Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 24.10.2013, Side 10

Fjarðarpósturinn - 24.10.2013, Side 10
10 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 24. október 2013 Elsta hús Hafnarfjarðar Sívertsens­húsið er elsta hús Hafnarfjarðar byggt á árunum 1803­05 af Bjarna Sívertsen ,,föður Hafnarfjarðar”. Húsið sem er múrað í binding var fyrst reist í Danmörku en síðan flutt til Íslands og reist á Akur­ gerðislóðinni þar sem það stend ur enn. Upphaflega var húsið íbúðarhús Bjarna Sívert­ sen og fjölskyldu hans en síðar hefur það gengt ýmsum hlut­ verkum uns það var gert upp í upprunalega mynd og gert að safni til að heiðra minningu Bjarna Sívertsen og Rannveigar Filippusdóttur. Á sjötta áratug 20. aldar komu upp hugmyndir um að flytja húsið í Hellisgerði, gera það upp og opna í því safn um Bjarna og sögu hans. Ekkert varð úr þessum áformum á þeim tíma en árið 1964 flutti Bjarni Snæbjörnsson ræðu á klúbbfundi hjá Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar um húsið. Lagði hann eindregið til að klúbburinn beitti sér fyrir varðveislu og endurreisn þess og í febrúar­ mánuði 1965 heimilaði Bæjar­ stjórn Hafnarfjarðar Rótarý­ klúbbnum að endurbyggja hús ið og ákvað jafnframt að greiða úr bæjarsjóði ¼ kostnaðarins enda átti allt verkið að vera unnið í samráði við þjóð minja­ vörð og bæjarverkfræðing. Bæjarstjórn tók húsið uppá sína arma endanlega árið 1973 og ári síðar var það vígt sem sýninga­ hús á vegnum Byggðasafns Hafnar fjarðar. Úr dagbók Henry Holland í Íslandsferð 1810 Skemmtileg lýsing er til af því þegar Englendingurinn Henry Holland kom til Hafnarfjarðar árið 1810 en þá stóð veldi Bjarna þar hvað sterkustu fótum. „Það er einkennilegt að koma til Hafnarfjarðar. Háir og úfnir hraunkambar fela staðinn fyrir komumanni, þar til hann kemur fram á hraun brúnina, en þá opnast fyrir honum fjarðarbotn, og við hann standa 15–20 íbúðarhús úr timbri, lík reykvísku húsunum, en líta þó yfirleitt betur út. Þetta er Hafnarfjörður. Helzti maðurinn þar á staðnum er Bjarni Sívertsen, vel efnaður kaupmaður. Hann var um þessar mundir í Englandi eða öllu heldur á heimleið þaðan, en kona hans, frú Rannveig Sívertsen, var heima ásamt tveimur börnum þeirra, syni og dóttur. Sonurinn er fríður unglingur, hógvær, kurteis og vel menntaður. Hann talar vel ensku en hefir þó aldrei til Englands komið, en bæði systkinin hafa dvalizt nokkur ár í Kaupmannahöfn. Við vorum kynntir þeim á dansleiknum í Reykjavík og þáðum þá heim­ boð til fjölskyldunnar, þegar leið okkar lægi um Hafnarfjörð. Minnugir þess héldum við beina leið til húsa Sívertsens kaup­ manns. Þar var okkur tekið með svo hjartanlegri gestrisni, að okkur hlýnaði um hjartarætur. Heimili Bjarna Sívertsens er hið langfegursta, sem við enn höfum séð á Íslandi. Það er ekki nóg að segja að það sé fallegt, heldur er það beinlínis glæsilegt, bæði að húsgögnum og öðrum innra búnaði og umgengni. Í setu stof­ unni eru þrír stórir speglar, og tveir að auki í stærsta herberginu, Miðdegisverðurinn var framúr­ skarandi vel fram reiddur. Þar var á borð borið stórt fat með kinda­ kjötssmásteik ásamt Lundúna­ bjór, einnig voru á borðum pönnu kökur, búnar til af frábærri kunnáttu, kryddaðar með kúrennum auk annars góðgætis. Við sváfum í æðar dúnssængum, þvoðum okkur úr Windsor­sápu, – í stuttu máli nutum þess mun­ aðar, sem engan okkar hefði dreymt um, að fyrir hittist á ferðalagi um Ísland.“ Akurgerði árið 1836. Sívertsens­húsið og danskt þilskip Sívertsens­húsið um það leyti er núbúið var að gera það upp.

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.