Heimilisritið - 01.01.1946, Blaðsíða 22

Heimilisritið - 01.01.1946, Blaðsíða 22
Þrekni maðurinn fór óþægilega hjá sér. vEr — er yður verr við þetta, umsjónarmaður?“ stam- aði hann taugaóstyrkur. Umsjónarmaðurinn kveikti aftur í pípu sinni, og er lifnað hafði vel í henni, hóf hann sögu sína. Hann bað þá að hugsa sér dimmt herbergi, sem væri upplýst með tveimur dauf- um kertaljósum, er eitruðu and- rúmsloftið með römmum reyk. Þrekni maðurinn brá vasaklút i flýti fyrir vitin. Umsjónarmað- urinn beið þolinmóður, meðan hóstaflogin, sem eftir fylgdu, þðu hjá, áður en hann hélt á- fram. Kertaljósin berjast hreysti- lega við að tvístra skuggunurg, sem þyrpast að hvaðanæva, en það er ljóst af hinum sneypu- legu tárum þeirra, að þau vita sig berjast fyrir gýg. I hinu hvikula Ijósi þeirra er aðeins hægt að greina geysi- stórt gamalt rúmskrifli. Hin smávaxna mannvera, sem lá í rúminu með hátt undir höfðinu, virtist vera líflaus, ef ekki hefði mátt grilla í gneista í hinum grænleitu starandi aug- um hennar.við flöktandi skinið frá kertunum. Ef við kæmumst úr skuggurium að rúminu, myndu hinar þurru, sargandi, hrollkenndu tilraunir verunnar til að anda, gefa okkur í skyn, hvað það er, sem skuggarnir eru að reyna að dylja — gamla kon- an er að deyja. Hinn litli, hrörlegi, visnaði líkami hennar er þrunginn af þeim ásetningi að halda engli dauðans í kreppu. Greipar henn- ar hennar eru spenntar þrjósku- lega. Severinarnir deyja ekki svo auðveldlega. En það var ekki ást á lífinu, sem olli því að hún barðist svo lengi og miskunnarlaust fyrir tilveru sinni á jörðunni — það var ást á peningum. Hún gat blátt áfram ekki hugsað til þess að hverfa úr þessum heimi án þeirra. Mammon var guð henn- ar, öll tilvera hennar, hið eina, sem hún lifði fyrir og dreymdi um — neitaði að deyja, en lifði safnt aldrei — þannig voru flest- ir af Severinættinni. Angelia Severin var 91- árs gömul, er hún loks lagðist rúm- föst, en slík tök hafði hún á líf- inu, að þótt fjögur ár væru lið- in síðan læknir hennar sagði fyrir tafarlausa brottför hennar úr þessum heimi, þraukaði hún samt ennþá. — Bersýnilega var engil dauð- ans orðinn þeryttur á að bíða, og nú að kvöldi 96 ára afmælis- dags hennar, situr hann við fótagafl hennar og telur óþolin- móður mínúturnar, sem hún á eftir ólifaðar. 20 HEIMILISRITI&
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.