Heimilisritið - 01.01.1946, Page 14

Heimilisritið - 01.01.1946, Page 14
Á hverjum degi kom Edward inn til Cone skólastjóra og sagði: ,,Nei, ég skrifaði þetta ekki á blaðið“. Hann var ekki mönnum sinn- andi þessa daga. Það eina, sem til var 1 heiminum, fannst hon- um, var Cone skólastjóri, reyr- inn hans og blaðið með ljótu orðunum. Jafnvel sólin, tunglið og stjörnurnar urðu ljótar eins og orðin á blaðinu. Hann var hættur að leika sér að tindátunum sínum. Hann var hættur að leika sér í feluleik og eltingaleik við krakkana i næstu húsum, hann var hættur að hlæja .. . það var ekkert til lengur, sem var hreint og fallegt og hvergi hægt að vera. Þegar nokkrar vikur höfðu liðið þannig, að hann var alls ekki í þessum heimi, fór móðir hans að spyrja hann, hvað gengi að honum: „Þú ert alveg hætt- ur að borða. Ertu veikur? Er eitthvað ekki eins og það á sér að vera 1 skólanum? Segðu mömm:u“. Hún lagði ylríkan arm sinn yfir axlir honum og þrýsti honum upp að sér. „Þú getur sagt mömmu þinm það. Hún skilur allt svo vel, eins og þú veizt, Edward minn, er það ekki?“ Edwardvarð næstum öruggur. Hann sagði mömmu sinni allt eins og satt var. Hann skýrði henni frá blaðinu með ljótu orð- unum og fröken Short og Cone skólastjóra, og hvemig hver dagur leið og hvernig heimur- inn væri orðinn í hans augum. Hann þráði öryggi — ótví- ræðan, huggunarríkan og hrein- skilin trúnað móður sinnar. Hann þráði að mega fæðast á ný í heim hlátra og leikja. Hann þráði, að móðir hans bæri hann út úr heimi ósann- inda og ljótleika í heim sólskins og gleði. Móðir hans dró handlegginn' til sín. Hún brosti til hans, en bros hennar var nú alveg laust við mildi. Hún hafði aldrei brosað þessi líkt. ,,Þú skalt bara fara til skóla- stjórans og segja honum sann- leikann“, sagði móðir hans stilli- lega. „Segðu honum, að þú haf- ir skrifað þetta og að þú sjáir eftir því. Þá lagast allt aftur. Það er alltaf bezt að segja sann- leikann“. Daginn eftir sagði Edward skólastjóranum, að hann hefði skrifað þessi ljótu orð og að hann sæi eftir því og að harm skyldi aldrei láta slíkt henda sig aftur. Hver og einn var ánægður með þessi málalok, og brátt gleymdu allir atburðinum. Nema Edward. B N D I R 12 HEIMILISRITIÖ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.