Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 03.10.2013, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 03.10.2013, Blaðsíða 10
10 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 3. október 2013 Tré og runnar ...í garðinn þinn Kaldárselsvegi • sími 555 6455 Upplagt tækifæri til að hitta bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og aðra flokksmenn. Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði alla laugardagsmorgna í vetur milli kl. 10 og 12 í Sjálfstæðisheimilinu að Norðurbakka 1 Laugardagskaffi „Loksins nýr veitingastaður í miðbænum,“ gæti einhver sagt en á undanförnum árum hafa flestir nýir veitingastaðir í Hafnarfirði verið opnaðir í iðnaðar­ og þjónustuhverfum í Hraun unum, frá Reykja víkur­ vegi að Bæjarhrauni. Stjarnan, sem á og rekur Subway staðina, ætlar að opna nýjan stað í húsnæði þar sem Íslandsbanki var áður og tilheyrir Fjarðar göt­ unni. Bætist þessi staður við nýuppfrískaðan Subway stað hjá N1 á Reykjavíkurvegi og verður eflaust kærkomin viðbót í miðbænum. Nýi staðurinn verður um 100 m² stór og er áætlað að opna í nóvember nk. Nýr Subway staður brátt opnaður í miðbænum Flestir veitingastaðir á Hraununum Það er alltaf hátíð á Bessa­ stöðum þegar skátar taka við For setamerkinu úr höndum forseta Íslands. Forseti Íslands hefur afhent merkið frá 1965 er það var fyrst afhent í Bessa­ staðakirkju. Rekkaskátar, sem eru skátar á aldrinum 16­18 ára vinna sérstaklega að verkefninu og þeir einir sem ná að uppfylla fjölbreytt og krefjandi skilyrði fá merkið. Sl. laugardag fengu 18 skátar Forsetamerkið og koma þeir úr skátafélögunum Hraunbúum í Hafnar firði, Kópum í Kóp­ avogi, Klakki á Akureyri, Svön um á Álftanesi, Vífli í Garðabæ og Strók í Hveragerði. Hafnfirðingarnir sem fengu merk ið voru fjórir, Dóra Magnea Hermannsdóttir, Krist­ inn Jón Arnarson, Rúnar Geir Guðjónsson og Sigurrós Arnar­ dóttir en þau eru öll í Skáta­ félaginu Hraunbúum. Forsetinn afhenti merkin Fjórir hafnfirskir skátar fengu afhent Forestamerkið Systkinin Sigurrós og Kristinn Jón með forseta Íslands. Allir mæta samkvæmis klædd­ ir á dansleiki hjá félaginu Kátu fólki, konur koma í síðum kjólum, karlar í smoking, í hvítri skyrtu með svarta þverslaufu. Í lögum félagsins síðan 1949 segir: „Stefna félagsins er að halda dansskemmtanir fyrir félags menn er séu í senn prúð­ mann legar, frjálsar og ódýrar. Þannig skuldbinda félagsmenn sig til að vera ekki með víni, þá er þeir mæta á skemmtunum félagsins, né heldur neyta þar áfengis á nokkurn hátt. Brot á þessu grund vallaratriði félagsins varð ar brottrekstri þaðan að fullu og öllu. Áhersla skal lögð á gott svigrúm á skemmtunum félags­ ins og að þær hefjist stundvíslega. Þar þúast allir og allir mæta samkvæmisklæddir. Félags­ mönnum er aðeins heimilt að taka með sér eina dömu á félags­ skemmtanir. Karlar eru aðeins félagar“ Hafnfirskir formenn í 36 ár Gaman er að geta þess að síðustu 36 ár hafa Hafnfirðingar verið formenn félagsins. Boði Björnsson, Hafsteinn Sigurðsson og nú Hilmar Kristensson. Hilmar býður áhugasömum að koma og kynna þér félags­ skapinn, jafnvel taka frúna með og stíga nokkur dansspor í þessum einstaka félagsskap. Næsta skemmtun Káts fólks er 19. október í Haukahúsinu og hefst hún kl. 20. Undanfarin ár hafa skemmtanir félagsins verið haldnar í veislusalnum að Ás ­ völlum. Nánari upplýsingar um félagið má fá hjá Hilmari í s. 820 3446 og á www.harnason.is/kattfolk og á Facebook. Kátt fólk er 65 ára Sídansandi og kátt fólk án áfengis Lj ós m .: K át t f ól k F.v.: Sigurrós Arnar dóttir, Rúnar Geir Guðjónsson, Krist inn Jón Arnarson og Dóra Magnea Hermannsdóttir, öll skátar úr Hraunbúum. Lj ós m .: K ris tja na Þ ór dí s Á sg ei rs dó tti r Lj ós m .: K ris tja na Þ ór dí s Á sg ei rs dó tti r Kvöldganga á skógarstígum Krabbameinsfélag Hafnar­ fjarðar og Skógræktarfélag Hafn ar fjarðar bjóða til skógar­ göngu nk. þriðjudag, 8. október, kl. 19.30. Safnast verður saman við Gróðrarstöðina Þöll við Kaldársselsveg og þaðan verður gengið um skógarsvæði Skóg­ ræktarfélags Hafnarfjarðar. Við upphaf göngunnar flytur formaður Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar, Anna Borg, stutt ávarp og að því loknu mun Steinar Björgvinsson, skóg­ fræð ingur, vera með leiðsögn um skóginn. Gert er ráð fyrir að skógargangan taki um eina klukkustund og að henni lok­ inni verður boðið upp á súkku­ laði og meðlæti í húsakynnum Þallar. Krabbameinsfélag Hafn­ arfjarðar og Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, hvetja sem flesta til að taka þátt í kvöldgöngu um skóginn. Göngufólk er beðið að taka með sér ljósfæri þar sem skuggsýnt er orðið. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.