Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 03.10.2013, Blaðsíða 16

Fjarðarpósturinn - 03.10.2013, Blaðsíða 16
16 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 3. október 2013 Glæsilegt 70 m² skrifstofuhúsnæði á 2. hæð. Leigist með húsgögnum ofl. Allt sér. Laust strax. Upplýsingar gefur Helgi s. 893 2233 Bæjarhraun - Skrifstofuhúsnæði – Til leigu 30 ára Stofnuð 1983 Jólaþorpið í Hafnarfirði opnar laugardaginn 30. nóv em ber og verður opið á laugar- og sunnu- dögum frá 12-17. Einnig verður opið þrjá eftirmiðdaga fram á kvöld frá 16-21, fimmtudaginn 19. desember, föstudaginn 20. desember og á Þorláksmessu. Nánari upplýsingar á www. hafnarfjordur.is Umsóknarfrestur er til 8. október. Umsóknum skal skilað með rafrænum hætti í gegnum Mínar síður á www.hafnarfjordur.is ÓSkað eftir Söluaðilum í JÓlaþorpið Það sannaðist enn einu sinni að orðtakið „eitt sinn skáti ­ ávallt skáti“ er hverju orði sannara. Félag eldri skáta, St. Georgsgildið í Hafnarfirði, fagnaði 50 ára afmæli sínu fyrir skömmu en stofndagurinn var 22. maí 1963. Á annað hundrað manns gladdist yfir tímamótunum, gæddi sér á ljúffengri afmælis­ tertu, heimabökuðu rúgbrauði með heimalagaðri kæfu, heima­ steiktum kleinum og flatkökum með hangikjöti. Rann þetta ljúft í gesti með rjúkandi eðalkaffi. Mikla athygli vöktu gamlar slidesmyndir sem höfðu verið skannaðar og nú sýndar á skjá, en þar mátti finna ýmis kunnug­ leg andlit þó myndirnar væru um hálfrar aldar gamlar. Enginn viðstaddra hafði séð þessar myndir áður en þær voru teknar af Eiríki Jóhannessyni sem margir muna eftir á St. Jósefs­ spítala, en hann var mjög virkur skáti og skálavörður í skála félagsins við Hvaleyrarvatn um langt skeið. Félaginu bárust ýmsar góðar gjafir og kveðjur; veglegt skinn að skátasið frá Hraunbúum, trjáplöntur frá Skógræktar­ félag inu, rammi með skemmti­ legum myndum af börnunum á Hlíðarenda sem koma í skálann og njóta útiveru við Hvaleyrar­ vatn, broddhlyn frá gildisskátum í Hveragerði, mynd af stúlkum í skátaflokki sem fóru til ljós­ myndara á sínum tíma til að láta taka mynd af flokknum, hefti um störf Baden Powell og fl. Var öllum þökkuð góð orð og gjafir. Þó margir félaganna séu kominn á efri ár og elsti félaginn brátt 90 ára, er engin lognmolla í starfinu. Átta nýir félagar bættust í hópinn á afmælinu og einn kom aftur. Það þarf ekki að blása mikið í skátaglæðurnar svo þær blossi upp. Félagar í dag eru 87. Gild is­ meistari er Guðni Gíslason. Allir eldri skáta og velunnarar skáta eru velkomnir í félagið. Nánar má sjá um starf skáta­ gildisins á http://stgildi.hraun­ buar.is og á Facebook ef leitað er undir Skátagildi. Fjölmennt á 50 ára afmæli skátagildis Nýir félagar bættust við í hóp lífsreyndra skáta Ragnhildur, Svala og Áslaug nutu þess að vera til. Gildisskátar í útilegu við Hvaleyrarvatn um 1965. Engan trjágróður var að finna þar þá. Lj ós m .: E irí ku r J óh an ne ss on Lj ós m .: E irí ku r J óh an ne ss on Lj ós m .: E irí ku r J óh an ne ss on Lj ós m .: Ja ko b G uð na so n Lj ós m .: K ris tja na Þ ór dí s Á sg ei rs dó tti r Lj ós m .: K ris tja na Þ ór dí s Á sg ei rs dó tti r Lj ós m .: K ris tja na Þ ór dí s Á sg ei rs dó tti r Hilmar og Elín Káradóttir. Stórskátarnir Sigurður Bald­ vins son og Ólafur Proppé. Ólafur Pálsson naut sín vel að hitta gamla félaga og að skoða myndir úr starfinu.. Þarna má sjá bæjarfulltrúann Geir Jónsson (með plástur á enninu) með föður sínum Jóni Kr. Jóhannessyni, Kristínu Þorvarðardóttur móður og bræðrum sínum Ásbirni og Þorvarði. Oddfríður leikskólastjóri á Hlíðarenda færði skátunum gjöf frá börnunum í Skátalundi. Hliðið var hjónarúm Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Árið 1964 var haldið stórt Vormót Hraunbúa á Höskuldarvöllum, skammt frá Keili. Á myndinni má sjá m.a. skátaforingjana Marinó Jóhannsson og Hörð Zóphaníasson. Takið eftir rúminu sem var hliðið inn í fjölskyldubúðir mótsins. Þe tt a ve gg sp ja ld v ar g er t f yr ir 10 á ru m . H va r e r f ól ki ð á m yn du nu m n ú? Þ ú ge tu r m er kt þ ig á v eg gs pj al di nu á F ac eb oo k sí ðu F ja rð ar pó st si ns , w w w .fa ce bo ok .c om /fj ar da rp os tu rin n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.