Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 03.10.2013, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 03.10.2013, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 3. október 2013 Sorptunnustandar Standarnir eru fyrir tvær tunnur og hægt að festa þeim hvort sem er á stétt eða í vegg. Auðvelt er að ná tunnum og ganga frá í standinn. Fyrir framan tunnurnar er slá sem einfalt er að opna og loka að. Standarnir eru heitgalvaniseraðir og einnig er hægt að fá þá duftlakkaða í nokkrum litum. Upplýsingar og pantanir í síma 565 2378 Fjarðarstál ehf Eyrartröð 6 Hafnarfirði fjardarstal@fjardarstal.is Í mínum huga er Fjarðar­ pósturinn og Guðni, ritstjóri hans, órjúfanleg heild. Fjarðar­ póst urinn (og þar með Guðni) er svona eins og náinn ættingi. Stundum finnst manni hann óskap lega fyndinn og stundum fer hann líka alveg fer­ lega í taugarnar á manni. En það breytir því ekki að manni þyk­ ir vænt um hann. Það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég hugsa til Fjarðar pósts­ ins er að hann sé órjúf­ an legur hluti fimmtu­ daganna hjá mér og reyndar síðari hluta mið vikudaganna líka síðan að blaðið fór að birtast rafrænt deginum áður en því er dreift til okkar inn um lúguna. Ég er nú yfirleitt búin að skanna blaðið áður en það berst mér í hendur og þá er alltaf jafn spennandi að skoða hvað Guðna hafi nú dottið í hug að setja sem forsíðumynd og hvað hann geri nú að umtalsefni í leiðaranum. Guðni er duglegur að láta okkur í bæjar­ stjórn inni heyra það þegar honum mislíkar eitthvað af því sem við erum að gera og líka það sem við erum ekki að gera. Guðni hefur ávallt verið málsvari op innar og gegn sæjar stjórnsýslu og það er kannski vegna þess hversu ötull hann hefur verið að tuða í okkur hérna í bæjar póli­ tíkinni að Hafnar fjörð ur varð fyrst sveitar félaga til að láta gögn fylgja með í fund ar gerðum. Við hjá Hafn ar fjarðarbæ erum langt á undan öðrum sveitarfélögum í þeim efnum. Það er mikil ábyrgð að gefa út bæjarblað eins og Fjarðarpóstinn sem borið er inn á hvert heimili í bænum. Það lesa meira og minna allir blaðið og hafa skoðun á því sem þar er skrifað. Fjarðar póst­ urinn er því órjúfanlegur hluti af bæjarmenningunni. Það er því ánægjulegt að geta nú farið inn á timarit.is og skoða öll 1170 tölu­ blöðin sem gefin hafa verið út frá upphafi til 15. ágúst sl. Fjarðarpósturinn, innilega til hamingju með þennan merka áfanga. Það er afrek að halda úti bæjarblaði í heil 30 ár, megir þú vaxa og dafna í a.m.k. önnur 30 ár! Bestu afmæliskveðjur, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Til hamingju með afmælið! Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Starfsmaður í mötuneyti Hlutastarf IÐNSKÓLINN Í HAFNARFIRÐI Iðnskólinn í Hafnarfirði óskar eftir að ráða starfsmann í mötuneyti skólans. Um er að ræða hlutastarf milli kl. 13:00 og 16:00, mánudaga til og með fimmtudaga, á kennslutíma skólans. Starfið felst í vinnu við að afgreiða í mötuneytinu og ganga frá í matsal nemenda og starfsfólks. Næsti yfirmaður er umsjónarmaður mötuneytisins Umsókn þarf ekki að vera á sérstöku eyðublaði. Með umsókn skal fylgja ítarlegar upplýsingar um fyrri störf, meðmælendur og menntun. Umsóknir skal senda til skólameistara á netfangið arsaell@ idnskolinn.is eða á heimilisfang skólans: Iðnskólinn í Hafnarfirði, Flatahrauni 12, 220 Hafnarfjörður. Umsóknarfrestur er til 10. október 2013. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi SFR. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ársæll Guðmundsson, skólameistari á netfang inu arsaell@ idnskolinn.is. Umsóknir gilda í a.m.k. sex mánuði ef staðan losnar á ný. Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðu hans www.idnskolinn.is Skólameistari Stofnendur Fjarðarpóstsins voru allt kennarar í Öldutúns­ skóla. Þetta voru þeir: Ellert Borgar Þorvaldsson, Guðmundur Sveinsson og Rúnar Brynjólfsson. Gáfu þeir út blaðið til 1. mars 1988 er Fríða Proppé keypti reksturinn og gaf hún blaðið út til júní 1993 er blaðið lagðist í dvala til októbers 1994 er nýir aðilar tóku við rekstrinum, Fjarðarpósturinn hf. Rak fyrirtækið blaðið til mars 1996 er rekstur blaðsins var sam­ einað ur undir nafni Almiðlunar ehf. sem rak blaðið þar til núverandi rekstraraðili, Keilir útgáfufélag, tók við blaðinu í nóvember 2001. Frá því hefur Hönnunarhúsið ehf. séð um útgáfustarfsemina sjálfa og ritstjórn blaðsins. Ritstjórar blaðsins hafa verið átta frá upphafi: Guðmundur Sveinsson, frá sept. 1983 ­ ágúst 1986 Rúnar Brynjólfsson, frá ágúst 1986 ­ apríl 1988. Fríða Proppé, frá mars 1988 til júní 1993. Friðrik Indriðason, frá okt. 1994 ­ mars 1996. Sæmundur Stefánsson, frá apríl 1996 ­ júní 1997. Hólmfríður Þórisdóttir, frá júní 1997 ­ sept. 1998. Halldór Árni Sveinsson, frá sept. 1998 til nóv. 2001. Guðni Gíslason, frá nóv. 2001. Átta ritstjórar frá upphafi Leitaðu: „Fjarðarpósturinn“ Óskum Fjarðarpóstinum til hamingju með 30 ára afmælið! Kaplahrauni 5 | www.hella.is Óskum Fjarðarpóstinum til hamingju með 30 ára afmælið! Strandgötu 24 | www.raudikrossinn.is/hafnarfjordur

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.