Heimilisritið - 01.01.1946, Side 22
Þrekni maðurinn fór óþægilega
hjá sér. vEr — er yður verr við
þetta, umsjónarmaður?“ stam-
aði hann taugaóstyrkur.
Umsjónarmaðurinn kveikti
aftur í pípu sinni, og er lifnað
hafði vel í henni, hóf hann
sögu sína. Hann bað þá að
hugsa sér dimmt herbergi, sem
væri upplýst með tveimur dauf-
um kertaljósum, er eitruðu and-
rúmsloftið með römmum reyk.
Þrekni maðurinn brá vasaklút i
flýti fyrir vitin. Umsjónarmað-
urinn beið þolinmóður, meðan
hóstaflogin, sem eftir fylgdu,
þðu hjá, áður en hann hélt á-
fram.
Kertaljósin berjast hreysti-
lega við að tvístra skuggunurg,
sem þyrpast að hvaðanæva, en
það er ljóst af hinum sneypu-
legu tárum þeirra, að þau vita
sig berjast fyrir gýg.
I hinu hvikula Ijósi þeirra er
aðeins hægt að greina geysi-
stórt gamalt rúmskrifli.
Hin smávaxna mannvera, sem
lá í rúminu með hátt undir
höfðinu, virtist vera líflaus, ef
ekki hefði mátt grilla í gneista
í hinum grænleitu starandi aug-
um hennar.við flöktandi skinið
frá kertunum. Ef við kæmumst
úr skuggurium að rúminu,
myndu hinar þurru, sargandi,
hrollkenndu tilraunir verunnar
til að anda, gefa okkur í skyn,
hvað það er, sem skuggarnir eru
að reyna að dylja — gamla kon-
an er að deyja.
Hinn litli, hrörlegi, visnaði
líkami hennar er þrunginn af
þeim ásetningi að halda engli
dauðans í kreppu. Greipar henn-
ar hennar eru spenntar þrjósku-
lega. Severinarnir deyja ekki
svo auðveldlega.
En það var ekki ást á lífinu,
sem olli því að hún barðist svo
lengi og miskunnarlaust fyrir
tilveru sinni á jörðunni — það
var ást á peningum. Hún gat
blátt áfram ekki hugsað til þess
að hverfa úr þessum heimi án
þeirra. Mammon var guð henn-
ar, öll tilvera hennar, hið eina,
sem hún lifði fyrir og dreymdi
um — neitaði að deyja, en lifði
safnt aldrei — þannig voru flest-
ir af Severinættinni.
Angelia Severin var 91- árs
gömul, er hún loks lagðist rúm-
föst, en slík tök hafði hún á líf-
inu, að þótt fjögur ár væru lið-
in síðan læknir hennar sagði
fyrir tafarlausa brottför hennar
úr þessum heimi, þraukaði hún
samt ennþá. —
Bersýnilega var engil dauð-
ans orðinn þeryttur á að bíða,
og nú að kvöldi 96 ára afmælis-
dags hennar, situr hann við
fótagafl hennar og telur óþolin-
móður mínúturnar, sem hún á
eftir ólifaðar.
20
HEIMILISRITI&