Heimilisritið - 01.01.1946, Síða 12
af draumum hans. Hann fékk
hjartslátt og leit til kennslukon-
unnar. Það skein dálítil hæðsla
úr grábláum augum hans.
„Komdu hingað!“ hreytti
fröken Short út á milli gervi-
tanna sinna með miklum þjósti.
Edward gekk upp að kennara-
borðinu, eldrauður í kinnum. I
vandræðafálmi stakk hann
hendinni ofan í annan vasann
á stuttbuxunum sínum.
„Taktu hendina úr vasanum!“
æpti fröken Short. Henni var
sýnilega afar mikið niðri fyrir.
Edward datt í hug, að það
myndi vera gaman, ef hann
kæmi síðar meir og gæti haft
í öll tré við hana.
„Heyrðirðu, hvað ég sagði!“
kallaði fröken Short hryssings-
lega.
„Jájá“. Edward dró litlu, titr-
andi höndina upp úr vasanum.
Hann nuddaði kjálkabeinið og
hugsaði: Einhvern tíma kemur
að þv'i, að ég raka mig eins og
pabbi, og ég skal horfast í augu
við fröken Short og drepa Cone
með eitraðri ör.
Fröken Short tók samanbrotna
stilabókarörk, sem stóð upp úr
brjóstvasa hans. Hún leit á það,
sem stóð skrifað á blaðinu, og
rétti honum það svo. Honum
varð litið í augu hennar — þau
voru eins og litlir, blikandi
hnífsoddar.
Edward feit á blaðið. Hann
las orð, sem hann hafði oft
heyrt drengi kalla úti á götunni,
en vissi óljóst um merkingu
þeirra. Honum var líka sama
um, hvað þau þýddu. Hann
vissi, að það voru orð, sem
mamma hans hafði varað hann
við að segja.
„Skrifaðir þú þetta?“ spurði
fröken Short hranalega. „Ég gef
þér tækifæri til þess að segja
sannleikann“.
„Nei“, sagði hann. Hann sagði
það eins eðlilega og hreinskiln-
islega eins og ef móðir hans
hefði spurt hann, hvort hann
hefði farið út í brauðabúð eftir
brauði.
„Nei“, endurtók hann, eins
og málið væri þar með útkljáð.
Hann sneri sér við og ætlaði að
ganga til sætis. Hann svaraði
spurningum móður sinnar, og
hún trúði honum. Hún trúði
honum, af því að hann hefði
heldur viljað deyja en skrökva
að henni, og það var líka synd,
sem guð gat ekki fyrirgefið.
Auk þess skrökvaði hann yfir-
leitt aldrei.
Kennslukonan þreif óþyrmi-
lega í treyjuna hans og kippti
honum til sín.
Það skríkti í sumum börnun-
um.
„Þögn!“ hrópaði kennslukon-
an í skipunartón.
10
HEIMILISRITIÐ