Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 03.10.2013, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 03.10.2013, Blaðsíða 12
12 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 3. október 2013 umsækjandi verkefni kr. Jafnréttishús Samfélagsverkefni fyrir félagslega einangraðar konur 2.830.000 Flensborgarskóli (HÁS) Efling netmiðilins gaflari.is 2.000.000 Halldór Árni Sveinsson Þau byggðu bæinn, viðtalsþættir 2.000.000 Halldór Árni Sveinsson Heimildarmynd um 100 ára afmæli Hafnarfjarðar 2.000.000 Leikhópurinn Draumsmiðjan Elskuleg móðir mín, uppsetning leiksýningar 1.000.000 Inga María Eyjólfsdóttir Leikaranám í CISPA, skólagjöld 1.000.000 Halldór Árni Sveinsson Afritun og skráning heildarsafns kvikmynda- og hljóðupptaka. 1.000.000 Leikfélag Hafnarfjarðar Beiðni um árlegan styrk 800.000 MeginMál ehf Árangursríkari velferðarþjónusta, úttekt og mat 600.000 Lárus Vilhjálmsson Unglingurinn. Leikrit um unglinga eftir unglinga 500.000 Hólmfríður Þórisdóttir Frétta- og mannlífsvefur, tæki og hugbúnaður 500.000 Gaflarakórinn Kóramót í Hafnarfirði maí 2014 500.000 Kvennakór Hafnarfjarðar Tónleikahald 2013-2014 og þátttaka í Landsmóti íslenskra kóra 300.000 Jónína Björk Óskarsdóttir Orlofsferð eldri borgara 2014 300.000 Hafdís Inga Hinriksdóttir Ráðstefna í Bretlandi um kynferðisofbeldi innan íþrótta 250.000 Karlakórinn Þrestir Konudagstónleikar 200.000 Sjálfsbjörg Rekstrarstyrkur 2014 100.000 Karlakór eldir Þrasta Almennur rekstrarstyrkur 100.000 Hagsmunasamtök heimilanna Fjárstyrkur vegna málsókna óskilgreint Skáksamband Íslands Evrópumót landsliða í skák 2013 óskilgreint Samtals 15.980.000 Ásókn í styrki bæjarráðs Sótt um 16 milljónir til 20 verkefna Alls var sótt um styrk til 20 verkefna þegar bæjarráð auglýsti eftir styrkumsóknum í annað og síðara skipti á þessu ári. Alls eru til úthlutunar 2,5 milljónir kr. en aðeins nú var sótt um tæpar 16 milljónir kr. Því er ljóst að margir fá höfnun. Bæjarráð mun ljúka úthlutun fyrir 1. desember nk. Bæjarráð Hafnarfjarðar sam­ þykkti á fundi sínum sl. fimmtu­ dag að veita Icelandair ehf. vilyrði fyrir 16 þúsund m² lóð á milli Selhellu 1 og Tjarnarvalla 15. Er þetta frá gangstígnum að nýju undir göngunum og að þeim stað sem gamli Krýsuvíkur veg­ urinn var. Hefur bæjarráð falið skipu­ lags­ og byggingarfulltrúa að vinna úr skipulagsþáttum um ­ sókn arinnar en til þess að hægt verði að úthluta þessari lóð þarf að breyta aðalskipulagi og í fram haldi af því deili skipulagi. Skv. upplýsingum Hlyns Elías sonar, framkvæmdastjóra fjára málasviðs Icelandair, er stefnt að því að byggja 1.500 m² hús sem hýsa á nýja flugherminn fyrir Boeing 757 flugvélar sem félagið hefur keypt. Þar á einnig að sameina þjálfurnar­ og kennu­ setur sem hefur verið á á fleiri en einum stað. Stefnt er að því að flug herm­ inn verði tekinn í notkun haustið 2014 en undir hann þarf 10 m hátt húsnæði. Ekki er fyrirhugað að flytja höfuðstöðvar Icelandair á þennan stað eins og vangaveltur voru um er félagið fékk vilyrði fyrir lóðinni Tjarnarvellir 7. Hlynur segir félagið vilja tryggja sér stóra lóð til að eiga stækk­ unarmöguleika í fram tíðinni en vilji sé fyrir því að hafa starfsemina á færri stöðum en nú er. Fær lækkun á gatnagerðargjöldum Í samþykkt bæjarráðs sem fá þarf staðfestingu bæjarstjórnar, er bæjarráði heimilað að beita ákvæðum 6 g. samþykktar um gatnagerðargjöld og nýta sér­ staka lækkunarheimilda vegna lóðarinnar þar sem þarna verð­ ur sérstök atvinnuupp bygging. Fullkominn flughermir Flughermirinn er af gerðinni B757 „Level D“ sem er ná kvæm eftirlíking af stjórn klefa Boeing 757 flugvélar eins og Icelandair notar í sínum flugrekstri. Flug­ hermirinn líkir eftir flugeigin­ leikum vélanna og unnt er að kalla fram margháttaðar bilanir og óvæntar aðstæður og þjálfa viðbrögð flugmanna, sem og þjálfa flug við breytileg veður­ skilyrði til að reyna á þjálfun þeirra. Flughermirinn er með mjög fullkomnum myndvörpum sem líkja eftir útsýni úr flugstjórnar­ klefa og á tjökkum sem hreyfa hann og skapa þá tilfinningu hjá flugmönnum að þeir séu að fljúga við raunverulegar að ­ stæður. Flughermir af þessari gerð hreyfist á tjökkum sem eru rafdrifnir í stað vökvadrifinna tjakka sem eldri flughermar hreyf ast á, en slíkir flughermar nota mun minni orku en þeir eldri og eru því umhverfisvænni. Icelandair vill 16 þúsund m² lóð Vilja reisa hús undir nýjan flughermi og þjálfunarsetur Nálega á þessu svæði sækir Icelandair um 16.000 m² sem er eitthvað minni en guli reiturinn. Ný undirgöng Se lh el la Gamli Krýsuvíkurvegurinn Bónus Reykja nesbra ut Tjar narv ellir Ásbrau t Starfsfólk og íbúar á Hverfisgötu 29 sameinast í bílskúrssölu helgina 5-6. október kl. 11-17 Starfsfólk er að safna í ferðasjóð og íbúar í skemmtisjóð. Því er um að gera að styrkja gott málefni og mæta á staðinn. Það verða ótrúlegustu hlutir til sölu barnaföt, dvd myndir, ferðaklósett, nýtísku föt, björgunarvesti, hundabúr og ýmis raftæki og svo auðvitað kaffi og með því á klink. Lj ós m .: Ic el an da ir Sigurður Haraldsson, for­ maður frjálsíþróttadeildar FH og formaður mann virkja nefnd­ ar Frjálsíþróttasambands Íslans, FRÍ, lauk í byrjun september sl., námskeiði og prófi sem veitir honum alþjóðleg dómara­ réttindi í frjálsum íþróttum. Sigurður sótti námskeið Level II TOECS námskeiða á veg um Alþjóðafrjáls íþrótta­ sam bandsins, IAAF, í Lissabon 3. ­ 8. september sl., en þar fór líka fram mat á hæfni ein stakl­ inganna. Aðrir Íslendingar sem hafa haft þessi réttindi áður eru: Birgir Guðjónsson, sem var for­ maður laga­ og síðar tækni­ nefndar FRÍ í um þrjá áratugi og Þorsteinn Þorsteinsson sem nú gegnir formennsku í tækni­ nefnd sambandsins. Sigurður er eini Íslendingur­ inn sem lokið hefur þessu prófi. Sigurður er byggingaverk­ fræðingur og er starfandi sviðs­ stjóri umhverfis og fram­ kvæmda hjá Hafnarfjarðarbæ. Sigurður fékk alþjóðleg dómararéttindi

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.