Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 03.10.2013, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 03.10.2013, Blaðsíða 5
www.fjardarposturinn.is 5 Fimmtudagur 3. október 2013 Rokktríóið The Vintage Caravan Rokktríóið The Vintage Cara­ van hefur gert útgáfu samning við Nuclear Blast frá Þýska landi sem er stærsta sjálf stæða þunga­ rokksútgáfa verald ar. Á meðal þekktra hljóm sveita sem eru á mála hjá fyrirtækinu eru Sepul­ tura, Anth rax, Soulfly, Bio­ hazard, Exodus og Overkill. Samningurinn gerir ráð fyrir að næstu plötur the Vintage Caravan komi út hjá Nuclear Blast. Einnig er stefnt á að önnur plata sveitarinnar, Voy age sem kom út hjá Senu í fyrra, komi út í janúar um allan heim í nýjum umbúðum. Auk þessa hefur tríóið gert samn ing við austurríska bók­ unar skrifstofu. Hljómsveitin spilar á Roadburn­hátíðinni í Hollandi í apríl og líklega fer hún í tónleikaferðalag í janúar þegar platan kemur út. Næstu tónleikar verða í Kapla­ krika á laugardag á hátíðinni Rokk jötnar 2013. The Vintage Caravan sækir innblástur sinn í klassískt rokk frá árunum í krinum 1970, sveitum á borð við Led Zeppelin, Cream, Deep Purple, Jimi Hendrix, Trúbrot og Óðmenn. Hljómsveitin hét upplega The Vintage og tók þátt í Músík­ tilraunum árið 2009 þar sem hún lenti í þriðja sæti. Haustið 2010 breyttist nafnið í The Vintage Caravan og sveitin spilaði á Iceland Airwaves. Hljómsveitin sigraði í undankeppni Glopal Battle of the Bands hér á landi í fyrra. Í sveitinni eru Óskar Logi Ágústsson gítarleikari og söngv­ ari, Alexander Örn Númason bassaleikari og Guðjón Reynis­ son trommari. Strákarnir eru úr Hafnarfirði og af Álftanesi. Enn er tilboðum hafnað Ás fsteignasala, fyrir hönd óstofnaðs hlutafélags, gerði Hafnar fjarð ar bæ tilboð í eignirnar Strand götu 31 og Strandgötu 33. Bæjar ráð synjaði tilboðinu eins og það lá fyrir en það hafði áður hafnað tilboði sem þótti of lágt. Hafnarfjarðarbær hefur um nokkurt skeið haft þessar eignir til sölu en ennþá án árangurs. Vinstri beygja bönnuð Á síðasta fundi skipulags­ og byggingarráðs var tekin fyrir nýju tillaga Skipulags­ og bygg­ ingarsviðs frá 5. júlí sl.um lag­ fær ingar á gatnamótum Hjalla­ hrauns og Fjarðarhrauns. Undirbúningshópur um ferð ar ­ mála samþykkti fyrir liggjandi tillögu og fól sviðinu að ræða við Vegagerðina um fram kvæmda­ tíma. Skipulags­ og byggingarsviði var falið að hefja undirbúning deiliskipulags í samræmi við tillöguna. Verður gerð aðrein inn á Fjarðarhraunið frá Hjallahrauni en vinstri beygja af Hjallahrauni verður bönnuð. Það þýðir að nú verður allri umferð úr hverfinu, sem ætlar til norðurs, beint út að Flatahrauni eða út á Reykja­ víkurveg.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.