Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 03.10.2013, Blaðsíða 18

Fjarðarpósturinn - 03.10.2013, Blaðsíða 18
18 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 3. október 2013 húsnæði í boði Til leigu 3ja herbergja 103 m² íbúð í Norðurbænum, laus strax. Óskað er eftir bankaábyrgð. Leiga 160 þús. pr. mánuð. Áhugasamir sendi póst á leigahafn@gmail.com Studíóíbúð til leigu í Setberginu. Ca. 36m², laus strax. Uppl. í síma 896 5448, Georg. þjónusta Kaupi bilaðar gamlar þvottavélar og þurrkara. Þó ekki eldri en 8-10 ára. Uppl. í s. 772 2049. Tölvuviðgerðir alla daga, kem á staðinn, hægstætt verð. Sími 664 1622 - 587 7291. Tölvuaðstoð og viðgerðir Viðgerðir og kennsla í tölvunotkun. Apple* & Windows. Kem í heimahús. Sími 849 6827 - hjalp@gudnason.is Fallegar neglur - gott verð. Gel neglur með frens og án. Gel á þínar eigin neglur. Gyða, s. 899 0760. Vertu á velbónuðum bíl í vetur. Alþrif, djúphreinsun, bón. Kem og sæki. Úrvals efni. Hagstætt verð. Uppl. í s. 845 2100. til sölu Bútasaumur. Til sölu bútasaums- efni og verkfæri og ýmislegt annað. Uppl. eftir kl. 19 í síma 557 7664. 6 yndislegir hvolpar undan Jarðar Heru og C.I.E. SLO CH ISShCh Vadászfai Oportó. Spennandi got sem vert er að skoða. 1. einkunnar hundar og rakkinn sá stigahæsti á landi i sínum flokki. Áhugasamir hafi samb. við Árna Gunnar í s. 861 1369 eða í jardarhera@gmail.com. Sjá „Jarðar Hera“ á Facebook. gefins Stór hillusamstæða gefins. Með skúffum og skápum og einni glerhurð. Uppl. í síma 693 2304 tapað - fundið Svört Modan skólataska m/stórri mynd af fótbolta framan á, tapaðist 13. sept. sl. Í töskunni er lestrar bók, skór, nesti og föt. Merkt Adam Óli. Ef einhver hefur séð töskuna, vins. látið vita í síma 662 3955, Díana Ósk. Prjóna- og handavinnukvöld Í kvöld, fimmtudaginn kl. 20 verður prjóna- og handvinnukvöld í Vonar- höfn (gengið inn Suðurgötumegin), frítt te og kaffi, frjálst að koma með meðlæti. Ganga um Suðurbæinn Á laugardaginn kl. 10 stendur Skóg- ræktarfélag Hafnarfjarðar fyrir göngu um Suðurbæinn. Hugað verður að trjágróðri í görðum bæjarbúa. Mæld verða stærstu tréin sem á vegi göngufólks verða og skoðað hvaða tegundir garðagróðurs leynast bakvið garðveggina. Gangan hefst við Suður bæjarlaug og tekur um tvo tíma. Sýningar í Bæjarbíói Á laugardaginn kl. 16 verður sýnd sovétska myndin Tíu dagar sem skópu heiminn, frá 1028. Aukamynd; Leningrad, vagga byltingarinnar. Á þriðjudaginn kl. 20 verður sýnd sovétska myndin Farðu og sjáðu, frá 1985. Íslenskur texti. Ókeypis er inn á þessar sýningar. Skógarganga Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar og Skógræktarfélag Hafnarfjarðar bjóða til skógargöngu nk. þriðjudag kl. 19.30. Farið frá Gróðrarstöðinni Þöll við Kaldárselsveg. Stutt ávarp og Steinar Björgvinsson skógfræðingur verður með leiðsögn um skóginn. Boðið upp á súkkulaði og meðlæti í húsakynnum Þallar í lokin. Göngufólk er beðið um að taka með sér ljósfæri þar sem skuggsýnt er orðið. Haustsýning Hafnarborgar Í Hafnarborg stendur yfir sýningin Vísar – húsin í húsinu. Sendið stuttar tilkynningar á ritstjorn@fjardarposturinn.is menning & mannlíf Það var góð stemmning í Íþróttahúsinu við Strandgötu sl. laugardag er ÍH tók á móti Fjölni í sínum fyrsta heimaleik í 1. deild karla í handbolta. Áhorf­ endur voru nokkur hundruð og létu ÍH­ingar stuðningsmenn sína ekki verða fyrir vonbrigðum og stóðu sig mjög vel gegn Fjölni sem einnig sigraði í sínum fyrsta leik. Leikmenn ÍH léku mjög vel og ekki var að sjá að þarna færi nýtt lið í handbolta. Leikmennirnir eru heldur engir nýgræðingar í handbolta og koma m.a. frá FH í krafti samstarfs félaganna. Leiknum lauk með 26­21 sigri ÍH. Theodór Ingi Pálmason var markahæstur með þrjú mörk. Fjölmargir fylgdust með ÍH sigra Fjölni á Strandgötunni Fyrsti heimaleikurinn var á laugardaginn á Strandgötu Dalshrauni 16 • Hafnarfirði www.dekkjasalan.is | 587 3757 DEKKJAVERKSTÆÐI NÝ DEKK NOTUÐ DEKK FELGUR PÓLÝHÚÐUN PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA! Við leysum málið! Rósa í stjórn Íbúðalánasjóðs Félags­ og húsnæðismála­ ráðherra hefur skipað Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarfulltrúa í Hafnarfirði sem varaformann Íbúðalánasjóðs eftir að nú ver­ andi varaformaður hafði beðist lausnar. smáauglýsingar aug l y s i n gar@f jardarpos t u r i n n . i s s ím i 5 6 5 3 0 6 6 A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r. m . v . m a x 1 5 0 s l ö g . M y n d b i r t i n g 7 5 0 k r. Ta pað - f u n d i ð o g fæs t g e f i n s : FR Í TT Flestir á löglegum hraða Brot 5 ökumanna voru mynd­ uð á Drekavöllum í Hafnarfirði á þriðjudag. Á einni klukkustund, fóru 26 ökutæki þessa akstursleið og því ók tæp lega fimmtungur ökumanna, eða 19%, of hratt eða yfir af skipta hraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 41 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 46. ÍH­menn fögnuðu vel sigrinum á Fjölni. Stefán Tómas Þórarinsson skorar eitt þriggja marka sinna. Bjarki Jónsson skorar eitt þriggja marka sinna. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n bæjarblað Hafnrðinga 1983 – 2013

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.