Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 03.10.2013, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 03.10.2013, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 3. október 2013 Unglingahópur, bæði drengir og stúlkur, hafa gengið ber­ serks gang um Kinnarnar í um 7­8 vikur. Hópurinn hefur gert dyraat og kast að eggjum að húsum og valdið skemmdum á eigum íbúa í hverfinu. Virðist þetta alltaf gerast á tveggja vikna fresti á föstudögum, síðast sl. föstudag um kl. 9­10 um kvöld ið. Íbúi í hverfinu segir þetta vera hóp um 10­15 krakka á aldrinum 13­15 ára. Segir hann sum þeirra haga sér eins og þau séu undir áhrifum áfengis og sé lítið sem lögreglan geti gert og hafi lítil áhrif á þennan hóp en lögreglan hafi þó gert sitt besta við að vakta hverfið. „Þessi hópur gengur í gegnum hverfið upp að Öldutúnsskóla og hefur aðsetur þar fyrir utan og eru með bæði hávaða og valda miklu ónæði þar í kring.“ Segir íbúinn þetta ekki í fyrsta sinn sem unglingahópar ganga um hverfið. Í gegnum árin hafi þó nokkrir hópar gengið í gegnum hverfið frá videó leig­ unni og upp eftir en aldrei verið til neinna vandræða og verið til fyrirmyndar. Segir hann leiðinlegt að svona skemmd epli og óeirðar­ seggir skuli vera að skemma og eyðileggja svona fallegt og friðsælt hverfi eins og Kinn­ arnar hafi verið í gegnum árin. Foreldrar eru hvattir til að ræða við börnin sín um mikilvægi góðs samfélags og hvetja þau til að sýna andstöðu við svona andfélagslega hegðun. Valda usla í Kinnunum Hópur unglinga ergir íbúa og skemmir Það er mikils virði í bæjarfélagi eins og Hafnarfirði að reglulega komi út blað með fréttum úr bæjarlífinu. Og það viku eftir viku, ár eftir ár. Um áratuga­ skeið hefur Fjarðar­ pósturinn gefið okkur innsýn í mannlíf, menningu, stjórnmál og íþróttalíf samfélags­ ins. Fjallað um hugð­ ar efni bæjarbúa og helstu viðfangsefnin hverju sinni. Þá er það mikill kostur að ritstjórn blaðs­ ins keppist við að sýna hlutleysi í fréttaumfjöllun, en um leið veita ríkjandi stjórnendum bæjar ins hverju sinni aðhald, en slíkt er mjög mikilvægt. Fjarðar­ pósturinn hefur reynst öflugur miðill og menn og málefni átt greiðan aðgang að því að fá þar birtar greinar, myndir og annað efni sem erindi á til bæjarbúa. Blaðið hefur verið mikil vægur vett vangur í bæjar mála umræð­ unni og iðulega hafa á síðum blaðsins átt sér stað góð og gagn leg skoðanaskipti um hin ýmsu mál sem tengjast velferð og hagsmunum bæjarbúa. Þar með hefur það lagt mikið að mörkum sem vett­ vangur lýðræðislegrar umræðu. Um tíma var blaðið selt en nú um langt árabil hefur því verið dreift ókeypis, sem tryggir útbreiðsluna. Ég hef um ára­ tuga skeið verið dyggur lesandi Fjarðarpóstinn og veit að hið sama á við um fjölmarga aðra, ef ekki flesta Hafnfirðinga. Allir sem tengst hafa fjölmiðlun eða rekstri af ýmsu tagi vita að það er hægara sagt en gert að gefa út blað sem þetta. Það þarf úthald, seiglu, mikinn dugnað og áhuga. Því ber að fagna sérs­ taklega þessum ánægjulega og merka áfanga með aðstand­ endum blaðsins. Óhætt er að segja að blaðið eldist vel og vonandi munu næstu ár vera blaðinu jafn heilladrjúg og þau sem nú eru liðin. Til hamingju með 30 ára afmælið! Höfundur er bæjarfulltrúi. Fjarðarpósturinn – mikilvægur samfélagsspegill Rósa Guðbjartsdóttir til hamingju með 30 ára afmælið. Takk fyrir samstarfið Almenn bókhaldsþjónusta – Stofnun félaga – Ársreikningar – Skattframtöl Bæjarhrauni 2, Hafnarfirði – www.3skref.is – 3skref@3skref.is Þín velgengni - okkar hagur Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.