Morgunmessa kl. 8.15 Organisti: Guðmundur Sigurðsson Prestur: Sr. Jón Helgi Þórarinsson. Morgunverður í Odda Strandbergs. Útfararþjónusta Vönduð og persónuleg þjónusta Sími: 551 7080 & 691 0919 ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is Inger Steinsson Inger Rós Ólafsdóttir Trjágróður skoðaður Ganga um Suðurbæinn á laugardaginn kl. 10 Laugardaginn 5. október stendur Skógræktarfélag Hafnarfjarðar fyrir göngu um Suðurbæinn. Hugað verður að trjágróðri í görðum bæjarbúa. Hugmyndin er að mæla stærstu tréin sem á vegi okkar verða. Einnig verður skoðað hvaða tegundir garðagróðurs leynast bakvið garð­ veggina. Í fyrra mældist greni­ tré við Brekku götu 12 vera tæpir 21 m á hæð. Er það hæðsta tré bæjar ins svo vitað sé. Gangan hefst við Suðurbæjarlaug kl. 10 og stendur í um tvo tíma. Tré við Austurgötu. Ljós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.